Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1904, Blaðsíða 7

Freyr - 01.06.1904, Blaðsíða 7
FREYE. 55 á komið og eru þeir á sífeldu iði og skriði, hringa sig og rétta á víxl. I vinstur og görnum fann ég ætíð meira eða minna af ormum. Eru sumar tegundir svo smáar, að þær sjást ekki með berum augum (strongylus Ostertagi, str. filicollis og str. re- tortæformis), nema þegar svo mikið er af orrnun- um, að þeir eru í löngum, samaníléttuðum flækj- um; aðrar tegundir (strong. hypostomus, str. dentatus(?) og trichocephalus af'finis) eru vel sýnilegar og finnast þær einkum í ristli og botnlanga. Auk þessara sívalorma fann ég bandorma í görnum margra lambanna — svo og lungnayrmlinga, sem kindin hafði kingt. I meltingarfærum sumra lambanna fann óg allar þessar tegundir, nema str. dentatus(?), er ég fann aðeins í einu lambi, er ég krufði í -Þitigeyjarsýslu, en auðvitað var mergðin af þeim afarmismunandi. Fæst fann ég 3 teg- undir í einu lainbi. I meltingarfærunum valda ormarnir maga og garnakvefi, mismunandi ill- kynjuðu eftir mergð og tegund ormanna. Einkennilegt við skrokka allra þessara orma- sjúklinga, þeirra að minsta kosti, er sjúkir hafa verið um hríð, er það, að þeir eru oftast grindhoraðir, öll fita horfin og i staðinn komið vatnskvap, allir eitlar svartir og bólgnir, blóðið vatnsþunt og optast vatu í kviðholi, brjóst- holi og hjartapoka (gollurshúsi). Eg vil ekki fara frekara út í þá sálma, að lýsa hér sjúkdómsbreytingum þeim, er ég fann í kroppuuum eða byggingu og lögun hinna ein- stöku ormategunda, því að það yrði of langt mál, enda óþarft að svo stöddu, en það eitt er víst og áreiðaulegt, að „lungnadrepið“ í Norður- og Austuramtinu stafar at luugua- ormum og „skitupestin“ aðallega af maga- og garnaorroum. Aðallega segi ég, af því að lungnayrmlingar geta valdið niðurgangi, þegar mikið af þeim fer niður í maga og . garnir. Eins og þegar er tekið fram, faun ég í öllum skrokkunum bæði lungnaorma og maga- og garnaorma og er það sönnun fyrir því, að lungnaveikin og skitupestin fylgjast vanalega að, enda eru lífsskilyrði þessara orma að mestu leyt-i lik og því einkar eðlilegt að líkar orsakir séu þess valdandi, að þeir lendi ofan í kindina og sýki hana. (Framh.) MagnúsEinarsson. Kjötsölutilraunir ' herra Hermanns Jónassonar. Herra Hermann Jónasson hefir dvalið í vet- ur erlendis til þess að kynna sér kjötsölu og reyna að selja 12 tunnur af íslenzku saltkjöti, er hann hafði með sér. Fékk hann til fararinnar 2000 kr. úr laudssjóði og hefir hann nú samið skýrslu um árangurinu, sem prentuð er í Bún- aðarritinu. Það ræður að líkindum að bændur, sem mestmegnis lifa af sauðQárrækt, muni fýsa mjög að frétta af ferð þessari og gjörði ég mér þvi far um að ná strax 1 skýrsluna og lesa, til þess að „Freyr“ gæti fært lesendum sínum einhverja mola af þeim tróðleik, sem í henni mundi finnast og landið hatði svo dýru verði keypt, en þótt ég hafi nú lesið skýrslu þessa tvisvar sinnum, hefi óg ekki getað fuudið neitt, sem þess sé vert, að skýrt sé frá því hér í blaðinu. Því að ekki tel ég það í frásögur færandi, að Herrn. losnaði við kjötið, þótt sumt færi fyrir lítið, og að haun komst að þeirri niðurstöðu, að við gjörðum réttast í að éta kjöt okkar sjálfir. Annarserrétt að menn lesi skýrslu þessa t.il þess að sauufæra sig um, hversu illa þessum 2000 kr. hefir verið varið; því að það rná fullyrða, að hr. Hermaun hefði getað selt kjötið og útverkað „aðaláraugur ferð- ar sinnar“ og skrifað þessa ritgjörð, þóttt hann aldrei hefði farið utau, heldur setið heinia á Þingeyrum og skrifað nokkur sendibréf til Kaupmannahafnar og Noregs. Það er annars ekki auðráðin gáta, hver til- gangur Búnaðarfélags Islands hafi verið, er það fann upp á að senda hr. H. með þessar 12 umræddu saltkjötstunnur. — Eg hafði hugsað mér, að haun hef’ði kjötið með sér aðeins sem sýnishorn af vöru, er hann sem annar verzl- unarvörubjóður miðlaði frá sér ýmsum kjötsöl- um, til þess að færa sönnur á orð sín, að hann hrósaði saltkjötinu íslenzka ekki um of. Eða þá, að hr. H. hefði verið falið að gjöra ýmiskonar

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.