Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1905, Blaðsíða 12

Freyr - 01.05.1905, Blaðsíða 12
44 FR.EYR. á, að eðli og tilfiuuÍDgar dýranua séu á svo lágu stigi í saruanburði við menn, að þeim sé nær alt bjóðandi, jafnvel hinar verztu pynding- ar, án þess að þau finni neitt sérlega til þess. Auðvitað mun af öllum skepnum maðurinD hafa næmasta sársaukakend, en hún er einnig á háu stigi hjá flestum alidýrunum og mun hærra en margur virðist haida, eftir framkomu þeirra að dæma, því að eflaust mundi meðferð manna á dýrum yfírleitt miklu betri, et þeir skoðuðu þau ekki skynlausar eða skynlitlar skepnur, bæði að þvi er tilfinning og aðrar skynjanir snertir. Dýrin eru manninum líkari en marg- ur hyggur, og því ætti meðferð á þeim að vera því líkust, sem hver telur góða meðferð á sjálf- um sér. Margur mundi nú ætla að þau naut, sem lengst eru að komin, séu yfirleitt verst leikin, en svo er ekki. Flest af þeirn nautum, sem mest hefir sést á, eru úr nærsveitunum þaðan, 'sem vegalengdin nemur stífri dagleið, enda mun , oft farið með þau naut hingað svo að segja í einuiu áfanga. Hvað kemur nú til þess að skepnurnar verða svona? — I?að er ofur augljóst. Allir þekkja harðsperrur af eigin reynd og þessi hlóðuga bólga í vöðvum, sinum og liðum naut- anna er ekki annað en harðsperrur á afar háu stigi, svo háu, að menn munu sjaldan eða aldrei fá jafnmiklar, því að. þeir geta oftast skamtað sér af, ef ekki viljandi þá af því að þeir ör- magnast fyr en svo langt er komið. Allir kunna líka að verjast harðsperrum; það gjöra menn með því að fara sér hægt, meðan vöðv- arnir eru óæfðir, venja þá við vinnuna. Yanur göngumaður fær ekki harðsperrur, þótt hann leggi talsvert að sér, en sá sem er óvanur göngu eða vinnu yfir höfuð, dettur fljótt úr sögunni, fari hann ekki hægt af stað — Bás- stirður boli, sem staðið hefir hreyfingarlaus vetrarlangt, er álíka hæfur til gangs og mað- ur, sem legið hefir jafn langan tíma í rúminu. Engin furða þótt illa fari, þegar svo langvinnu óg algjörðu hreyfingarleysi fylgir löng og erfið ganga. Það er ofur auðvelt að koma í veg fyrir það, að sláturnautin fái harðsperrur svo nokkru verulegu nemi, þegar vif og vilja vantar ekki. Og þegar einu sinni er búið að benda bændÁ um á þessa blóðugu meðferð á nautunum, ef- ast ég ekki um að þá vanti ekki vilja til þess að bæta úr skák, því að ekki trúi ég neinir vilji kvelja gripi sína að þarflausu og það því síður sem þeir geta gjört sjálfum sér með því talsverðan fjárhagslegan skaða. Sum nautin; sem komið hafa hingað til slátrunar i apríl- mánuði, hafa verið svo illa til reika af harð- sperrum, að kjötið af þeim hefir verið mjög óútgengileg verzlunarvara og stundum jafnvel lítt boðleg, þegar mjög mikið hefir kveðið áð harðsperrunum. Það kjöt getur ekki fengið fyrsta flokks merki og selst því ekki eins vel. Það ætti því að vera ófrávikjanleg regla allra þeirra, sem senda hingað að vetrinum eða vorinu naut til slátrunar, að gefa þeim tæki- færi til þess að hreyfa sig úti stund úr hverj- um degi síðustu vikuna áður en lagt er af stað með þau og fara síðan hægt með þau, einkum fýrst í stað. Það borgar sig að vetr- inum að vera deginum lengur á leiðinni. A surnrin, þegar naut ganga úti öllum dögumr þola þau ferðina betur, og má þá fara nokkru hraðar með þau,' enda mun það tiltölulega sjaldgæft að þá kveði til muna að harðsperr- um í sláturnautum. — Það er bæði boð sam- vizkunnar og laganna að fara ekki ílla með skepnurnar, en þeir sem það gjöra, múnu ávalt sjálfa sig fyrir hitta. Magnús Einarsson. Búnaðarsamband Austurlands, Búnaðarsambandið hefir nú sent Lands- búnaðarfélaginu yfirlit yfir framkvæmdir þær til eflingar búnaði í Austuramtinu, er það ætlar að beita sér fyrir á næsta ári. Þær eru: 1. Undirbúningur 3. 4. búpeningssýninga sum- arið 1906, einni í hverri sýslu amtsins; enn eru þó ekki fast ákveðnar nema 3, í Austur- Skaftafellssýslu, Suður-Múlasýslu (Breiðdal) og í Vopnafirði.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.