Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Qupperneq 7

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Qupperneq 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 5 indum í kviðarholinu, ef ekki er vitað með vissu, af hverju verkirnir stafa. Laxerolían er sennilega það hægðameðal, sem mest er notað hér á landi, en auk hennar eru ýmis önnur meðul notuð, t. d. parafínolían, sem hefur eingöngu mýkjandi áhrif á hægðirnar og er því algjörlega hættulaus, senna- og manna-saft, milt hægðameðal, sem aðallega er notað handa börnum, margskonar pillur, og þá sérstaklega sagradapillur, cascalínpillur og svonefndar Brandreths- pillur. Þær síðasttöldu eru samsettar úr mörgum efnum og hafa talsvert sterk áhrif. Ýms sölt eru líka mikið notuð sem hægðameðul. Af þeim, sem algengust eru hér á landi, niá nefna Karlsbaðsalt og magnesíumsúlfat. Eins og áður er tekið fram, getur það stundum verið hættulegt, að taka inn hægðameðal, og á hverjum lyf jaskáp ætti því að standa skrifað, að hægðameðal megi aldrei nota við magaverkj- um, sem menn vita ekki orsakir til. Önnur lyf, sem venjulega eru til á heimilum, eru kvala- stillandi lyf. Algengast er, að slík meðul séu notuð við höfuðverk, en þau eru einnig mjög notuð við svokölluðum gigtarverkjum, ígerðarverkjum, tannpínu og við öðrum verkjum af óþekktri orsök. Stundum eru þessi meðul einnig notuð sem svefnmeðul. Flestir höfuðverkjaskammt- ar innihalda phenacetín, acetanilid eða antifibrin, stund- um í talsvert stórum skömmtum. Það er ekki ráðlegt að uota acetanilid mikið, því að sé það tekið oft og í stórum skömmtum, getur það haft slæm áhrif á líkamann, og þó sérstaklega á blóðið og hjartað. Auk þess er alltaf hætt við, að menn venji sig á að nota þessi lyf í óhófi, og getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Sem svefnmeðul eru einnig mikið notuð barbitursýra °g sölt úr barbitursýru. Þau algengustu eru: veronal, medinal, luminal, altonal, dial o. fl. Þetta eru sterk svefn- meðul og hættuleg, séu þau tekin í of stórum skömmtum, enda er ekki leyfilegt að selja þessi lyf hér á landi, nema

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.