Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1923, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1923, Blaðsíða 11
TÍMARIT V. F. í. 1923. 7. Miðlunarskilyrði. Vatnsrenslið í Andakílsá virðist í fljótu bragði vera nokkuð ójafnt þegar tekið er tillit til þess hversu Skorradalsvatn er stórt. Það breytist ekki aðeins frá misseri til misseris heldur og oftast frá degi til dags. Minst er renslið í júlí, ág., eða sept. og getur það komist niður í 2 m3/sek. og jafnvel niður fyrir það skamma. stund í þurrum árum. 2 m3/sek. samsvar- ar ca. 10 sek. lítra rensli af km2 af vatnasvæðinu. Sjest af því að Skorradalsvatns gætir tálsvert, því án þess mundi lágrenslið hæglega geta komist niður í 4—6 lítra af km2. Meðal vatnsrenslið á árinu er..............12 m3/sek. — — í 5 þurrustu mánuðum ársins er............4,5 - — Minst rensli í jan., febr., okt., nóv., des. 4,0 - — — — í mars, apr., maí, júní ... 7,0 - — — — í júlí, ág., sept...........2,0 - — Nothæft afl án miðlunar vrði þá með 50 m fallhæð: Vetur og haust 5 mán. 2000 liestöfl. Vor 4 mán. 3500 — Sumarið 3 mán. 1000 8. Ræguriniðlun. Þessi áætlun gerir ráð fyrir að nota aflið fyrst um sinn til smáiðnaðar og heimilisnota, má þá við hai'a dægurmiðlun með því að gera vatnsuppistöðuna nógu stóra. Má þá tvöfalda hestaflatöluna eða vel það. Ef stýflað er upp i hæð -þ 62,0, sbr. 8. og 9. blað við 1. virkjun, fæst vatnsuppistaða fyrir 86000 m3, en það er nægilegt fyrir dægurmiðlun á 2 m3 rensli á sek. og má þá auka aflið úr 1000 upp í vel 2000 hestöfl. 9. Miðlun í Skorradalsvatni, fæst með því að stífla fyrir vatnið og má með þvi móti nota vatnið betur en dægurmiðlun leyfir. Efri brún stýflu við vatnið yrði í hæð -þ 68,0, en það er lágt sumarvatnsborð. Lokur og ræsi verða að vera í stýflunni þannig að hleypa megi úr vatninu og halda því vatnsboi’ði sem vill á 1,5—2,5 metra hæðarmun. En grafa verð- ur niður fyrir þessu í öfri hluta árinnar. Á þennan hátt fæst 21—35 milj. m8 vatns, sem hægt er að nota 5 vatnsminstu mánuðina. Eykst stöðugt vatnsrensli við það um 1,7—3,0 m3/sek. Nú er minsta meðalrensli á þessum 5 mánuðum 4,5 m/3 sek., sem þvi mætti auka upp í 6,2—7,5 m3/sek. sam- svarandi 3100 og 3750 hestöflnm yfir sólarhringinn. Ef stýflan á fossbrún yrði hækkuð upp í liæð -f- 65,5 mætti nota dægurmiðlun á þessu rensli og auka við það aflið að minsta kosti tvöfalt. 11 . Ef stýflan er enn hækkuð upp í hæð -j- 68,0 verður vatnsborðið jafnhátt og í Skorradalsvatni, eða alt er orðið að einni vatnsuppistöðu er skilja má í tvent við stýfluna við vatnsósinn. Þá er hægt að geyma 37 milj. m3 og miðla vatninu með 10 m* rensli á sek. En það er meðalrensli í þurrum árum. Fallliæðin er 56,8 m svo að fá mætti 5680 liest- öfl látlaust dag og nótt en með dægurmiðlun 12000 til 14000 hestöfl. Ef stýflurnar yrðu liækkaðar um 0,5 m enn, mætti auka vatnsaflið um 10—15°/0 með fullkominni miðlun ; yrði þá aflið 6500 hestöfl stöðugt (mest 16000 hestöfl, vjelaafl). Þessa hækkun mundi mega gera án þess að verulegar skemdir yrðu á engjum. 10. Notkun vatiisaflsins. Það er ekki hægt að nota alt þetta afl í sýsl- unni til sveita- og heimilisþarfa eða þess iðnaðar sem nú er hægt að hugsa sjer og jafnvel ekki þótt farið væri út yfir sýslutakmörkin, nema ef farið væri alla leið til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Virkjunin er tiltölulega. ódýr eftir því sem um er að gera. Aðstaðan er góð og landslagið heppilegt. Hjeraðið er tiltölulega þjettbýlt og landskostir góðir, svo að telja má að fyrirtæki þetta hafi flest þau skil- yrði til að bera, sem hjer eru fáanleg i þessu efni fyrir sveitarafveitu, til þess að fyrirtækið geti borið sig og orðið til þeirrar farsældar sem vænta má af því. — 11. lláspentar afltaugar. Fjarlægð Andakílsfossa frá Borgarnesi er 23 km ef farið er um Hvítárvelli en 18 km. um Hvítárós. Frá fossum niður á Akranes, yfir Dragaháls, Leirá, norðan Akrafells, eru 50 km. Fjarlægðin frá fossum yfir Dragaháls og Eyri niður á Hvalfjarðarströnd að Galtavik eru 39,5 km. Stytsta leið frá fossum að Galtavík er norðan- vert við Iiafnarfjall fram lijá Seleyri og Leirá. Það eru 32 km. Stytsta leið til Borgarness er sömuleiðis um Seleyri og þar yfir Hvítá. Það eru 12 km og eru af því 1,8 km neðansjávar. Frá Galtavik til Reykjavíkur eru 40 km og til Hafnarfjarðar 43 km. Þá verður öll vegalengdin frá fossum 72 km til Reykjavíkur, 75 km til Hafnarfjarð- ar og eru af því 2,8 km. neðansjávar yfir Hvalfjörð. Á 6. blaði er háspent línukerfl dregið að mestu leyti eftir bæjarröðum, þó þannig að heppilegt kerfi komi fram. I 7. töflu eru taldir bæir og mannafjöldi við línurnar. Manntalið er tekið úr Hagskýrslunum 1919. Þá voru 400 jarðir með 440 býlum í sýslunni, og 3050 manns að vetri til, en 4500 að sumri. Borg- arnes og Akranes eru þá ekki meðtalin. 1 töflunni nr. 7 er hægt að sjá að 130 m háspent lína kemur á hvern íbúa til jafnaðar þar sem þjett- býlast er, en 365 m þar sem strjálbygðast er. Á hvert

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.