Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1947, Page 9

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1947, Page 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 19 ýmsar aðrar heldri manna konur þar um sveitir á þeim tímum. En Guðrún í Árnanesi var mikils metin ljósa 2—3 kynslóða sveitarinnar. Með því að héraðslæknirinn var f jarverandi úr héraðinu, þótti styrkur að því, að Eymundur væri nærri staddur. Hann kom með töng sína upp á vasann. Barnið skilaði sér, en áverki lítils háttar á hvirfli þess bar því vitni, hvar rjálað hafði verið við. Þorleifi duldist ekki lengi, að sú aðgerð hafði engin áhrif getað haft á gang fæðingarinnar, enda liggur í augum uppi, að „fæðingarlæknirinn" hefði með jafngóðum og reyndar betra árangri mátt klípa tönginni í nefið á sjálfum sér.“ Með frásögn þessari staðfestir landlæknir sem „sann- fræði,“ að Eymundur hafi smíðað tengur og notað þær við barnsfæðingar. R. Á. gerir ekki tilraun til þess að lýsa töngunum í frásögn sinni. Það höfðu því allir frjálst val að gera sér hugmyndir um lögun þeirra og notagildi eftir eigin geðþótta. Nú hefur landlæknir fullkomnað þenn- an þátt frásagnarinnar svo, að ekkert virðist skorta þar á annað en, að uppdráttur sá, er hann hefur undir höndum, komi fyrir almanna sjónir. Er vonandi, að hugur og heili Þorleifs Jónssonar hafi stýrt hönd hans jafn vel við drátt- listina og tungunni við sögusögnina. Verður þá ekki með sanni sagt, að hann hafi látið neins ófreistað til að þakka svo sem vera ber þeim, er veittu konu hans hjálp við fæð- ingu frumburðarins. Að lokum ræðst landlæknir harkalega á „skottulækn- ingar“ og ,,skottulækna,“ rétt eins og hann beri kvíðboga fyrir, að þjóðin þoli ekki að heyra frá þeim sagt án þess að fá löngun til þess að endurvekja þá til starfa. Sjálfur gefur hann þó svo glögga skýringu á hvers vegna til þeirra var leitað, að á betra verður ekki kosið, þar sem hann segir, að þeir hafi verið „kallaðir,“ þegar „ekki náðist til lærðra lækna.“ Og virðist í ljósi þessara upplýsinga lítil réttsýni að áfellast eða telja til vanvirðu sjúku fólki, þó

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.