Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1923, Blaðsíða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1923, Blaðsíða 13
TÍMARIT V. F. í. 1923. 13 um þess að það al'l fer ekki eftir heimilisnotkuninni. 1 þeim kauptúnum, sem hjer um ræðir má telja 3 hestöfl á hvert verkstæði til jafnaðar, en annars er verkstæðaafl mjög iítilfjörlegt á þessum stöðum. — Reyndar mundi nokkur iðnaður geta vaxiö upp við það að hentugt og ódýrt rekstursafl fengist, t. d. ullariðnaður, heimaiðnaður, niðursuða o. fl. Hjer er reiknað með því að aflnotkun á mann verði jafn mikil í kauptúnum og sveitum eða 0,35 kw (álag í stöð) og er þá tekið tillit til verkstæða, brauðgerðar. vatnsveitu o. þ. h. 11. Aætlun um 1. virkjun Andakílsár. Afltaugar um sýsluna eins og sýnt er á 6. upp- drætti með heilurn og smástrika-línum og senr átt er við í 7. töflu munu ekki geta borið sig, þegar í byrjun. Er ekki ráðlegt að byrja nema nreð 2 aðal- línum frá aflstöðinni, annari til Borgarnéss, hinni til Akraness. Af 7. töflu sjest hversu miklu munar á línununr unr sýsluna, en þessar 2 línur eru hagstæð- astar, enda þótt kauptúnin sjeu ekki talin með. Þess- ar línur eru dregnar fullunr strikunr á (i blaði. Afl- þörfin fyrir þær er 800 kw en það samsvarar unr 1200 hestöflunr á túrbínuásana. Þessi 1200 hestöfl fást oftast nær úr ánni með ómiðluðu vatni. Fyrsta virkjun er því miðuð við 1200 hestafla notkun og þegar ætlunin er að nota aflið til suðu eða annara heinrilisþarfa dag og nót.t ár út og inn verður að setja 2 vjelar; er þá önnur til vara. Virkj- uninni er hagað þannig að auka nrá við auðveldlega, án þess að það senr gert hefir verið verði ónýtt, og að nriðla megi vatninu síðar nreir eftir ástæðunr. Hugsað er að vatninu verði veitt í pípu nreð 1,4 m nnanmáli. Tilhögun stýflu, pípu og stöðvarhúss er sýnd á 9. blaði. A. S t ý f 1 a. Undirstaða stýflu og inntökuþrór er að nrestu leyti úr blágrýti. Kenrur það franr í botni farvegar- ins sprungulaust og fágað. En beggja vegna við er það nokkuð veðrað þannig að sprengja verður niður, svo að lreilleg’ klöpp verði fyrir undirstöðu. Ætlast er fil að sprengingin verði þannig að stýflan geti ekki runnið franr, svo senr sýnt er á uppdráttum 2. blaðs. V<atnsi-æsi vei’ður að vera við botninn til þess að veita lekavatni. Stýflan verður 137 nr á lengd, þverskurðir af henni sjást á 8. blaði. Yfirfallið cr gert 40 nr breitt og steypt upp í hæð -j- 62,0. Norð- ui-endi stýflunnar er steyptur upp í hæð 63,0 en suð- urendinn 80 cm. lægri og getur því verið vara-yfir- fall við mjög mikil flóð í ánni. Stýflan er gerð úr cementssteypu 1 : 22/2 : 5 nreð þjettari steypu á 25 cm. þykt yst vatnsmegin, hlutfallið þar 1:2:3. Aftan við þjettu steypuna eru standpipur sem liggja niður að lárjettri pípu við botninn til þess að taka við lekavatni. Yfirfallið hefir sjerstaka lögun eftir rensli vatnsins þannig að ekki loftar undir það. — Steypan er þar þjettari vegna slitsins. 1 stýfluna eru gerð 2 op 1,5X1;5 m til þess að lrleypa vatni af. Eru skotlrurðir fyrir, senr opna nrá oi'an l'rá stýflu- brún, með skrúfu og handhjólunr. Hurðirnar euu gerð- ar svo sterkar að þær þoli fulla vatnsþrýsting þótt stýflan verði hækkuð upp í jafnlræð við Skorradals- vatn. Tillit er tekið til þess við undirstöðu stýflunn- ar að seinna nregi lrækka vatnsborðið auðveldlega upp í hæð -j- 68,0, verður hún því að þola fulla vatnsþrýsting, en auk þess ísþrýsting að ninsta kosti 50 tonn á hvern lengdarnretra. Að öðru ieyti nrá sjá stýfluna á 7. og 8. blaði. Auðvelt er að veita ánni úr farveginunr nreðan á stýflugerðinni stendur. B. I n n t ö k u þ r ó. er gerð við norðurenda stýflunnar. Innanmál þróar- innar er 4,5X6 nr og lræðin er -)- 63,5 á efri brún. (Sbr. 8. lrlað). Undirstaðan er úr blágrýti ög þarf töluvert að sprengja niður fyrir þrónni. Allar spreng- ingar fyrir undirstöðum hjer verður að gera í smáum skömtum og liðlega til þess að blágrýtisklöppin sem undir verður rifni ekki. Þróin er gerð með steyptum veggjum 1 : 2*/2: 5 utan til, en 25 crn þykt lag innan úr sterkari steypu 1:2:3. Veggina, verður að járna svo að liægt verði að hækka þróna upp í hæð 69. Endar járnanna verða að ganga 0,5 m upp úr þró- arveggjunum (eða 40 X teinaþvermálið) tíl þess að liægt verði að skeyta saman járnin þegar stýflan verður hækkuð. Sá hluti járnanna sem upp úr stend- ur verður hulinn með steyptri girðingu meðfram þrónni. Ofan á girðingunni er þak þrórinnar lagt. Þegar bætt verður ofan á þróna er sprengt utan af járnunum. Tvöfalt op 2X2,5 er í stýfluna, er það varið gegn ágangi íss með stórgerðri járnrist ogrenn- ur vatnið gegn um liana inn í þróna. Opinu er hægt að loka með skothurðum sem leika í rennum beggja vegna í stýflunni og á stöpli í miðjunni, bak við rist- ina. Er hægt að hreyfa hurðirnar rneð skrúfu og handhjóli ofan frá. Smágerð rist, ef francistúrbína verður notuð, er inni i þrónni, liggur hún skáhöll þvert yfir opið. Hún er gerð úr flatjárni sem liggur á þverbitum svo sterkum að ristin þoli fulla ís- og vatnsþrýsting öðrum megin, enda þótt hækkað verði upp í hæð + 68. Neðst í þrónni sunnanverðri er botnloka með skot- hurð 0,6 m í þvermál. Er luin gerð til þess að hægt sje að tæma þróna og hreinsa. Botn þrórinnar er í hæð -j- 57,7 og er í aftari vegginn niðri við botn steyptur járnhólkur keilulagaður með 1,5 m og 2 m innanmáli við endana. Gengur hann nokkuð út úr stýfluveggnum að aftan og er þar vatnspípan fest við. Þak þrórinnar er gert úr lausum 3” plönkum.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.