Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐR ABLAÐIÐ 41 fylgi“, og mun sá annmarki lengst fylgja almennum fæð- ingarstofnunum, að þar verði illa komið við þeirri einangr- un og öðrum sóttvörnum, að ekki verði jafnan nokkur sótthættuauki af sambýlinu, er leitt geti jafnvel til leiðra slysa á konum og börnum. Á farsóttatímum margfaldast sú hætta, auk augljósra allsherjar vandræða, sem af því hljóta að leiða, er fæðingarstofnun, sem fjölmenn byggð á allt undir um fæðingaraðhlynning, verður fyrir- varalaust að loka af sóttvarnarástæðum. Þessir annmark- ar eru þó ekki umtals verðir, þegar á móti kemur öryggi, sem gerir betur en vega á móti þeim, svo sem telja verð- ur, að eigi sér stað, þegar til er að dreifa afbrigðilegum fæðingum, heimilislausum konum eða konum frá heimil- um, sem einhverra hluta vegna hafa lítil eða engin tök á að sinna sængurkonu. Því er að þessu vikið, að markið þykir engan veginn sett nógu hátt með því einu að gera greiðan aðgang að góðri fæðingarstofnun. Er hærra stefnt og mæðrum og ungbörnum bífið enn meira öryggi með því að gera sem allra flest heimili með einhverjum ráðum þess umkomin að veita heilbrigðum konum á barnssæng þá aðhlynning, að þær geti áhættulaust alið börn sín heima, tryggðar þeirri baktryggingu, að hverri konu megi fyrirvaralaust koma á sjúkrahús eða fæðingar- stofnun, jafnskjótt sem eitthvað ber út af heilsu hennar eða gang fæðingarinnar. Varnir gegn kynspiílingu. Til þeirra má telja, þó að lítið fari fyrir, framkvæmd laga um afkynjanir og vananir, og er einkum að því stefnt, að fávitar og annað vanmetafólk í andlegum efn- um, svo og þeir, sem haldnir eru arfgengum sjúkdómum, auki ekki aðgæzlulaust kyn sitt. Nokkurs misskilnings hefir gætt um það, hvert sé hlutverk nefndar þeirrar, sem mál þessi hefir með höndum samkvæmt lögum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.