Ljósmæðrablaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 6
28
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
senn) í deildinni. Boðuðu þær þá til sín ákveðinn fjölda
barna úr umsjá sinni, og voru þau athuguð og bólusett.
Með þessu var að mestu komið í veg fyrir, að ungbörn
lentu í þrengslum og bið. Auk þess var tekið á móti börn-
um innan 7 ára aldurs 4 sinnum í viku til eftirlits og at-
hugunar. Ennfremur var vikulega sértími ætlaður kúa-
bólusetningu og einnig annar tími á vikufresti til ýmissa
annarra bólusetninga. Alls voíru framkvæmdar 31785
ónæmisaðgerðir. Langsamlega flest barnanna voru heilsu-
hraust, þroski þeirra eðlilegur og framför góð.
Síðasta aflátsbón í Eyjafirði — ef ekki á öllu íslandi.
Stúlka í Grundarsókn í Eyjafirði eignast barn ógift og
fyrir þetta á hún að „biðja forláts" í kirkjunni frammi
fyrir söfnuðinum, og sitja krókbekk, sem þá var siður að
láta þá gera, sem eitthvað höfðu brotið af sér, að þeirra
tíma dómi. Þá bjuggu á Grund Gunnlaugur Briem sýslu-
maður og conferensráð og Valgerður Árnadóttir kona
hans.
Nú var það ákveðinn sunnudag, að stúlka þessi kom til
kirkjunnar og átti að biðja forláts á ,,broti“ sínu. Sat hún
að sjálfsögðu í krókbekk, og sat þar ein. En þegar sýslu-
mannshjónin komu í kirkjuna, víkur frú Valgerður sér til
hliðar og sezt í krókbekk hjá stúlkunni og sat þar allan
messutímann. Þótti þetta mikil uppreisn fyrir stúlkuna.
J. F.
AÐALFUNDUR.
Aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands verður haldinn í
Reykjavík snemma í september n. k. Nánar auglýst í
næsta blaði, og dagblöðum og útvarpi rétt fyrir fundar-
daginn.
Stjórnin.