Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1923, Blaðsíða 12
12
TÍMARIT V. F. í. 1928.
býli koma 1-—2,5 km háspent lína eftir því hversu
þjettbýlt er. Meðaltalið er 230 m háspent lína á mann
og 1,7 km á hvert býli.
Ef Borgarnes og Akranes eru meðtalin bætast
'við 1300 manns og tölurnar lækka með ca. 35°/0,
niður í 150 m háspent lína á mann í allri sýslunni
og 1 km á býli og hús í kauptúnum og sveitum.
Öll háspenta línan er 650 km heim á hvern bæ.
12. Spennistöðvar og lágspentar línur.
Ekki er hægt að nota raforkuna háspenta og
verður því að afspenna hana. Það er gert í spenni-
stöðvum sem liggja hver við sinn bæ eða bæjahverfi,
en frá spennistöðinni liggja lágspentar taugar heim
á býlin.
I 7. töflu sjest að 10,6 manns koma til jafnaðar
á hverja spennistöð í sveit eða 1,92 km háspent lína.
Alls eru spennistöðvarnar 287. I kauptúnunum
er 1 stór spennistöð fyrir hvort kauptúnið. Stærð
stöðvanna fer eftir stærð og fjölda býlanna. Meðal-
stærðin í sveit er 7,5 kw.
Lengd lágspentra tauga má reikna 300 m til
hvers býlis, það verður alls 120 km. Fyrir kauptún-
in má reikna 6 km alls.
13. Aflþörf.
Aflþörf fyrir suðu, Ijós, upphitun að nokkru leyti,
heimilisvjelar o. þ. h. er hjer áætluð, hvert i sínu
lagi, til þess að komast að heildaraflþörf sveitarinn-
ar heima fyrir og í stöðinni. En á því er talsverður
munur vegna þess að notkunín er aldrei jöfn eða
samtímis mest hjá öllum.
a. S u ð a.
Reikna má að fullkomin rafsuða eyði 700 wött-
um í eldhúsi + 50 wöttum á hvern heimilismann.
A meðal sveitaheimili eru 7,2 manns og tekur það þá:
700 + 50 X 7,2 — 1060 wött.
b. L ý s i n g.
Það er algeng reynsla erlendis að full-lýst er í
smærrri kauptúnum með 50 vöttum á mann, þegar
tekið er tillit til hnattstöðunnar. Er þar talin heim-
ilislýsing, götu- og búðalýsing. Hjer verður talið að
40 wött sje fullnóg og sveitirnar taki jafnmikið og
kauptúnin, því peningshúsalýsing getur samsvarað
götulýsingu kauptúnanna. Á meðalbýli kemur þá 40
x 7,2 = 288 watt.
c. U p p h i t u n .
Það er ekki að svo stöddu auðvelt að ákveða
aflþörfina til upphitunar í íbúðarhúsum. Það fer mjög
eftir byggingarlaginu og byggingarefninu og auk þess
vitanlega eftir kuldanum. Þetta alt er töluvert frá-
brugðið því sem tiðkast í Noregi, Sviss og yfirleitt
þeim iöndum sem mest nota rafhitun. Hvergi hefir
rafhitun verið reynd alment, þannig að níegileg væri
í hörðustu frostum. Hún hefir verið notuð mest vor
og haust og að vetri sem undirstöðuhitun sem nægi-
leg er flesta mánuði ársins, þeirra er upphitunar þarf
við. Er kola- eða önnur hitun þá notuð með í kuld-
um. Með þvi móti má komast al' með miklu minna
afl og nota það stórum betur. Hjer er reiknað með
að meðalbýli í sveit þurfi 3500 wött til hita, en með-
alheimili í kauptúni 750 wött á hvert herbergi að
viðbættum 250 vöttum á hvern heimilismann. Með
þessu móti fæst nægur hiti í flestum árum.
d. V j e 1 a r .
Til sveita þarf vjelaafl fyrir vatnsveitu og ým-
iskonar landbúnaðar- og heimilisstörf. Víðast livar
þarf drykkjarvatnsdælur fyrir menn og skepnur.
Vjelar við mjólkur-meðferð, svo sem mjaltavjelar,
skilvindur, strokka. Dælu fyrir mykju og mykjuvatn.
Lyftu fyrir hey og útbúnað við heyverkun. Ef til
vill tæki fyrir rúningu og eggjaklak. Afl fyrir smiðju,
svo sem blástur, hverfistein, borvjel, sög, bekk o'. fl.
Afl fyrir alt þetta iná taka úr fastri raflögn í eða
við heimahús. Kostnaðurinn við allan þenna út-
búnað verður mikill, ef svo mikið er borið í hann,
að sjerstök vjel er höfð fyrir hvert lilutverk, en þó
má haga því svo að sami hreyfillinn sje notaður fyr-
ir alt þetta, en þá þarf ekki að óttast kostnaðinn
svo mjög.
Stærri dælur fyrir vatnsveitingu á tún og engj-
ar eða þurkun lands er og auðvelt að útbúa frá föst-
um lögnum. Aftur á móti er við aðra útivinnu svo
sem plæging, slátt, skurðgröft, erfiðara að koma við
föstum lögnum og er því ekki reiknað með þvi hjer.
En við hið fyrtalda vjelaafl mun mega reikna með
2—5 hestöflum á býli, sem má nota til upphitunar í
milli. Eykur það því ekki heildaraflþörfina neittveru-
lega, enda er ekki reiknað með því hjer.
Oll notkunin verður þá mjög nálægt 4000 wött
á býli að viðbættum 150 wöttum á hvern fastan
heimilismann (kaupafólk undanskilið). Það verður á
meðalbýli (með 7,2 manns):
4000 + 150 X 7,2 = 5080 wött.
og er reiknað með þessu í 7. töflu.
Þaunig talið verður aflið samtals í allri sýslunni
(sbr. 7. töflu) 2170 kw. Þessa tölu verður þó að minka
um 50°/0 sökum þess að hámarksnotkunin er ekki
samtímis alstað'ar. Aftur á móti verður að bæta við
tapi í taugum og spennum og verður þá 1250 nægi-
legt fyrir sýsluna sem stendur. Þetta samsvarar 1,92
kw á hvern km háspentrar línu að meðaltali, mest
3,0 kw þar sem þjettbýlast er, en minst 1,2 kw á
hvern km.
I kauptúnunum ætti að reikna aflþörfina nokk-
uð öðruvísi, einkanlega fyrir smiðjur og iðnað sök-