Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 10
44 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ bezt og koma þeirra málum á því sviði svo langt áleiðis í umbóta átt, sem framast er unnt.“ Var það samþ. með öllum atkvæðum. Þar næst vakti fundarstj. máls á því, að form. Ljós- mæðrafélagsins, frk. Þuríður Bárðardóttir, hefði marg ítrekað það á aðalfundum félagsins, hve nauðsynlegt og sjálfsagt það væri, að ljósmæður, sem lögskipaðar væru í kaupstöðum, semdu sjálfar um laun sín við forráðamenn þess kaupstaðar, þar sem þær störfuðu, en væru ekki bundnar launalögum Ijósmæðrastéttarinnar. Skoðanir hennar kvað fundarstjóri enn óbreyttar í þessu máli, og væri nú gott að heyra álit viðstaddra ljósmæðra úr kaup- stöðum utan Reykjavíkur. Um þetta var mikið rætt og á ýmsa vegu. 1 sambandi við það var vakið máls á, hve nauðsynlegt og maklegt það væri, að ljósmæður fengju ókeypis síma samanborið við aðra starfsmenn sveita- og bæjarfélaga. Að lokum kom fram þessi tillaga: „Fundurinn felur stjórninni að athuga möguleika fyrir því, að lögskipaðar Ijósmæður í kaupstöðum landsins gjör- ist starfsmenn bæjarfélaganna með skyldum og réttindum, sem því fylgja. Einnig að fylgja því fast fram, að þær fái ókeypis síma, hliðstætt við aðra opinbera starfsmenn, sem inna af hendi áríðandi störf á nótt sem degi.“ Var tillaga þessi samþykkt í einu hljóði. Taldi fundurinn rétt, að leitað verði álits hlutaðeigandi ljósmæðra, áður en endanleg ákvörðun verður tekin um þetta mál. Að þessu loknu var gengið til kaffidrykkju. Undir borð- um talaði Þórdís Carlquist ljósmóðir um nauðsyn góðrar samvinnu með ljósmæðrum. Að kaffidrykkjunni lokinni tilkynnti fundarstjóri, að fresta yrði fundi til kvöldsins, því að ennþá væru mörg mál órædd, sem taka mundu nokkurn tíma. Því næst var fundur settur kl. 9 e. h. í kennslustofu Læknaskólans í Landspítalanum. Mættar voru 32 ljósm. Fundarstjóri las þá upp nokkur áhugamál, sem form., frk.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.