Freyr - 01.06.1904, Blaðsíða 3
FÍLEYR.
51
endur rjómabúanna til aö vanda smjör sitt, þar
sem fyrirfram má ganga að því sem nokkurn-
veginn vísu, að alt útflutt rjómabúasmjör fái sömu
verölaunin.
Auk þess sem lög þau, er hér ræðirum, alls
ekki ná tilgangi sínum, eru þau mjög ósann-
gjörn. Hvaða réttlæti mælir t. d. með því að
verðlauna rjómabúasmjör, sem selst eins vel og
danskt smjör — og sem því verður að álítast
hérumbil jafn gott — með sömu verðlaunnm
og annað srajör, er sami umboðsmaður selur á
sama tíma, eu sem selst alt. að 20 au. á pd.
ægra? Jafn ósanngjarnt er hitt, að af tveim
smjörsendingum, sem seldar eru sama daginn,
skuli önnur geta fengið 5 au. verðlaun á pd.,
en hin engin verðlaun, af því hún selst brot
úr eyri lægra. Svo lítill verðmunur segir oss
alls ekki, að það smjörið, sem betur seldist,
hafi í sjálfu sér verið betra en hitt, og því er
ósanngjarnt að verðlauna það svo hátt.
Erá hvaða hlið sem lögin um útflutt smjör
eru skoðuð, verður þvl ekki neitað, að þau eru
mesta flaustursverk, og ljóst dæmi þess, hvernig
þingið hefir haft iandbúnaðarlöggjöfina í hjá-
verkum á seinustu árum.
Guðjón Guömundsson.
Vothey.
(Súrhey og sæthey)
(Niðurl.).
stakkstæðið eða gryfjubotninn er dreift,
gömlu heyi eða hálmi, áður en heyi er
borið upp, til þess að drekka f sig vökva sem
ef til vil sígur úr því, einkum ef það er sett
saman rnjög vott. Heyið er borið upp í lög-
um og er talið bezt að gjöra það með nokkurra
daga millibili. Hvert lag er haft 3—4 fet á
þykt, sjaldan yfir 4 —6 fet og ekki minna en
3 fet. Þyktin er hér miðuð við sigið hey.
4 fet af sígnu 'votheyi eru hér um bil 12 fet
af því ósígnu. Væri heyið borið alt upp í
einu, hindruðust hin góðu áhrifj sem loftið hefir
á það fyrsta daginn eftir samanburðinn. I
hvert skifti, sem bætt hefir verið ofan á heyið,
verður að láta á það farg að 10—20 klukku-
tíraum liðnum, en það er misjafnt, hve mikið
farg þarf; oft þarf 6—12 þuml. lag af grjóti
ofan á heyið. Ef svo vill verkast, má setja
fnllkomið farg á heyið hálf uppborið og taka
svo ofan af þvl eftir nokkrar vikur og bæta
þá heyi ofan á.
Sé heyið haft í opnum stökkum, þarf að
hlaða laglega úr því, hafa hliðarnar beiuar, ef
stakkurinn á að vera ferkantaður. Eigi hann
að vera kringlóttur eða sporöskjumyndaður, er
vandinn nokkuð rneiri; er þá bezt að setja
stangir niður með nokkru millibili á jöðrum
stakkstæðisins og hlaða úr eftir þeim. Stakk-
inn á að kemba utan jafnóðum og upp er
borið. Veggirnir eiga að verða lóðrétdr, en
draga þarf þá lítið eitt að sér, þegar upp er
borið vegna þess að þeir ýtast út af þrýsting-
unni. Hvort heldur heyið er í gryfju eða stakk,
á að troða það vel um leið og það er bor-
ið ujbp.
Ekki er vert að hlaða úr í mikilli rigningu
og það getur komið fyrir að þekja þurfi
heyið, því komist mikið vatn í það, getur það
orðið of súrt. Ef efsta skorpan mygi-
ar, verður að taka hana ofan af áður en
nýju lagi er bætt við. ÍPegar heyið er borið
upp, á að dreifa úr fónguhum.
Schumann ræður frá að salta vothey, það
gjöra þó sumir og þykir hæfilegt að hafa 1
pd. af salti í hver 1000 pd. af votheyi.
JÞað er misjafnt hversu mikið heyið sígur,
venjulega 2/s af upprunalegri hæð, stundum þó
að eins l/2. Sígi það svo, að hæðin verði ekki
meir en l/r>—*/« af Því ný samanbornu, þá hef-
ir fargið verið of mikið. Ef heystakkur sígur
misjafnt og þar af leiðandi fer að hallast, þarf