Freyr - 01.06.1904, Blaðsíða 6
54
FREYR.
Híds vegar hefir mörgum bónda sáruað það
að vonum, er þess hefir verið getið til, að or-
sök sýkinnar væri ekki annað en vöntun á
fóðri — horfelhr, enda er það illa samrýman-
legt við reynslu einstakra manna. — Eftir því
sem á líður veturinn, ágerist veikin og'drepur
hún vanalega flest í marz og aprílmánuði; úr
því fer hún að róna og batnar að mestu, þeg-
ar féð kemur út í gróandann á vorin.
AlmeuDÍngur hefir nefnt sýki þessa „lungna-
drep og skitupest11, aí því að mest ber á veiki
í lungum og meltingarfærum. I raun og veru
er hér um tvenskonar sýki að tala, en þar
sem þær virðast nær undantekningalaust fylgj-
ast að, er eðlilegt að þeim sé blandað saman.
Oft byrjar veikin með því að lömbin fara að
„missa kvið“ og éta dræmt með köflum, fá
svo hlessiug og niðurgang, er við og við skán-
ar, en kemur svo að segja jafnharðan aftur;
verða íöst í bakið og megrast mjög. Eftir því
sem þau leggja meira af, versnar niðurgangur-
inn og þrótturinn minkar, svo að þau verða
reisa, en missa þó oft ekki át með öllu, fyrr
en rétt undir hið siðasta. Dragast þau þann-
ig upp í vikur og mánuði og drepast að lok-
um; nokkur skrimta þó af og batnar sumum
að fullu, er þau ná í gróðuriun á vorin, en
sum ná sér aldrei til fulls og verða vanmeta
skepnur upp frá því. — Stundum er skitupest-
in svo skæð, að sjúklingurinn lifir að eins
nokkra daga eða skemur eftir að á honum sér.
Oft lýsir sýkin sér aðallega j því, að lömbin
verða mjög mæðin hafa hóstakjöltur og
hryglu, fá skitu við og við og dragast þannig
upp í lengri tima, en batnar þó mörgum, ef
þau tóra til vorsins. — Stuudum byrjar veik-
in mjög snögglega; lambið hættir alt i einu
að éta, stynur og blæs upp og niður;
heldur stundum hausnum aftur með sér og
bærir varirnar líkt og þegar kláðakind er
klórað og hringsnýst álíka og vankakind; fær
flog við og við og liggur þá stundum með
frampartinn á jörðu, en stendur að aftan stíf-
um fótum og deyr svo að degi eða sólarkring
liðnum, án þess að á skitu beri eða hósta til
muna. JÞegar veikin hagar sér þannig, kalla
sumir hana þar eystra „bráðdauða“. Dað er
þó ekki ætið að þessi tegund drepi stras;
lambið fer þá að tína hár aftur, fær hósta,
sjaldan mikinn, og talsverða hryglu, svo og
skitu, en fæstum af þeim batnar aftur.
Það sem auðvitað fyrst lá fyrir, var að
reyna að komast fyrir það, hver orsök sýki
þessarar væri, en til þess þurfti ég að vera
mér úti um og ná í alla þá skrokka, sem
hægt var að fá, kryfja þá og rannsaka öll
innýfli hæði í smásjá og án hennar. Er ilt eða
nær ógjörlegt að fást við slíkt á mörgum
stöðum, þannig að maður flytji sig um set bæ
frá bæ og mæltist ég því til þess við hændur,
að þeir færðu mér skrokkana jafnóðum og
lömbin dæu; gjörðu þeir það alment með
fúsu geði og með öllu endurgjaldslaust og
kann ég þeirn hér með þakkir fyrir.
I öllum skrokkum, sem eg krufði og rann-
sakaði, fann ég orma er valdið höfðu veikinni
og orðið kindinni að bana, annaðhvort bein-
línis eða óbeinlínis. Ormana fanu ég í öndun-
arfærunum (lungnaorma) og í meltingarfærun-
úm (maga- og garnaorma). Af lungnaormura
fann ég tvær tegundir (strongylus filaria og
str. paradoxus?); voru þær ýmist báðar í sömu
lungunum eða ekki nema önnur, en í öllum
lungunum fann ég lungnaorma. Auðvitað var
það afarmismunandi, hve mikið af ormum óg
fannn í hverjum lungum, enda fóru og skemd-
irnar mjög eftir því. I sumum lungunum var
aðeins lungnapípukvef með smáum bólgublett-
um hér og þar. Aftur voru önnur öll helbólg-
in, pípurnar fullar af blóðugu graftrarslími, og
stundum stórar ígerðir og fygldi oftast megn
brjósthimnubólga, svo að lungnasneplarnir voru
samloðandi og lungun oft föst við rifjahylkið.
I flestum lungunum fann ég meira eða minna
af fullorðnum lungnaormum (1— 4 þml. á lengd)
og ætíð, einkum í lungnabólgublettunum, ótölu-
legan sæg af örsmáum yrmlingum, ósýnilegum
með berurn augum, en í sumum fann ég enga
orma fullorðna, aðeins sæg af óþroskuðum
yrmlingum. Er mergðin af yrmlingunum jafn-
an gífurleg, skiftir eflaust oft miljónum.
Skeri maður í lúngnabólgublett og taki dropa
af vessunum, er að stærð sé líkt og títuprjóns-
haus, og setji undir smásjá, sér maður vana-
lega svo marga yrmlinga, að ekki verður tölu