Freyr - 01.06.1904, Blaðsíða 4
52
FREYR.
að setja skástífur við haun. t tenÍDgsmeter
af fullsignu votheyi er um 1600 pd. að þyngd,
teningsfetið um 50 pund.
Það er mjög mikilsvert, að hitinn verði hæfi-
legur. Safamikið hey eða blautt hitnar meira
en kraftlítið eða hálfþurt og eftir þessu verð-
■ ur að haga farginu. Sæthey verður b@zt við
55—60° hita; ætli hann að verða meiri, verður
að bera heyið upp þeim mun örara; með aukn-
um þunga mmkar hitinn. Reynist nú, svo að
hitinn haldist jafn og mátulegur, er rétt að
bíða nokkrar vikur með að bæta ofan á. Al-
drei á að bæta nýju lagi ofan á, eða auknum
þunga, fyr en nægilegur hiti er kominn í það,
sem undir er.
Schumann segir hæfilegt, að þungi fargsins
sé 700—1500 pd. á hver 10 [ýj fet af yfirborði
heysins. Kartöflugras og kraftlítið hey þurfi
700 pd., rófnablöð 850, smárahey 900 og há
1100 pd. Kraftmikið og stíft fóður svo sem
hestabaunir og annað, sem erfitt er að þjappa
saman, þarf alt að 1500 pd. á 10 0 fet. Hafr-
ar og bygg munu þurfa meira farg en háin.
Westermann segir, að fargið eigi að vera
mjög mismunandi eftir því hvort heyið sé í
gryfjum eða stökkum. Hann vill hafa fargið
1500 pd. á hver 10 0 fet í góðum gryfjum,
en alt að 4000 pd. á 10 [0 fet í stökkum.
Torfi ræður til að hafa fargið 1200—2000
pd. á 10 0 fet í gryfjum, ef heyið er há,
töðugresi eða hafrar. Eggert vill hafa fargið
1500 pund.
Þótt verið sé að gefa þessar reglur um
þunga fargsius, er þrátt fyrir það, þegar alt
kemur til alis, eingöngu með því að nota hita-
mæli, hægt að hafa fullkomið vald yfir því,
hvernig heygeymslan tekst. Mæliriun er hafð-
ur á stangarenda, sem stungið er inn í heyið.
Er hægt að panta þessa mæla frá útlöndum,
en þó mun ekki vera þörf á því, bændur gætu
búið stöngina til og sett svo á hana venjuieg-
an hitamælir, sem fæst í búðunum fyrir 50—
60 aura. Þegar mælinum er stungið iun í
heyið, er honum haldið þar nokkrar mínútur,
dregÍDn síðan út í einum svip og lesið á hann
um leið. Til þess hægra veiti að stinga mæl-
inum inn í heyið, má leggja spansreyr eða gild-
an vír í það, nm leið og hlaðið er úr, og þeg-
ar svo á að fara að rannsaka hitann, má draga
reyrinn eða vírinn út og láta hitamælinn í
staðinn, en þessum smugum má ekki halda
opnum, því þá gæti verið hætt við, að kalt
;loft að utan hefði áhrif á mælinguna. I stað-
inn fyrir reyr eða vír brúka sumir járnpípur.
I byrjun verður að rannsaka hitann oft á dag
og gera það víðar en frá einum stað, frá öll-
um hliðum.
Stigi hitinn ekki meir en 45—50° C. verður
heyið súrt; við 50—55° hita verður það ýmist
súrt eða sætt, þó fremur sætt; 55—60° hiti gef-
ur sætt hey, grænt á lit og er það bezta hey-
ið; 60—70° hiti getur gefið gott sætkent hey,
dökkgrænt brúnleitt eða dökkt á lit, með súr-
an keim. Eari hitinn yfir 70 eða 72°, er það
venjulega of mikið, heyið skemmist meira og
minna.
Eftir nokkurn tíma minkar hitinn í heyinu;
að 5—8 vikum liðnum er haun kominn niður
í 24—30° eða miuna; þá má fara að gefa af
heyinu, enda þótt venjulegt sé að láta líða 2—
3 vikur enu. Heyið heldur sér óskemt ár
eða iengur.
Þegar farið er að taka af heyinu, verður að
höggva það eða skera; er þá gengið í annan
endann og teknar sneiðar niður í gegD. Hey-
stallinum verður að skýla fyrir úrkomu. Bezt
er að leysa ekki meira í eiuu en gefið er á
hverju máli.
Votheyið er vitanlega mjög mismunandi eft-
ir grasgæðunum. Sé það af valllendi, líkist
það rótarávöxtum; í því er þó ofurlítið meira
af lífrænum efnum, en í túrnips og gulrófum,
en minna en í kartöflum. 100 pd. af votheyi
er álitið samsvara 120 pd. af túrnips eða 112.
af gulrófum. Talið er að 2—31j„ pd. af vot-
heyi jafngildi 1 pd. af þurru heyi, reyndar er
sú reynzla nokkuð á reyki; en það gefur þó að
skilja, að meiri þyngd þurfi af votheyi heldur
eu af þurru heyi, til. að gefa jafnmikið af nær-
ingarefnum, með því að í votheyinu er 5 sinn-
um meira vatn en í því þurra, en vothey er.
aftur talið auðmeltara en þurkhey. I votheyi
er .70—80°/,, af vatDÍ, líkt og í grasi.
Schumann segir, að vothey með góðri verk-
un, tapi ekki meir en 5°/0 af því næringargildir
sem nýslegið grasið hefir. Westermann telur