Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1960, Page 10

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1960, Page 10
32 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ hafa þurfti við börn. Ekki má fleygja málbeini fyrir hunda eða í sorp, þar sem ómálga barn er á bæ, eða í móðurkviði, því þá fær barnið aldrei mál sitt, heldur skal stinga beininu í veggjarholu, eða geyma vel á annan hátt, og fær barnið þá því fljótara málið. Ekki má gefa ungbarni lifur, nema það geti nefnt „lifur“ annars getur það aldrei nefnt ,,1“. Ef snældu er snúið eða spunnið niður í höfuð á barni, vex það ekki úr því. Ef börn klippa mat sinn með skærum, í stað þess að skera hann með hníf, þá vaxa þau ekki meira. Ef börn blóta kemur svartur blettur á tunguna í þeim. Ef börn syngja eða kveða yfir mat sínum, verða þau jafnsvöng eftir sem áður. Ekki mátti klippa hár eða neglur barns á fyrsta ári, og margt fleira slíkt mætti telja. Baldur Jónsson. TUNGLFYLGJUR Ýms ljós og glampar í mörgum myndum sjást á undan mönnum, og þykja misjafnlega góðar fylgjur, eftir því, af hvaða toga slíkt er spunnið. Eigi fylgir þess konar ætíð mönnum, heldur stundum stöðum og jafnvel veðrum. Ljós hefir þótt góð mannsfylgja, en aftur hefir tungl og máni þótt versta fylgja. Máni kallast urðarmáni og er sagt það komi til af því, að barnsfylgjunni hafi verið kastað í urð. Mýrarljós segja menn komin af því, að barnsfylgjum var kastað í fen og foræði. Stíga þær upp og sýnast sem blár logi. Tunglfylgjur erú bæði heil tungl og urðar- máni. J. F.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.