Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1922, Blaðsíða 3
TÍMARIT V. F. í. 1922.
25
staklega kunnugum mönnum, og á þessu strandar það, að S ú g a n d a f j ö r ð u r gæti verið örugg
nauðhöfn fyrir þá báta, er stunda veiðar í ísafjarðardjúpi, en þeir eru ekki fáir.
Frá Bolungarvík 30 mótorbátar með um 70 skipverja, 15—20 róðrarbátar með um 80
skipver j a.
Frá Hnífsdal óg ísafirði um 30 mótorbátar með um 160—170 skipverja, um 20 róðrar-
bátár með um 100 skipverja.
Frá Súðavík í Álftafirði 9 mótorbátar með 50 skipverjum, og um 18 róðrarbátar með
um 70 manns.
Frá 0 g r i 22 bátar alls með 70 manns.
Frá S n æ f j á 11 a s t r ö n d 20 róðrarbátar með 70 manns.
Frá Slj ettú alls 36 bátar með 163 skipverja.
Frá í s a f i r ð i ganga auk þess mörg þilskip til fiskveiða, og munu alls vera 50 slík skip í
sýslunni.
Lendingar við D j ú p i ð eru víða illar og örðugt að ná heim í vondum veðrum. Sjór er hjer
stundaður alt árið.
þegar hingað er komið, fer landið að verða svo strjálbygt og ffjment, að veiðistöðvar eru ekki telj-
andi, enda óvíst hvort nokkur mannvirki hlaðin út í sjó mundu standast ísrek það, sem oft kemur hjer.
Frá F 1 j ó t u n u m eru róðrar stundaðir eitthvað á vorin og sumrin, en um veiðistöðvar er eigi
að ræða, sem fara mundu fram á dýrar lendingabætur, því næsta sýsla, sem tekur við, er S t r a n d a-
sýsla, sem alls hefir um 25 báta með 3—4 mönnum á hverjum, eða um 90 skipverja. þar byrja fisk-
veiðar ekki fyr en í júní, en úr því er stundaður sjór fram til jóla, þegar gæftir eru. Alt lítur út
til þess, að firðir þeir, sem skerast inn í S t r a n d i r, svo sem I n g ó 1 f s f j ö r ð u r, Ó f e i g s f j ö r ð-
u r, T r j e k y 11 i s v í k, Norðurfjörður og R e y k j a r f j ö r ð u r, verði með tímanum síldveiða-
stöðvar, og þá verða það fjelögin, sem reka atvinnu sína þar, sem endurbæta það, er þurfa þykir,
atvinnuvegi og rekstri til eflingar. Ýfirleitt er veiðitími við norðurströnd landsins hásumarið og fram
eftir haustinu, þangað til ótíð og frost banna lTekari sjósókn.
Hjer er nú komið inn í H ú n a f 1 ó a’ en úr H ú n a v a t n s s ý s 1 u er sjór lítið stundaður. 1
V i n d h æ 1 a h r e p p i eru þó bátar taldir 7 að tölu, með 4 menn á hverjum. Alltítt var það áður, að
kaupmenn á Blönduósi og Skagaströnd fengu Sunnlendinga til að vera formenn fyrir bátum
á sumrum. Kálfshamarsvík er skjólgóð í mörgum áttum og leita skip þangað oft til að liggja
af sjer veður. Á öllu svæðinu fyrir Norðurlandi er íshætta.
Skagaf jörður.
Skagaf jörður tekur nú við. Eru fiskveiðar stundaðar frá ýmsum hreppum í kringum fjörð-
inn, og er H o f s h r e p p u r (að austanverðu) efstur á blaði með 6 mótorbáta og 11 róðrarbáta, 66
skipverja. I D r a n g e y var lengi útræði á vorin og lágu menn þar við. 1915 öfluðu bátar þeir, er rjeru
til fiskjar úr sýslunni, um 16 tonn af þorski, 12yo tonn af smáfiski, auk annara fiskitegunda. Voru bát-
arnir 55 að tölu, mótorbátar þar með taldir, og voru 3—4 menn á hverjum bát.
í S k a g a f j a r ð a r p r ó f a s t s d æ m i eru um 4400 manns. Er sveitin hin besta með 500
býlum. Eins og aðrir flóar og firðir á Norðurlandi, fyllist Skagafjörður af ís, þegar hafís rekur að
landinu. Nýlega var minst á það í blöðunum, að h ö f n i n við Sauðárkrók (Sauðárkrókshöfn) væri
að versna frá því er vár. 1903 og 1909 var höfn þessi mæld upp, 1903 var áætlun gjörð um 80 faðma
langan brimgarð út frá eyrinni við krókinn, og áætlað þá, að hver faðmur mundi kosta 1000 kr. Síð-
ustu árin hefir sjórinn brotið svo úr bökkum, að bæi, sem þar stóðu fyrir utan Gránufjelagshús, hefir
orðið, að flytja, og athuganir manna eru þær, að fra 1909 hafi höfnin grynkað um einn faðm. f sumar
(1918) er verið að mæla hana, og fæst þá full vissa fyrir ágiskuninni. Garður hefir Verið hlaðinn og
búkki settur þar sem sjór hefir gengið mest á land, en við það hefir mölin við eyrina aukist að mun.
Haganesvíkin er í Skagafjarðarsýslu. paðan róa um 10 bátar með 50 mönnum.
Ey jaf jarðarsýsla.
S i g 1 u f j ö r ð u r, hin mikla síldveiðastöð, er nú flestum kunnur hjer á landi og víðar. Auk
síldveiðanna eru þorskveiðar stundaðar, og hafa mótorbátar frá Vesturlandi og jafnvel úr Reykjavík
verið þar að þorskveiðum yfir síldartímann, enda gnægð af beitu. Hákarlaveiðar voru miklar
frá þessum firði á fyrri árum og sjósóknarar voru þar, sem orð fór af.
H j e ð i n s f j ö r ð u r liggur fyrir opnu íshafinu og fyllist oft af ís.