Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1905, Blaðsíða 6

Freyr - 01.05.1905, Blaðsíða 6
38 f’TEYR. færri bæjum en árar eru á skipi og er slíkt heldur tafsamt. Svo verður öll fjærvera bænda og verkamanna því dýrari og tilfinnanlegri, í öllu falli óbeinlínis, sem minni afii er eftir heima. Auk þessa sem nú hefir verið til tínt, má heita að allur þorri manna kringum Breiðafjörð sé bundinn við viss kauptún, enda er verzlun- in þar víðast svo lík einokuninni fornu, að undrum sætir. A þessum vankvæðum verður engin bót ráðin fyr en nægar og hentugar gufubátsferðir komast á um allan Breiðafjörð og nokkuð út fyrir hann t. d. á veiðistöðvarnar í Vestur- Barðastrandarsýslu og til Isafjarðar. III. Hvað liefir verið gj'órt til þess? Margir hafa fyrir löngu séð, að gufubát þurfti að fá á Breiðafjörð. Sýslunefndirnar i Dala- og Austur-Barðastrandarsýslum hafa oftsinnis látið í ljósi að nauðsyn bæri til þess og óskað framkvæmdar á því. Sama mun einnig sýslunefndin í Snæfellsnessýslu hafa gjört. Eyrir forgöngu þingmannanna kringum Breiða- fjörð, hét, alþingi 8 þúsund króna styrk úr land- sjóði til gufubátsferða um fjörðinn árið 1903 og 10 þúsundum fyrir árið 1905. Sumarið 1902 áttu 3 menn fund með sér í Stykkishólmi til að ræða og undirbúa mál þetta. Höfðu sýslunefndir Snæfellsness-, Dala- og Austur-Barðastrandarsýslna kosið sinn hver af þeim og var Lárus H. Bjarnason fulltrúi Snæfellsnessýslu og forgöngumaður fundarins. A fundi þessum var gjört frumvarp til áætlun- ar og tillögur um farmgjald og mannflutnings- gjald. Lárus sýslumaðurtók svo að sér fyrir bæn hinna fundarmanna, að útvegareyna að gufubát áfjörðinn sumarið 1903 samkvæmtfundargjörð- inni og upp á hinu fyrirheitna fjárstyrk úr land- sjóði. Hann mun hafa gjört það, sem í hans valdi stóð til að útvega bátinn, en það kom fyrir ekki. Tilraunum sínum i þá átt hélt hann svo áfratu eftir að fjárveitingin var endurnýjuð og aukm, sem fyr segir. Báru þær að lokum þann árangur, að stórkaupmaður Thor E. Tulinius gjo ði sig Hklegan til að sinna málinu og ráð- gjö.ði að senda skýrt tilboð til Lárusar sýslu- manns kringum 17. jan. þ. á. um að halda uppi gufubátsferðum á Breiðafirði komandi sumar. Efndi þá Lárus sýslum. til fundar í málinu, en þegar fundarmennirnir úr Dala- og Austur-Barða- strandarsýslum komu til Stykkishólms á sett- um tíma, vildi svo óheppilega til, að Lárus sýslumaður var ekki heima og sátu því aðeins tveir fundinn. Thor Tuliníus var þá einnig horf- inn frá að gjöra nokkurt tilboð og bar það einkum fyrir, að hanu hefði ekki getað fengið bát trygðan til slikra ferða. Þar á móti kom Pétur M. Bjarnarson kaupmaður frá Isafirði með tilboð Um að halda uppi gufubátsferðum á Breiðafirði í sumar, og þó hann ekki vildi lofa eins stórum gufubát og menn höfðu áður haft í huga (40—50 tons að minsta kosti), virt- ist einsætt að taka tilboði hans, fremur en stofna til þess, að enn þá liði svo eitt árið, og hver veit hvað, að engin tilraun kæmist á. Þótti það líka bót í máli, að hann var fús til að láta bátinn koma miklu víðar við en áður haf'ði þótt tiltækilegt að fara fram á. Þessir tveir menn gjörðu þvi samning við Pétur M. Bjarnarson, sömdu áætlun fyrir bátinn og tiltóku farmgjald og mannflutningsgjald. Var farmgjaldið sett miklu lægra en áður hafði verið gjört ráð fyrir. Enn fremur lögðu þeir til, að hann fengi hinn lofaða styrk úr landsjóði. IV. Hvernig fer nú? Þetta mikilsverða mál virðist því ætla að komast á rekspölinn í ár, enda væri óskandi, að ekki hlypi nein snurða á það úr þessu. Breiðfirðingar hafa sömu þörf og ekki minni rétt til samgöngubóta en menn í öðrum héruð- ; um landsins, sem meira hefir verið hugsað um til þessa. Ekki þarf heldur að efast um að þingi og stjórn sé alvara með að fá þessu fram- | gengt. Þótt sitt muni hverjum sýnast um und- j irbúning irialsins, verður það vonandi ekki að j meini, því öllum má vera það ljóst, að mestu J varðar að fara varlega á stað og hafa ekki j meira í hættu en nauðsyn krefur; ef ekkert ó- happ kemur fyrir í upphafi, mun auðvelt að færast meira í fang síðar. Þegar stundir líða má búast við mjög miklum vöruflutningum um Breiðafjörð, en á fyrsta sumri hljóta þeir að

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.