Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 10
20 UÓSMÆÐRABLAÐIÐ um fyrir taugaveiklað fólk, en því oftar í heimahúsum. Það er þunglyndi, sem ber á eftir fæðingu og lýsir sér með hræðslu um bamið og óeðlilegum áhyggjum af því. Þessa kvilla verður oft vart eftir stríðið. Hann getur staðið mánuðum saman, en batnar fljótt við raf- lost, og er konan oftast jafngóð eftir 4—5 skipti (próf. Langfeldt.) Konur þessar eru strax um meðgöngutímann hrædd- ar um, að barnið verði vanskapað, andvana, komi fyrir tímann og geti ekki lifað. Þær óttast sjálfa fæðinguna, finnst ábyrgðin, er fylgir umönnun barnsins, vera sér um megn og þær séu engan veginn færar um að fara með það eins og vera ber. Oft lýsir taugaveiklunin sér í því, að konan þarf alltaf að vera að þvo. Blóðið og óhreinindin í sambandi við fæðinguna fær svo mjög á hina ungu móður, að henni finnst hún aldrei geta þvegið sjálfa sig og barnið nógu vel. Þær þvo og þvo barnið og bleijurnar og finnst barnið vera í stöðugri smithættu. Faðirinn fær ekki að beygja sig yfir barnið, nema hann þvoi sér fyrst og liggur við, að allir nágrannarnir verði að ganga með bindi fyrir munninum. Ég hef séð börn alveg húðlaus af þvottum, hurðarhúna þvegna, í hvert skipti sem einhver snertir á þeim, og mæðurnar fela börn sín af hræðslu við, að þau smitist. Umhyggjan fyrir barninu er svo mikil, að konan forsómar bæði bónda og heimili. Hér við bætist oft sjúkleg afbrýðisemi, sem getur gengið svo langt, að hún banni manninum að fara út eða njósni um ferðir hans og tortryggi hann á alla lund. Þvottaæðið og smithræðslan breytist í ímyndunarsjúka hugmynd um, að hún eða barnið sé sjúkt. Og svo geng- ur konan frá lækni til læknis til þess að fá það stað- fest, að um sjúkdóm sé að ræða. Skýrslur sýna að taugaveiklun er algengari hjá frum- byrjum en fjölbyrjum. Við fyrstu fæðingu er auðvitað

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.