Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1905, Blaðsíða 10

Freyr - 01.05.1905, Blaðsíða 10
42 FREYR. l>orv. Arasou fyrir bleikálótta stóðhryssu 12 v. 5IY4” á hæð 15 kr. hvor. — Sigurður Jónsson ReyDÍstað hlaut fyrstu verðl. 24 kr. fyrir bleik- húfótt naut 21/* árs, og Albert Kristjánsson Páfastöðuru önnur verðl. 16 kr. fyrir rauðskjöld- ótt naut jafngamalt. Fyrstu verðlaunum fyrir kýr var ekki útbýtt, en önnur verðlaun hlaut Pálmi Péturssoti Sjávarborg fyrir rauðhjálmótta kú 8 v. (10 kr.). I sýDÍngarnefnd voru þeir Jón óðalsbóndi Jónsson Hafsteinsstöðum, Jósep kennari Björns- son á Hólum og Jón (xuðmundsson á Sauðár- krók, kosnir af sýslunefnd. Guðjón Guðmundsson. Kjötskoðun í Reykjavík. í heilbrigðissamþykt fyrir Reykjavíkur kaupstað, sem öðiaðist gildi 1. apríl þ. á. er það meðal annars ákveðið, að frá sama tíma skuli hér fram fara opinber kjötskoðun. Skal hver sá, sem slátrar nautum, hestnm eða svín- um til að selja til manneldis, láta skoðunar- mann, sem bæjarstjórnin ræður, skoða skepn- urnar og skrokkana afþeim. Enginn má slátra skepnum til að selja, nerna hann hafi þartil feDgið skriflegt leyfi bæjarstjórnar. Eftir heilnæmi og gæðum kjötsins skal merkja það á þrennan hátt. Fyrsta flokks merki, sem er blátt (þríhyrningur með tölunni 1 innan í), skal setja á alt heilnæmt kjöt og gott. Sé kjötið miður gott, fær það annars flokks merki (svartur þríhyrningur með töl- unni 2 innan í), og skal merki þetta tákna við- vörun til neytenda um að sjóða kjötið vel eða steikja. Heimilt skal skoðunarmanni að setja annars fiokks merki á það kjöt, sem sóðalega er með farið, eða mjög horað, eða afmjöggam- alli skepnu, þótt ekkert sé annað við það að athuga, og sömuleiðis, ef slátrari hindrar kjöt- skoðunina á einn eða annan hátt, t. a. m. með því að draga undan skoðun eitthvað af slátrinu. — Þriðja merkið er rautt (orðið SJUKT, með sporöskjulagaðan hring í kriug). Það skal að- eins sett á kjöt af skepnum, sem slátrað er veikum (af bráðum sjúkdómi), ef það álízt ekki óhæft til manneldis. Merki þetta táknar, aú kjötið sé lakleg vara, sem eigi beri að selja fnllu verði, en þó ósaknæmt, sé það fljótt og vel soðið, éða þá brytjað í smábita og rækilega saltað eða gagnfryst. Súpu eða seyði af slíkú kjöti skyldi þó aldrei hafa til manneldis. Kjöt af veikum eða sjálfdauðum skepnum má ekki selja í vanalegum kjötbúðum. Kjöti skal lóga. samkvæmt 35. gr. heilbrigðissamþyktarinnar á þann hátt, að hella yfir það steinolíu. Dómi skoðunarmanns getur eigandi kjöts skotið til úrskurðar heilbrigðisnefndar innan 24 klukku- stundá frá því er kjötið var merkt. — .Fyrir- kjötskoðun og merking skal eigandi sláturgripa greiða skoðunarmanni 1. kr. gjald fyrir hvern hest og nautgrip eldri en ársgamlan og fyrir hvert svín, en 50 aura fýrir hesta og nautgripi yngri en ársgamla. Kjötskoðunarmann hefir bæjarstjórnin ráð- ið Magnús Einarsson dýralækni. Aðaltilgangur með kjötskoðuninni sé- auðvitað sá, að koma í veg fyrir að haft er hér á boðstólum óheilnæmt kjöt og að bæjar- búum sé selt fyrir góða vöru jafnt lélegt kjöt sem gott; en fyrir sveitamenn, framleiðendur kjötsins, getur skoðunin einnig haft talsverða þýðingu, þar sem hún miðar nokkuð að því að örva bændur til þess að ala upp góða og hrausta gripi og fara vel með þá, svo að vara þeirra verði bæði betri og útgengilegri; og með tímanum verður þá efalaust gjörður meiri mun- ur en nú á verði kjöts eftir því hvort það er góð eða léleg vara, 3V0 að það borgi sig að- al'a upp góða gripi til slátrunar. — Kostnað- urinn við kjötskoðunina er mjög óverulegur,. þar sem hann nemur ekki til jafnaðar meiru en svo, að verð kjötsins stígur aðeins um einm þriðjung úr eyri á pundið. Blóðug meðferð, Það er auðvitað engin nýlunda að sjá menn koma hingað til bæjarins dragandi dauð-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.