Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 11
LJ ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ 21 líka eftirvæntingin og hræðslan mest. Að sjálfsögðu hendir þetta oftast þær konur, sem einhverja tilhneig- ingu hafa haft til taugaveiklunar áður, t. d. höfðu sum- ar þeirra fengið taugaveiklunarköst eða jafnvel smá- vegis geðbilun og þá oftast borið á þunglyndi. Skýrslur þær, sem hér er vitnað í, voru gerðar á norskum geð- veikraspítala árin 1926—1947 af Vislie, aðstoðarlækni. Vislie læknir telur, að oft hafi orsökin til taugaveikl- unarinnar verið sú, að konan hafi áður orðið fyrir ein- hverju áfalli, er veiklað hafi taugar hennar, t. d. fóst- urláti, fætt andvana barn eða átt í sérstaklega erfiðri fæðingu. Hann nefnir „röskun á sambandi móður og barns“ og á þar með við taugaveiklun í sambandi við fæðingu, ef barn hefur dáið, annaðhvort í fæðingu eða skömmu síðar, ef barn er vanskapað eða ef móðirin fær brjóstamein og getur ekki haft bam sitt á brjósti. Röskun á hinu eðlilega sambandi móður og barns getur haft í för með sér róttækar breytingar á andlegu ástandi móðurinnar. Við sjáum líka sams konar eirðar- leysi og hræðslu dýra, ef ungarnir eru teknir of snemma frá þeim. Fjöldi hinna taugaveikluðu kvenna, er hér um ræðir, hefur aukizt upp á síðkastið, sérstaklega eftir stríðið. Getur orsökin verið að nokkru leyti sú, að því sé meiri gaumur gefinn en áður, meira gert til hjálpar sjúkling- unum og þeir betur taldir fram. En við getum ekki lokað augunum fyrir öryggisleysi því, sem einkennir okkar tíma og sennilega keinur harðast niður á konum á þeim tímum, er þær sérstaklega þarfnast öryggis. Gordon Johnsen, yfirlæknir, hefur bent á, að orsök taugaveikl- unarinnar geti ef til vill verið hin stutta dvöl konunnar á fæðingarheimilinu (5 dagar). Sá tími virðist alltof skammur fyrir frumbyrju og einkum þó, ef hún hefur enga hjálp heima fyrir og verður að taka við öllum störfum strax.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.