Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Page 4
2
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
þegar sjúklingurinn er hættur að nota meðalið, ber að
hella því burtu á stað, þar sem engin hætta getur stafað
af því. Flöskuna eða glasið má nota aftur, þegar búið er
að þvo hana rækilega úr heitu vatni. Fólk gerir sér al-
mennt ekki grein fyrir því, að flest lyf eyðileggjast við
geymslu og að lítil líkindi eru til þess, að lyf, sem eru gefin
við ákveðnum sjúkdómi, komi til notkunar seinna meir.
Hættuleg eitur, þ. e. a. s. efni, sem valda alvarlegum veik-
indum eða dauða, þótt þeirra sé neytt aðeins í mjög smá-
um skömmtum, eiga alls ekki heima í lyfjasafni heimilis-
ins. Lyf handa húsdýrum er ekki heldur rétt að geyma
þar, heldur ber að geyma þau lyf í sérstökum skáp, greini-
lega merktum, svo að misgrip geti ekki átt sér stað.
Ráðlegt er að taka til í lyf jaskápnum að minnsta kosti
þriðja hvern mánuð og kasta þá burt meðulum, sem eru
ekki notuð öðru hvoru. Einnig er gott að biðja lækni fjöl-
skyldunnar að athuga lyfin og fá ráð hjá honum um,
hvaða lyf beri að hafa við höndina.
Inntaka meðala.
Lyf, sem notuð eru á réttan hátt, geta orðið sjúkum
manni til ómetanlegs gagns. Séu lyfin aftur á móti mis-
notuð eða ekki tekin inn á réttan hátt, geta þau valdið
alvarlegum skaða. Þegar læknir segir fyrir um meðal
handa sjúklingi, þá er það meðal eingöngu ætlað handa
sjúklingnum einum, en ekki handa neinum öðrum af fjöl-
skyldunni, og þegar sjúklingurinn er hættur að nota lyfið,
er því réttast að kasta afganginum þegar í stað, þar sem
hann, eins og áður er sagt, kemur sjaldan að notum síðar.
Læknirinn skrifar venjulega á lyfseðilinn, hvernig beri
að taka inn meðalið og lyfsalinn endurtekur þau fyrir-
mæli á meðanum á meðalaílátinu. Þegar meðalið er tekið
inn eða gefið, er nauðsynlegt að vita nákvæmlega, hvernig
á að nota það, og ber því að lesa gaumgæfilega notkunar-