Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1922, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1922, Blaðsíða 5
TÍMARIT V. F. I. 1922. 27 ing í voginn er skerjótt mjög. Svo er Fílavogur vestan á eyjunni, en hann er þröngur, fyrir opnu hafi, og haldbotn er slæmur. Berufjörður hefir verið álitinn góður staður að leita til, en þokur eru þar tíðar og langvar- andi. Til þess að komast til Berufjarðar sunnan úr Lónsvík í dimmu, þarf að leggja leið sína fyrir utan P a p e y, en á þeirri leið eru einnig sker langt undan eynni. Selskerin, Heim- asti-boði, Miðsker og Ystiboði. En þar eð búast má við að kompásar í öllum mótorbátum vísi meira eða minna frá hinu rjetta, og að formenn ekki ávalt sjeu vissir um, hve mikil sú skekkja er, þá er hjer einnig um hættu að ræða, þar sem við það bætist að ferðin (hraði) yfir grunnin verður ónákvæm sökum strauma. Auk alls þessa, sem nú er talið, æða straumar oft yfir þetta svæði með hafróti miklu, á þeim tíma árs, sem mönnum leikur hugur á að sækja umgetna fiskislóð. Austfirð- ingar hafa nú augastað á þrem stöðum, sem þeir ætla að ekki muni ókleyft að gjöra mótorbáta- höfn, eða brimgarð, sem veitt gæti skjól í hinum verstu áttum. pessir staðir eru: Hvalneskrók- ur við Eystrahorn, Papós og Hornaf j arðarós, Um Hvalneskrók hefir verið ritað í Ægi, en það er af ókunnugleika gjört og eftir annara sögusögn. Hr. ingeniör Kirk hefir á yfirreið sinni í sumar skoðað krókinn og gefur væntanlega skýrslu um hann. Svo sýnir hið nýja kort nr. 193 (14. maí 1918) mál þetta frekar. Hvalsneskrók- u r er ekki f 1 ó i, v í k eða f j ö r ð u r, aðeins vik eða b u g ð a á ströndinni, sem blasir beint við út- synningum og vestanáttum, og dýpi er þar svo, að fáa faðma frá landi eru um 30 fet. Auk þess er Krókurinn svo langt frá híbýlum manna, að hvorki væri um viðgerð eða annað að ræða, mönnum til hjálpar í nauð. Ogþegar tilliter tekið til þess, þá gæti svo farið, að þeir bátar fengjust ekki vátrygðir, er væru að veiðum fyrir sunnan land, og hefðu aðeins stað án tækja og verkfæra til viðgerða, að staðnæmast á milli róðra, eða að flýja til í ofsaveðrum. Papós virðist þó skárri, þegar á alt er litið, en leiðin inn á lægi er vandrötuð og hana fara ekki aðrir en kunnugir. 2 km frá ósnum er bær, og sem stendur mun ábúandinn ekkiþekkjahinarjettu 1 e i ð, hvað þá aðrir. Straumur í ósnum er stríður, nær alt að 6 m í 1 n a h r a ð a, og með út- straum oft miklir brotsjóir fyrir u t a n ósinn. H o r n a f j a r ð a r ó s er hættuleið vegna hins mfkla straums, sem þar er. Er skipum þeim, sem inn í höfnina ætla, gefin merki frá A u s t- u r f j ö r u t a n g a. Er þar merkistöng reist og merkin geíin með kúlum. Straumskifti verða 1 klukkutíma eftir að flóð og fjara hafa verið. Er inn úr ósnum kemur, eni eyjar og hólmar í firðinum og skjól nóg. Mönnum hefir dottið það í hug, að minka mætti strauminn 1 Hornafjarðarós að miklu eða öllu leyti, með því að g r a f a s k u r ð i gegnum sandana og fá útrensli vatnanna annarsstaðar; tækist það, líkja kunnugir menn innsiglingu þeirri, sem þá mundi verða í Hornafjörð, við innsiglingu í V e s t m a n n a e y j u m. Einn staður er enn, sem ekki hefir veiið tilnefndur, en það er Hornsvík milli Hafnartanga og Stokksnes. pangað er hrein leið og er dýpi í mynni víkurinnar 13—15 metrar og smágrynnir til lands að 5,5—3,5 m, 200 metrum frá botni víkurinnar. Yst á hinum lága Hafnartanga er klettur og 90—100 m fyrir utan hann er b 1 i n d s k e r, og í miðri víkinni er landfast sker, sem ávalt er upp úr, og nær það um 190 metra út frá fjörunni, og hlýtur það að gefa skjól. Ekki þarf mikið til þess að brjóti fyrir utan oddann á Stokksnesi, alt að 550 m frá landi. 1 útsynningum og vestanátt er þama skjól af Stokksnes- i n u og ládeyða í öllum norðlægum áttum, en fyrir austan og suðaustan vindum er víkin opin, og mun þá mikill ósjór vera á henni í stormum. Að öllu samanlögðu virðist þessi staður hafa ýmsa kosti til að bera , sem væru þess verðir, að þeim væri gaumur gefinn. Allir sjá þörf einhvers afdreps fyrir þá báta, sem hætta sjer suður í Lónsdjúp til veiða um h á v e t u r, og eru það litlir, að birgðir af m a t, s a 11 i og o 1 í u er ekki hægt að flytja, og eru auk þess engin skip til að standa á móti veðr um í Atlanshafi. Hjer tekur nú við sú hin mikla sandauðn, sem telja má frá Knappavalla- ós og Ingólfshöfða, sem rís eins og eyja upp úr söndunum. paðan heldur sandauðnin áfram, fram með Meðallandsbugtinni. Allir sandarnir eru skornir í ám og elfum og er þar fjöldi ósa við ströndina, svo sem Tangaós, Svínaf ellsós, Síki, Markós, Veiðiós, Blautiós, E y s t r i-M elós, Vestr i-M elós, Rauðabergsós, Nýiós, Hvalsíki, Veiðiós og Skaftárós. Milli Rauðabergsóss og Nýjaóss, nokkuð frá ströndinni, er s æ 1 u h ú s það fyrir skipbrotsmenn, er konsúll Thomsen ljet reisa. Sandar þessir eru einu nafni nefndir Skeiðar- ársandur. Rennur Skeiðará á austurtakmörkum hans, en að vestanverðu eru Núpsvötn; þau eru margar kvislir, sem koma saman í Vatnamóti, og er Hvalsíki ós úr þeim til sjávar, en þar fyrir vestan er Brúnasandur. Meðallandsbugtin er talin frá Ingólfshöfða að Kúðafljóti. Á öllu þessu svæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.