Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1922, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1922, Blaðsíða 7
TÍMARIT V. F. I. 1922. 29 HAFNARRANNSÓKNIR Fylgiskjal 6 STJÓRNARRÁÐS ÍSLANDS 1917—1921. Fiskirannsóknir 1917—1918. Utdráttur úr skýrslu til stjórnarráðsins* eftir Bjarna Sæmundsson. (Andvari 1919, bls. 40—50). í Njarðvíkum voru í sumar 4 mótorbátar 10—15 tn., á Magnús einn þeirra allan og tvo í fjelagi með öðrum. Til þess að ferma og afferma báta sína hefir hann gert fyrir eigið fje 60 m langa bryggju úr steini og trje niður undan bæ sínum. Hún stórskemdist í fyrra vetur í norðanstór- viðri, því að þar vantar nauðsynlegan skjólgarð, til þess að verja bryggjuna sjávarróti í NA-stormum, bæði hana og annað merkilegt mannvirki, sem Magnús hefir látið gera í fjelagi við mótorbátaeigend- ur í Keflavík, en það er ágæt dráttarbraut fyrir mótorbáta; hún var gerð veturinn 1916—17 og er víst hin fyrsta við Faxaflóa utan Reykjavíkur. Brautin getur nú tekið á móti 6—8 bátum í einu, og má stækka hana (færa hana út til hliðanna) eftir þörf. —•---------------- Bátalegan á Njarðvík er allgóð skipalega, ágætlega varin í öllum áttum, nema NNA. Víkin er 1 km breið á milli Hákotstanga og Klapparnefs hjá Höskuldarkoti, og er um 5 faðma djúp um fjöru þar í opinu, en 3 faðma, þar sem bátarnir liggja; að henni liggur lágt land á allar hliðar og gott á land að leggja, en botn víðast möl, nema lítill leirblettur á legunni. Til hafnarvirkja er óþrjótandi efni í klöppunum út með sjónum hjá Ýtri-Njarðvík og mjög skamt að flytja. þar hygg jeg auðgerð- asta höfn syðra. Frá Njarðvík fór jeg að Sandgerði og dvaldi þar tvær stórstraumsfjörur yfir; fjekk jeg því góða hugmynd um bátaleguna við þessa miklu, nýtísku verstöð Suðurnesja.mótorbátaverstöðina mestu hjer á landi í svipinn, þar sem stundum liggja á vetrarvertíð alt að 80 stórir og smáir mótorbátar í einu, og saman er komið á sjó og landi um þúsund manns.---------------------- Höfnin er í sjálfu sjer allgóð fyrir smáskip, enda þótt hún liggi fyrir opnu Atlantshafinu, því að hún er vel varin fyrir öllu hafróti af S og SVV, af Býjaskeri, það eru hraunklappir og sker, sem liggja fyrst einn km beint út frá landi í vestur og svo hálfan km til norðui's, en hún er mjög opin fyrir NV- og N-hafróti, og við það bætist, að hún er alt of grunn. Að vísu er botninn sandbotn og allgóður haídbotn, en sker standa upp úr (hraun sennilega alstaðar undir) og um stórstraumsfjöru þornar hún á stóru svæði og stórir mótorbátar fljóta þá rjett aðeins þar sem dýpst er (9’). Væri að- eins um fáa báta að ræða, mætti hún teljast allgóð, en með þeim mikla bátafjölda, sem þyrpist þar saman, má segja, að mjög sje teflt á tvær hættur, þar sem þrengslin verða svo mikil, og kæmi ofsaveður og hafrót af NV, samfara stórstraumsflóði, er hætt við að stórslys gæti orðið — jafnvel á húsum og öðrum mannvirkjum í landi. Með núverandi verði á skipum taldist okkur Ólafi sál. (hann ljest því miður í inflúensunni í vetur), að 80 bátar af því tægi, sem þar liggja á veturna, 15—20 og 30— 40 tn. stórir (að meðaltali 20 tn. á 2000 kr. tn.) vera nær 3 milj. kr. virði, fyrir utan veiðarfæri og annan útbúnað, sem ekki telst beint til skipsins. það verður mikið fje. það er því næsta eðlilegt, að menn hafi fyrir löngu fundið þörfina á því, að fá Sandgerðisvík gerða fullörugga fyrir mótorbáta á vetrarvertíð. Aðsóknin að henni sýnir best, að hún liggur ágæt- lega við til þess að stunda þaðan veiðar á öllu hinu víðáttumikla og fiskauðga svæði milli Eldeyjar og Vestrahrauns, og margar mílur beint á haf út (Eldeyjarbankann, Hafnasjó, Miðnessjó og utanverð- an Garðsjó). Hinsvegar verða erfiðleikarnir á því að gerá þar örugga höfn, sem alt af má leita til, hvernig sem á stendur, mjög miklir. það þarf að hlaða upp í sundin milli skerjanna í eyrinni, hækka ytri eyrina og lengja norður að mun, þrengja leiðina inn, rrieð varnargarði gegn norðaustan- og norð- anstórsjó, og loks dýpka leiðina og sem mest af höfninni, en í henni er sennilega hraunbotn undir þunnu sandlagi. Alt þetta hlýtur að kosta svo mikið fje, að miljónum hlýtur að skifta, ef þá t. d. nokkur veruleg dýpkun er gerleg. En bæta mætti hana sennilega fyrir minna fje. Ókunnugt er rnjer, hve gott er að fá grjót í nógu trausta garða, en sennilega er nóg af því uppi í heiðinni. Frá Sandgerði fór jeg inn í Garð. Garðurinn er, eins og kunnugt er, mikil veiðistöð, er ligg- *) Skýrslan öll er prentuð í Andvara 1919, bls. 27—85.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.