Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1923, Blaðsíða 14
Þó er reistur skúr yfir þeim hluta þrórinnar sem er
við ristina og handhjólin fyrir lokurnar. Skúrinn er
5,5X6,5 m og 3,5 m hár og stendur bæði á þróar-
veggjunum og bitum yfir þróna. Nær hann nokkuð
fram yfir stýfluvegginn. Gfóifið er í hæð -f- 63,5 og
er gert úr lausum plönkum, sem auðvelt er að taka
upp þegar hreinsa þarf ristina. Stigi liggur niður í
þróna. Er hann gerður með járnteinaþrepum, steypt-
um inn í vegginn. I botni þrórinnar er botnræsi með
loku, er opna má ofan frá. Girðing er á stýflunni
vegna gæslu að vetri til í hálku og vindi.
C. Vatnsþrýstipípa.
Pípan er 570 m á lengd og er sýnd á 9. upp-
drætti að ofan og frá hlið. Hallar henni alla leið
niður á við frá stýflu að stöð. Verður ýmist að hlaða
undir hana eða grafa fyrir henni. Er hún lögð í
nokkrum hliðarhlykkjum til þess að jarðraskið verði
sem minst. Efstu 340 metrarnir liggja að mestu á
blágrýtishrauni. En neðstu 230 m liggja á skriðu og
holti. Þar sem grafið er fyrir verður skurðurinn að
vera 2,5 m brciður og vel ræstur fram svo vatn geti
hvergi safnast fyrir eða bólgnað upp að vetrarlagi.
Pípan er gerð úr trjeplönkum. Verður það
mun ódýrara en járnpípa. Það frýs og síður í henni
vatn. Pípan á að vera 1.4 m að innanmáli, járnbent.
Koma plankarnir og gjarðirnar lausar og er sett sam-
an á staðnum. .Tafnmargir plankar skulu vera í um-
ferðinni í allri pípunni. Undirstöður pípunnar skulu
vera grafnar niður í frostfría fasta jörð. Skulu steypt-
ir upp stöpiar með 3 m millibili, 2 m breiðir og
0,30—0,35 m langir (eftir pípunni). Steypan skal vera
1 : 2,5 : 5. Stöplarnir eru steyptir ofan eftir pípulögun-
inni og gert nákvæmlega, þannig að pípan geti legið
i því hlykkjalaus. Pípan skal reiknuð fyrir fulla
vatnsþrýsting þegar stýfian verður hækkuð og fyrir
fullan þrýstingar-auka, við snöggva lokun með fullu
álagi. Þar sem ekki þarf að grafa undan pípunni
verður að gæta vel framræslu vatns.
Við neðri enda pípunnar er greinihólkur úr járni.
Liggja úr honum 2 stútar inn í vjelasalinn. Hólkur-
inn er 2 m að innanmáli og er þá keilulagaður hólk-
ur fremst þar sem trjepípan er skeytt við. Framan
við stútana er ioki með handhjóli ofan á hólkinum.
Botn er í hólkinum, má taka hann úr þegar lengja
þarf hólkinn við fjölgun vjela.
D. Aflstöðin.
Aflstöðin er við norðurbakka árinnar svo sem
sýnt er á 9. blaði, stendur hún langs meðfram ánni
neðanvert við neðsta fossinn. Undirstaðan er stórgerð
möl og hefir verið grafið niður þar einn metra und-
ir vatnsborð. I árfarvegiiium eru blágrýtisklappir
1,5 m. undir vatnsborði.
Gólf afistöðvarinnar er í hæð -f- 14,0, 3 íuetrum
yfir vatnsborði árinnar. Þarf að grafa töluvert niður
í bakkann fyrir stöðinni. Sömuleiðis verður töluverð-
ur gröftur fyrir pípuna og skúrum við stöðina. En
gröfturinn er mjög auðveldur, altsaman skriða og
möl. Vegur liggur að stöðinni, með brú yfir pípuna.
Stöðvarhúsið er bygt í tvennu lagi (5. blað). Er ann-
að fyrir vjelarnar hitt fyrir háspennutæki, verkstæði
og geymslu.
Vjelahúsið er 12X16 m með norð-vesturgaflinn
frían fyrir aukningu síðar meir. Iiúsið er steinsteypt
einnar hæðar með 6 m háum veggjum. Þakið úr trje
með bárujárni. A gólfinu eru 2 1200 hestafla túrbín-
ur með lárjettum ásum; snúningshraðinn 750 snún-
ingar á mín. önnur vjelin er til vara. Afast túrbínu-
ásunum eru tengdar 2 þrí-fas rafvjelar fyrir 6—6,6
þúsund volta spennu og 50 rið á sek. Hafa þær
hver sína segulmögnunarvjel fyrir 110 volta spennu
á sömu ásum. Undir gólfinu eru afrenslisskurðir út
í ána sinn fyrir livora vjel. Botn skurðanna er í hæð
9,5, breiddin er 3 m. Veggirnir úr steinsteypu 1: 2'/2
: 5. Frárenslispípur túrbínanna eru steyptar áfastar
við skurðina. i vjelasalnum er gert pláss fyrir 3.
vjelina með tilheyrandi frárenslisskurði undir.
Undirstöðurnar undir vjelarnar eru steyptar á-
fástar við skurðveggina, til þess að hristingurinn verði
minni. Þar sem ekki þarf að steypa undir stöðinni
er grafið fyrir og síðan fylt lmullungum og barið
saman. Undir framhlið hússins þar sem skurðirnir
liggja er grafið alstaðar niður eins og þarf fyrir und-
irlag undir skurðina en aftan til þarf ekki lengra en
það sem nauðsynlegt er fyrir undirstöðu þar. Gólfið
er steypt með vatnshalla og þakið tíglum. Göng fyr-
ir rafstrengi vjelanna eru í gólfinu alla leið in í há-
spennuhúsið. Pörthurð er á vesturgafii hússins. 6 járn-
gluggar eru á hliðarveggjum vjelahússins. A austur-
gafli, sem er áfastur við háspennuhúsið, eru marm-
araspjöld með mæli og stjórntækjum vjelanna, auk
þess eru á gaflinum tvennar dyr inn í háspennuhús-
ið og verkstæðið.
Háspennuhúsið sem stendur þvert um hitt húsið
við austurgafl þess er í 2 hæðum 8X16 m að grunn-
fleti. (Sbr. 5. blað). Norðnn til uppi og niðri eru há-
spennuklefar, en verkstæði sunnan til. Miðveggur er
í háspennuhúsinu er gengur upp gegn um tvær hæð-
ir. Eru klefar við hann báðum megin uppi og niðri.
Skurðir eru í gólfinu niðri fyrir rafstrengi og stýris-
stengur straumrofanna. Loftið og miðveggurinn eru
gataðir til þess að háspentu taugarnar komist í gegn.
30 KVA spennir fyrir i.otkun í stöðinni er i einum
klefa. í verkstæðinu er stigi, v. s. o. fi. Uppi við
háspennuklefana er rúm fyrir 110 volta rafgeymi
með tilheyrandi vjelum fyrir varalýsingu og vara
segulmögmm vjelanna sem þó verður ekki sett nið-
ur undir eins. Annars er geymslupláss. Uppi undir
þaki er útgangur fyrir háspennulínurnar. Háspennu-