Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Qupperneq 11
L J ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ
9
Laxerolia. Kröftugt hægðameðal. Fyrir fullorðna er
mátulegt að taka 1—2 matskeiðar. Laxerolíu er ekki rétt
að nota við langvarandi hægðatregðu.
Senna- og mannasaft. Milt hægðameðal fyrir börn.
Fyrir ungbörn er 1 teskeið hæfilegur skammtur og fyrir
stærri börn 1 barnaskeið.
Parafínolía. Milt hægðameðal, sem nota má við lang-
varandi hægðatregðu. Skammtur fyrir fullorðna 1 mat-
skeið einu sinni til þrisvar sinnum á dag.
Natríum bicarbonat (natron). Mikið notað við brjóst-
sviða. Skammtur: 1 teskeið í glasi af vatni.
Aspirín. Mikið notað við allskonar verkjum. Skammt-
ur: 1—2 töflur á Vá g. með minnst 4 tíma millibili.
Vaselin, coldcream og zincáburður. Þessa áburði má
nota við aftaki, sólbruna, sprungum í hörundinu o. fl.
Auk þessa, sem upp hefur verið talið og geyma á í lyf ja-
skápnum, er gott, að til séu á heimilinu nauðsynlegustu
hjúkrunaráhöld og þá fyrst og fremst hægðaskál, stól-
pípa með tilheyrandi gúmmíslöngu og könnu, hitamælir,
hitapoki eða hitaflaska og vatnsþéttur dúkur, sem nota
má við bakstra.
Þess verður að gæta, að lyfjaskápurinn sé hafður á
öruggum stað, þar sem börn geta ekki náð til hans. Hver
flaska, krukka eða askja, sem 1 skápnum er, verður að
vera greinilega merkt. Gíeymið ekki gömul meðul, sem
hætt er að nota. Hafið aðeins þau meðul í lyfjaskápnum,
sem heimilisfólkið þarf nokkuð oft á að halda.
Nýskipaðar ljósmæður.
1. jan. 1944 voru 3 ljósmæður lögskipaðar í Reykjavík,
og eru þá 4 ljósmæður lögskipaðar í höfuðstaðnum. En
um langt skeið hafa þær aðeins verið tvær, en önnur þeirra
lét af störfum síðastliðið haust.