Freyr - 01.06.1904, Blaðsíða 2
50
FREYR
ar þeirra voru frá Deildárbúinu (í Mýrdal).
Þetta smjör hefir auðsjáanlega verið orðið
skemt, þegar það kom á markaðinn, þvi það
seldist mikið ver en annað rjómabúasmjör, sem
selt var á sama tíma.
Skýrslan þarf naumast frekari skýringar við.
Hún sýnir glögt, hvað verðið er breytilegt
eftir árstíðum bæði á íslenzku og dönsku
smjöri. Jafnframt sýnir liún, að íslenzka smjör-
ið selst tiltölulega betur þegar danskt
smjör er í lágu verði. JÞetta er og í sjálfu
sér eðlilegt, enda alkunnugt að þvi er ftúss-
neskt smjör snertir.
Með því að líta yfir næst seinasta dálk
skýrslunnar sést strax, að nær því alt smjörið,
sem selt var seinastliðið ár, hefði fengið hærri
verðlaunin 10 au. á pd., eftir nýju lögunum.
Og af þeim 118 hálftunnum, sem eftir skýrsl-
unni hefðu ekki náð í hærri verðlaunin, eru 8(J
alveg á takmörkunum, vantar ekki fullan eyri
til að ná í þau.
Þess ber að geta, að sölureikningar smjörsins
virð.ast í flestum tilfellum vera undirskrifaðir
seinna en hlutaðeigandi smjör hefir verið selt
eða rétt áður en ferðir féllu til Islands. Nú
sýnir skýrslan, að danskt smjör hefir stigið 14
au. í verði á þeim 2 mánuðum — frá því í
miðjum ágúst til miðs októbers —, sem megn-
ið af íslenzka smjörinu var selt í, svo naumast
getur nokkur efi leikið á, að munurinn á sölu-
verði rjómabúasmjörsins, og matsverði á dönsku
smjöri, hefir verið enn minni en skýrslan sýnir.
Þegar vér athugum smjörsöluna seiuastliðið
ár, og minnumst þess, að rjómabúasmjörið hlýt-
ur að batna ár frá ári eftir því, sem reynsla
og þekking á smjörgerðinni eykst, og að ís-
lenzka smjörið er þegar farið að verða þekt á
brezka markaðinum sem góð og ómenguð vara,
megum vér óhætt gjöra ráð fyrir, að alt rjóma-
búásmjör, sem selt verður framvegis, á meðan
lögin frá seinasta þingi um verðlaun fyrir
útflutt smjör eru í gildi, fái hærri verðlaunin
10 au. á pund.
Hvaða þýðingu hefir svo þetta fýrir lands-
sjóð ?
Eyrir yfirstandandi fjárhagstimabil er hægt
að gjöra sér nokkurnveginn greinilega hugmynd
um þetta.
Samkvæmt sölureikningum þeim, er eg hefl
haft til meðferðar, hafa rjómabúin seinastliðið
ár flutt út ca. 90 þúsund pd. af smjöri. Eins
og áður er sagt hefi eg ekki átt kost á að sjá
alla sölureikninga rjómabúanna, en eftir því
sem eg kemst næst mun hið útflutta smjör alls
hafa numið um 95 þús. pd. Seinastliðið ár
voru rjómabúin 15 alls með 2200 kúgildi, eftir
því sem S. Sigurðsson ráðanautur hefir skýrt
mér frá. I vor bætast við 8 ný bú, flest stór,
með til samaus 1950 kúgildi. Auk þess stækka
mörg af gömlu búunum að mun, og sum hafa
ákveðið að lengja starfstímann. Það mun þá
láta nærri, að framleiðsla rjómabúanna verði
fast að helmingi meiri í ár en í fyrra, eða að
minsta kosti 175 þús. pd.
Að því er framleiðslu rjómabúanna snertir
árið 1905, þá er erfiðara að gjöra sér senni-
lega áætlun um hana. Ef engin sérleg, óvænt,
óhöpp koma fyrir, mun þó ekki of hátt ilagt
að áætla hana 50 þús. pd. meiri en í ár eða
225 þús. pd. ails.
Samkvæmt ofanrituðu verður landssjóður að
greiða í verðlaun fyrir útflutt smjör 17,500 kr.
á yfirstandandi fjárhagsári, og 22,500 kr. seinna
fjárhagsárið, eða til samans á fjárhagstímabil-
inu 40 þústmd krónur, sem er fjórum sinnurn
meira, en alþingi eftir tillögu landbúnaðarnefnd-
arinnar liefir ácetlað til þess.
Et þessari fúlgu væri vel varið, og ef það
væri réttmætt að verja á þennan hátt fé úr
landssjóði, til þess að koma nýjum rjómabúum
á stofn og halda þeim gömlu við, væri ekki
mikið um þetta að segja. En hvorugt er til-
fellið. Rjómahúin eru þess eðlis að þau eiga
að geta, og geta, borið sig sjálf án annars
styrks úr landssjóði en hagfeldra stofnunarlána.
Verðlaunin fyrir útflutt smjör eiga ekki að
skoðast sem styrkur, heldur sem hvöt fyrir
stjórnendur rjómabúanna til þess að gjöra alt,
sem 'i þeirra valdi stendur, til að smjörið verði
sem bezt, nái sem mestu áliti a heimsmarkaðin-
um. Þetta hefði landbúnaðarnefndinni átt að
vera ljóst. Hvort svo hefir verið, skal eg iáta
ósagt, en víst er um hitt, að ákvæði umræddra
laga eru mjög óheppileg.
Eins og lögin um verðlaun fyrir útflutt smjör
eru nú, hvetja þau ekki í minsta máta stjórn-