Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 8
18 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ljósta upp, hver tegund bilunarinnar er hér á ferð. Sé konan þéttvaxin, hringhugi, með sveiflubreytingum þeim í skapgerð, sem því fylgir, getur greinilegur geðláta- sjúkdómur brotizt út og lýst sér í áberandi mislyndi (mislátum): ýmist þunglyndi með hugsýki og svartsýni eða ofsakæti með taumlausum fyrirgangi. Sé konan aftur á móti grönn og nett og heyri til þeim hóp manna, sem nefnast kleyfhugar, þá munu geð- klofaeinkenni fá yfirhöndina og koma í ljós á ýmsan hátt. Konan verðui' sinnulaus, köld og kærulaus um börn og heimili eða tortryggin, hrædd við ofsóknir, er af- brýðisöm að ástæðulausu, óttast, að sér sé byrlað eitur, og sér ofsjónir. Hún getur og gert sér fráleitustu hug- myndir um barnið og meðferð þess. Tekur máske uppá því að baða barnið upp úr köldu vatni og leggja það bert út í glugga til að herða það. Ef meðgöngutíminn og fæðingin hefur komð af stað alvarlegri geiðveiki, eru batahorfur slæmar. Sjúkdómur- inn verður langvinnur eða jafnvel ólæknandi. Þó komum við að hinni minni háttar geöbilun. í fyrsta lagi getur meðgangan orðið orsök veiklunarinnar. Við ræðum hér um tvö tímabil: undirbúningstímabil og ,,tíða“tímabil. í líkama barnshafandi konu verða miklar breytingar á vökum og efnaskiptin á annan veg en ella. Einkum verða þau líffæri, sem hafa það hlutverk að losa líkamann við hvers konar úrgangsefni frá fóstrinu, og þá einkum nýrun, fyrir þungum búsifjum. Jafnvel þótt ekki komi til fæðingareitrunar með sýnilegum líkamleg- um einkennum (eggjahvítu í þvagi háum blóðþrýstingi, lopa o. s. frv.), er alltaf heilmikið af úrangsefnum á sveimi í blóði konunnar, en þá er það, spillt á þennan hátt, laug- ar hinar viðkvæmu frumur heilans, má hugsa sér, að hin sálræna orka bíði hnekki. í öðru lagi er sjálf fæðingin með sínum langvinnu og oft hvíldarlitlu þrautum ærin raun. Eftir fæðinguna

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.