Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Qupperneq 10

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Qupperneq 10
8 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ því, að það var slitið frá leggöngunum, þvert yfir að fram- an. Sárrendurnar luktust utan um háls fóstursins. Legið var tekið burtu. Fóstrið var 3260 gr. að þyngd, og um- mál höfuðsins var 35 cm. Við rannsókn kom í ljós, að þar sem legið hafði brostið, voru í því miklar bólgubreytingar og vefjabilanir. Ekki var gott að ákveða, hversu gamlar þessar breytingar væru; þó virtust þær ekki vera nógu gamlar til þess að stafa frá graftarsýkingunni fyrir tveimur árum. Fyrst eftir upp- skurðinn leið konunni eftir atvikum sæmilega, en síðar veiktist hún af lífhimnubólgu, sem dró hana til dauða. Ástæðan fyrir því, að legið rifnaði frá leggöngunum, er auðsæ. Vegna bólgunnar voru veilur í vef jum legveggsins, sem þoldi ekki, af þeim ástæðum, átök legsins í hríðunum. Fóstrið var mun minna en við fyrri fæðingarnar og engin hindrun fannst, sem hægt væri að skella skuldinni á. Einkennilegast er, að konan var hress, og kenndi einskis sjúkdóms, er skýrt gæti bólgubreytingarnar í leghálsinum. Aðdragandi fæðingarinnar var mjög stuttur, — ekki fjór- ar klukkustundir — og ekkert óvanalegt bar við, fyrr en legið brast. 1 hitt skiptið kom 33 ára kona inn á fæðingarstofnun- ina B. B., þann 7. apríl 19_ Konan hafði fullgengið með og jóðsóttin var byrjuð. Áður fæðing fyrir tveimur árum, þá fætt dautt barn í sitjandastöðu. Barnið var 3150 gr. að þyngd. Þegar konan kom, var höfuðið fast í grindinni. Fornistið sprakk klukkan 12,30, sex tímum eftir að kon- an kom, og var þá fullkomin útvíkkun á legopinu. Allan daginn voru talsverðar hríðir með fimm mínútna millibili. Fósturhljóð góð. Klukkan 18,20 byrjaði sjúklingurinn að kvarta um uppþembu og vindspenning. Við áþreifingu var kviðurinn all-harður, en linaðist brátt aftur. Fósturhljóð- in þá fremur hæg, en náðu brátt eðlilegum fjölda. Ekkert athugavert við æðaslátt sjúklingsins. Hríðir komu nú með tveggja mínútna hvíldum. Kl. 18,45 byrjaði lítils-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.