Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1904, Blaðsíða 5

Freyr - 01.06.1904, Blaðsíða 5
PREYR. Ö3 tapið helmingi meira, eða 10°/0, þó alt gangi vel og mun mega ganga út frá, að það sé rétt; en það tap er heldur ekki ægilegt, þegar tekið er tillit til þess, að alt fóður tapar sér við geymsluna, enda þótt það verkist vel, en sé ó- þurkatíð, hrekst heyið og skemmist misjafnlega mikið, verður stundum alls ekki fóðurgæft. Yothey er auðmelt, lystugt og holt. Það hætir vetrarfóðrið, einkanlega ef lítið er til af rófum og bezt er að treyna það fram á vor; fóðurbreyting verður svo lítii, ef hægt er að gefa það fram í græn grös. Sumstaðar í Skotlandi er votheyið gefið ein- göngu, en heppilegast er þó að gefa það með þurru heyi og mjólkurkýr ættu að fá kraftfóð- ur að auki. Sumir gefa a/3 þyngdarhluta afvot- heyi með */, af þurru heyi. Séu rófur gefnar líka, ætti að gefa minna af votheyinu. Schumann segir, að í Noregi sé mjólkur- kúnni gefið á dag 16—20 pd. votheyi, 10 pd. afþurru heyi og 2 pd. af kraftfóðri. Votheyið má ekki gefa fyr en búið er að rnjólka, því lyktin sem leggur af því, getur annars haft á- hrif á mjólkina. Eg vil að endingu taka það fram enn á ný, að það er afar áríðandi að votheysgjörð verði almenn hér á landi, bæði vegna óþurkanna, sem ott eru til stór tjóns um heyskapartímann og svo líka vegna þess, að ef vér förúm að nota kraftfóður til muna handa kúm, þurfa þær að fá safamikið fóður með, vothey eða rófur. Einar Helgason. „Lungnadrep og skitupest" á sauðfé í Norður- og Austuramtinu. A síðustu fjárlögum veitti alþingi fé til þess að rannsaka skitupest og lungnaveikiá sauðfé, er einkum hafa gjört vart við sig í Þingeyjar- og Múlasýslum og valdið þar allmiklu tjóni nú á seinni árum. Fól stjórnarráðið mér rannsókn þessa og vil ég nú skýra lesendum „Ereys“ frá ýmsu þvi, er ég varð vísari á ferð minni austur í vetur, enda þótt langt sé frá því, að rannsókninni sé lokið enn. Dvaldi ég lengst um á Fljótsdalshéraði, því að þar hefir veikin víða verið mjög slæm í vetur,. drepið á sumum hæjum frá 50 til 70 gemlinga, ,en lítið sem ekkert horið á henni í Þingeyjar- sýslum, enda fór ég þangað aðeins snöggva . ferð jil þess að komast íýrir það, hvort af sörnu orsök væri og varð .sú raunin á. Flestar athuganir minar eru því gjörðar 1 Fljótsdals- héraði. JÞað eru aðeins fá ár (3—4) síðan drepsótt þessi fór að gjöra vart við sig að mun í Múla- sýslum, en í Þingeyjarsýslum mun hún ver hér ; um bil helmingi eldri. Auðvitað hefir oft bor- i ið |á líkri veiki áður, en aldrei hefir hún verið’ viðlíka skæð eða drepið eins margt . og nú síðustu árin; þó minuast elztu menn þess bæði í Þingeyjar og Múlasýslum, að um og f'yrir 1860 hafi gengið illkynjaður faraldui- í fé, er líkst hafi pest þeirri er hér um ræðir. Það eru einkum lömbin eða gemlingarnir, sem sýkjast og drepast úr pestinni, en þó er hún æði algeng í áin og öðru fullorðnu fé, en fátt er það af eldra fé, sem húu verður að , bana; þó vil ég geta þess, að í fyrra sumardráp- ust í Fljótsdal allmargar kvíær úr péstinni og það um hásumarið, en ekki lítur út fyrir að fé drepist úr henni að mun á afréttum, því að haustheimtur haf'a yfirleitt ekki verið neitt lakari þessi áriu en áður fyrr. Ollum bæudu’m þar eystra, er ég hafði tal af, kom saman um það, að fyrst færi að bera á veikinni að mun nokkru eftir það, að lömh væru tekin á hús og bey, og að sýkin sé ekki bundin við neinn vissan tima árs, sýnist mega ráða af því, að hún fer mjög eftir því hvenær lömb eru tekin inn. I vetur var alment ekki farið að gefa lömbum fyrr en um nýjár, þar sem tíð var mjög góð, enda fór ekki að bera á pestinni fyrr en eftir miðjan janúarmánuð, en i fyrra voru lömh tekin í desemberbyrjun og þá bar á veikinni strax fyrir jól. Það er ekki óalgengt, að mest sé um pest þessa, þar sem fó er mikið gefið inni og hefir það leitt til þess, að sú skoðun hefir myndast hjá sumum, að veikindi fjárins stafiaf ofgóðri meðferð, kyn- ið sé orðið kveifarlegt af ot miklu dálæti.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.