Freyr - 01.01.1904, Page 8
4
FRE YR.
Sé reiknað 5% í rentu og gert ráð fyrir að
gaddavírinn endist í 14 ár, yrði þá hver sýsla
að greiða að meðaltali 30,31 kr. á ári, og alt
landið rúmar 545 kr. eða sem svarar andvirði
tveggja reiðhesta. Ætlast jeg til, að girðing-
arkostnaðurinn sé greiddur af sýslusjóðum,
en hagatoll og eftirlit borgi hver folaeigandi
sjálfur, enda yrðu það að eins fáar krónur á
ári, er kæmu á hvern og mundu allir þeir, sem
á annað borð vilja ala upp kynbótahesta, greiða
það gjald fúslega. Hér er því, eins og allir
sjá, að eins um lítilfjörlegan tilkostnað að
ræða en aptur á
móti stórvægilegt
atriði til framfara
fyrir hestarækt vora.
Þegar kynbóta-
hestarnir eru orðnir
4 ára og farið er
að nota þá til und-
aneldis, verður að
hafa þá í haldi, því
að á annan hátt er
hvorki hægt að koma
upp sérstæðum kynj-
um eða að girða
fyrir að þeir fylji
unghryssi.
I hverju bygð-
arlagi þurfa að vera
tveir eða fleiri stóð-
hestar, eftir staðhátt-
um og hrossafjölda, einD af reiðhestakyni og einn
eðafleiri af áhurðarhestakyni. Eiga þeirþann tíma
ársins, sem þeir eru notaðir til undaneldis, að
vera geymdir á hentugum stöðum, þar sem
anðvelt er fyrir hændur að ná til þeirra með
hryssur sínar. Undir stóðhesta af reiðhesta-
kyni á svo að leiða þær hryssur aðeins, sem
hafa reiðhe3tahyggingu og eiginleika, en
hinar undir stóðhestana af áburðarhestakyni.
Verðum vér að láta oss nægja í bráðina þessi
tvö aðalkyn, en þegar fram líða stundir og
þekking og þroski eykst, efast ég ekki
um, að menn fari að leggja stund á fleiri kyn.
— Folatollarnir eiga að vera svo háir, að þeir
nægi til að borga allan kostnað við stóðhesta-
haldið.
Svipað fyrirkomulag og þetta tíðkast hvar-
vetna hjá siðuðum þjóðum, enda efast ég ekki
um, að það muni komast á hjá oss, þegar fram
líða stundir og er vonandi, að þess verði ekki
lengi að híða, enda þótt hér sé við ramman
reip að draga, þar sern er gömul rótgróin
venja.
Mér hefur dottið í hug að benda hér á
annað fyrirkomulag, að minsta kosti til bráða-
birgða; er það í sjálfu sér mjög einfalt og
stríðir minna á móti gömlum venjum. Ætlast
ég þá til, að hafður sé á umgirtu svæði eða
afskektum stað einn
stóðhestur með hæfi-
lega mörgum, völd-
um hryssum, fyrri
part sumarsins eða
þann tírna, semmenn
vilja að hryssurnar
fyljist. Er fyrir-
komulag þetta all-
títt í sumum hér-
uðum í Noregi og
má geta þess, að
ríkið hefur átt þar
lengi eigi allfáa stóð-
hesta af Guðbrands-
dalskyni, sem hafðir
eru á hverju sumri
í afgirtum dölum
með 30—40 hryss-
um hver. Bændurnir,
sem hryssurnar eiga, verða svojað borga meðhverri
hryssu allt að 40 kr. í fola-ogbeitartoll. Auðvitað
mundi bændum vorum þykja þetta hár folatoll-
ur, en ekki blöskrar Norðmönnum það, því að
þeir hafa fyrir löngu séð, hvaða þýðingu gott
kynferði hefur. Hjá oss mun og 10 sinnum
lægri folatollur nægja, 3—4 kr. fyrir hverja
hryssu.
Til þess að reyna þessa aðferð hér, ættu
nokkrir framfaramenn eða félög, þar sem vel
hagar til, að kaupa úrvals stóðhesta, og koma
þeim að sumrinu, þar sem góð hagaganga er,
annaðhvort á afskektum stöðum, þar sem ekki er
samgangur við önnur hross, eða að afgirða
fyrir þá. Styrk til að kanpa graðhestana og
til að koma upp girðingunni — þar sem þess