Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1922, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1922, Blaðsíða 8
30 TÍMARIT V. F. í. 1922. ur ág-ætlega við veiðum, þar sem hann er yst á norðurtá Reykjanesskagans, í þjóðbraut fyrir öllum fiskigöngum inn í Suðurflóann, með Miðnessjóinn á aðra hönd og Flóann á hina, og tiltölulega nærri djúpmiðum Flóans, Rennum og Jökuldjúpinu. En plássið er mjög fyrir opnu hafi á allar hliðar og ekk- ert afdrep í neinni átt, nema S—SV, þegar vindur stendur af landi og engin sker nje hólmar svo nokkru nemi úti til varnar. Mótorbátar (voru nú 4) geta alls ekki legið þar, nema um hásumarið, og getur orðið fullslæmt þá, því að afar harðir straumar eru þar að jafnaði og ýfa allan sjó. Haust og vetur er því ógerningur að stunda þar veiðar, nema á opnum skipum, sem setja má á land eftir hvem róður. Lendingarnar í Gerðum (sem nú er verslunarstaður) og í Vörum (Varaós) hafa verið lag- aðar töluvert og á síðari staðnum fyrir opinbert fje að nokkru leyti, en þar þarf nú að laga betur. Auk þess eru Garðmenn að hugsa um að fá höfn fyrir mótorbáta í Króksós fyrir utan Gerða. Ós þennan skoðaði jeg um blásandi fjöru. Hann er ekki annað en grunt fjörulón, sem tæm- ist að mestu um stórstraumsfjöru, en flöt fjara úr lausagrjóti og klöppum á báðar hliðar og mjór og grunnur ós til sjávar. Ekki get jeg skilið, að þar geti verið að tala um að gera höfn, sem nokkurt veru- legt lið verði að, nema því aðeins, að grafið væri inn í síki, sem er fyrir ofan malarkambinn. En hvernig sem að væri farið, hlyti höfn á þessum stað að verða afardýr og efni í garða ekki í nánd niður við sjóinn, en líklega nóg fyrir ofan plássið. Króksós var mældur ýtarlega í sumar að tilhlut- un landsstjómarinnar og mun verkfræðingurinn (Kirk) víst bráðlega láta uppi álit sitt á hafnar- gerð þar. Úr Garðinum fór jeg inn í Keflavík og kom við á leiðinni þangað í Leirunni. þar er nú einn mótorbátur, en þar er svipað og í Garðinum: plássið fyrir opnu hafi (Faxaflóa). pó er þar betra að því leyti, að var er í fleiri áttum, SA—V, og úti fyrir ströndinni, fram undan Bakkakoti, er allstór hólmi og sund fyrir innan, sem að vísu er æði grant, en þar mætti þó líklega laga eitthvað fyrir ein- hverja ekki mjög háa fjárapphæð. Sagt var mjer þar, að hafnaverkfræðingum mundi lítast best á til hafnargerðar þar i Bergvík, við ytra enda Hólmsbergs. þar er mjög aðdjúpt, svo að garðar þar mundu verða mjög dýrir. í Keflavík er töluverður mótorbátaútvegur (8 bátar voru þar í sumar), en legan mjög slæm í NA—A-átt. Ef gera ætti lokaða höfn, eða verja leguna með öldubrjótum, hlyti það að kosta afar mikið, vegna þess, hve víkin er djúp (10—15 faðmar), en efni er þar nóg við hendina í Hólms- bergi og Vatnsnesklettum. Menn hafa verið að hugsa um bryggju þar fyrir mótorbáta að leggja að, en engin framkvæmd orðið á því enn. Aðsóknin að Sandgerði og þrengslin þar á víkinni, samfara þörfinni á vetrarfiskihöfn við út- hafið hafa leitt til þess, að menn hafa farið að leita fyrir sjer annarsstaðar á ströndinni milli Garð- skaga og Reykjaness og hafa þá helst fengið augastað á vogi þeim eða vík, sem gengur inn milli Stafnneslands og Hafna og nefnist Ó s a r (Ósabotnar). Hann er nál. IV2 km á breidd og 3—4 km á lengd og skerst inn í miðjan skagann. Fyrir innan Kirkjuvogshverfi er skerjaklasi þvert yfir þá, með þröngum sundum eða ósum á milli, en fyrir innan hann er allbreiður sjór, skerjalaus og nokkuð dýpri en sundin, en þó grannur, og tæmist svo mikið með útfalli, að ekki er meira en 1—3 m dýpi og beljandi straumur út og inn á milli skerjanna með útfalli og aðfalli og um fjöra er ávalt miklu lægra í fyrir utan en innan (getur munað V/2 m). Fyrir utan skerin er öll víkin mjög grunn, 3—4 m um stórstraumsfjöra. Hún er opin fyrir öllum vindum frá SV til NV, og brýtur yfir hana þvera, þegar mikil brim era af þessum áttum. Nú hafa menn verið að hugsa um mótorbátahöfn inni í Ósunum fyrir, innan skerin, og í sumar var víkin og Ósarnir mæld nákvæmlega að tilhlutun landsstjórnarinnar. Eg kom ekki á þessar slóðir í sumar, en er þar allvel kunnugur. Eflaust mun það miklum erfiðleikum bundið að gera þama höfn, sem ávalt megi leita til, hvernig sem á stendur (vetrarhöfn handa mótorbátum), einkum vegna þess hve grunt er, og mjög hætt við því, að alstaðar sje hraun undir í botni, einnig þar, sem sandur eða leir er ofan á. Og það er ekki nóg að dýpka leiðina inn á milli skerjanna, heldur verður einnig að dýpka sjálfa leguna fyrir innan, því að annars verður hún þur um fjöru; svo yrði líka að dýpka leið- ina út úr brimgarði, ef bátar ættu að geta leitað þangað, hvernig sem á stæði. petta alt mundi kosta afarmikið fje, ef það annars er gerlegt, og þá væri líklega eins gott að byggja garða fyrir utan vík ina, t. d. frá Kirkjuvogslandi og verja hana þannig. En öruggur garður, sem ætti að standast haf- rótið og loka hæfilega mikið, því að víkin er breið, mundi kosta miljónir, og þá væri sennilegast ekk- ert unnið við að hætta við Sandgerði, því þótt Ósarnir liggi ágætlega við veiðum á svæðinu milli Eld- eyjar og Garðskaga, þá liggja þeir ekki betur við en Sandgerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.