Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1905, Blaðsíða 1

Freyr - 01.05.1905, Blaðsíða 1
Milliþinganefndin í búnaðarmálinu. II. Frumvarp til laga um vátrygging sveitabœja. Af öllum frumvörpunum tólf er þetta ■stærst og kennir þar jafnframt mestrar ný- lundu. Ef meiri hluti allra hreppsbúa sam- jþykkir á lögmætum sveitarfundi að stofna brunabótasjóð fyrir hreppinn, eru búendur hreppsins skyldir að tryggja í honum öll ibúð- arhús og áfóst geymsluhús, ef þau eru til ábúðarnota. Heimilt er og að vátryggja i sjóðn- um peningshús, hiöðnr og önnur hús til ábúð- arnota. Sá sem sýnir sveitarstjórn árlega, skilríki fyrir þvi að hann hafi vátrygt hús sín i öðrum brunabótasjóði, er undan þeginn skyldu- úbyrgð í brunabótasjóði hreppsins, svo eru og undanskildar allar hiiseignir eða húsaþyrping- ur, sem virtar eru meira en 6000 kr., enda er brunabótasjóði ekki skylt að takast á hend- ur stærri ábyrgð á einu húsi eða húsaþyrpingu ■en nemur 4000 kr. Einn þriðjung húsanna má hvergi vátryggja og hvilir því brunahætt- an að þeim hluta á eiganda; hiua -/.s hluta brunaskaðans borgar brunabótasjóður. Sveitarstjórnin stjórnar sjóðnum og ábyrg- ist sveitarsjóður brunabætur gegn endurgreiðslu úr brunasjóði. Iðgjöld, sem ætlast er til að ■verði frá 1,60 til 4,20 af hverju þúsundi eftir bruuahættu að dæma, skal ábúandi greiða. Þó endurgreiði landsdrottinn leiguliða iðgjald fyr- ir regluleg jarðarhús. Þegar 10 hreppar á landinu hafa sam- þykt að stofna þannig lagaða brunabótasjóði og tilkynt það stjórnarráðinu, skal stofnaður sameiginlegur brunabótasjóður fyrir sveita- bæi og skal endurtryggja í honum að einurn þriðjungi virðingarverðs öll þau hús, sem vá- trygð eru í brunabótasjóðum hreppanna. Endurtryggingarsjóðurinn fær helming allra fastra iðgjalda frá váhyggendum og borgar brunabætur til jafns við brunasjóði hreppanna (þriðjung brunaskaðans). Eyrstu 10 árin skal •endurtryggingarsjóðnum lagður úr landssjóði jafnmikill styrkur og öll iðgjöld þau nema, er hann fær frá hreppunum og skal honum auk þess, efþörf gjörist, veitt vaxtalaust landssjóðs- lán, sem ekki má þó fara fram úr 10,000 kr. án þess að iagt sé aukagjald á brunabótasjóði hreppanna, til lúkningar á 10 árum þeirri upp- hæð, sem lánið fer fram úr 10 þús. krónum. Æilast er til að stjórnarráðið setji nákvæm- ar reglur um hvað eina, er að þessu máli lýtur. Þetta er aðeins aðalinnihald frumvarpsins, sem er í 27 greinum. Eylgja því alllangar og itarlegar athugasemdir og uppkast til reglu- gjörðar, og er rétt að bændur kynni sér það alt vel. Teljum vér sjálfsagt að frumvarp þetta verði að lögum á næsta þingi, enda er það að efni til mjög þarft og að voru áliti vel samið. Þar sem svo er ætlast til, að þetta verði aðeins heimildarlög, er engiu kvöð eða skylda lögð á neinn mann. Þeir ráða því sjálfir hvort þeir segja sig undir lögin eða ekki. En mik- ils þykir oss um það vert, að sem flestir hreppar verði til þess, því að þau miða að því að tryggja bústofn bóndans, en landbún- aðurinn má ekki við því, sízt frekar en aðrar atvinnugreinir, að fé því sem varið er til hans sé stofnað á tvær hættur. Erumvarp þetta gjörir sitt, ásamt ýmsu öðru, setn bólað hefir á á síðari árum, til þess að tryggja iandbúnaðinn, enda er þess full þörf, ef hann á að geta stað- ist í samkeppninni við aðrar atvinnugreinir. Þegar húið er að búa svo um hnútana, að pen- ingar þeir sem lagðir eru í landbúnaðinn séu yfirleitt eins vel trygðir og það ié, sem varið er í aðrar atvinnugreinir, þarf ekki að óttast, að þeim fjölgi ekki, sem vilja gjöra eigur sín- ar arðberandi á þann hátt. Nefrtdin ætlast til, að þeimsem hafa á hendi stjórn og umsjón sjóðanna sé ekki greidd nein þóknun fyrir starfa sinn og er það auðvitað til þess að draga sem mest úr útgjöldum vá- tryggenda. En ekki fáurn vér séð að sann- gjarnt sé að demba svo mikilli fyrirhöfn og

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.