Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1905, Blaðsíða 5

Freyr - 01.05.1905, Blaðsíða 5
FEEYR II. Hvað vantar? 37 andi, og víst er um það, að mörg eru þau. En fæst af’ þeirn er eyðisker ein. Allur fjöldi eyjanna er einkar grasgefinu og vel falíinn til garðræktar. Og ekki er þar eyðilegt. A þeim ög yfir þeim er kvikt af ým- iskonar fuglum og kringum þær er fjöldi sela nær á öllum árstimum; alt er fult með lif og fjör. Þar eiga þúsundir, tugir og hundruð þúsunda af æðarfugli heimkynni sin, þar byggja lundar holur sínar, þar fylla mávar, svartbakar kriur og fleiri fuglar loptið með klið og vængjaþyt. Ekki er heldur ljótt útsýnið af Breiðafirði. Að sunnan er Snæfellsjökull, framtyptur, hár, hjarnglæstur, með landvættasvip og fornaldar- sniði; Hvammsfjörður og mynni hans skilur hann frá Klofningnum svo hlið verður í girð- inguna. Að norðan lypta hálsarnir í Austur- Barðastrandarsýslu gnípum sínum fram yfir fjörð- inn, svo taka Barðastrandarfjölliu við, þá Siglu- neshliðar og vestast Skor; til vesturs er hafið stormþrungið, blævakið eða logngljáandi, mátt- ugt, ríkt og dularfúlt. Þá eru sveitirnar kringum fjörðinn ekki heldur mjög slæmar. Plestum, sem til þekkja, verður tíðrætt um gæði Snæfellsnessýslu, þó nú sjái hún í ýmsu dapra daga. Breiðafjarðardal- ir hafa jafnan verið taldir með beztu sveitum landsins og oft skipaðir afburðamönnum, en jafnan dugandi drengjum. Minst mun þykja spunnið í Barðastrandarsýslu, en þó er það meira en margur hyggur. Þar eru hinir beztu land kostir; má það þar enn til sauns vegar færa er Þórólfur forðum sagði um ísland, að þar drýpur smjör af hverju strái. En samt er fólkið í þessum héruðum víð- ast laklega mannað og á við fremur þröngan kost að búa. Snæfellsnessýsla er orðin víðfræg að end- emum, hvað landhúnaðinn snertir, Skarðströnd er ekki hóti betri, og Barðastrandarsýslu er að engu getið, því sá þroski og manndómur, sem þar var sumstaðar kringum miðja síðustu öld, er nú stórum þorrinn. Orsakir þessa eru marg- ar; hirði jeg eigi að rekja þær, það yrði lika raunasaga, en Jæt hér nægja að benda á eitt af mestu meinum manna á þessu svæði og er það samgönguleysið. Nokkuð hefir verið gjöit á síðari árum til að bæta samgöngurnar við Breiðafjörð. Nýir verzlunarstaðir hafa risið upp, en það var eins- og að setja nýja bót á gamalt fat, euda sýnist árangurinn vera þar eftir. Hvammst'jöi ður var mældur og siglingar tókust inn á haun. Gufu- skip koma alloft i 8tykkishóJm og á Oiafsvíkr nokkrum siunum á Skarðstöð og svo á Eiatey- En víðast kemur þetta ekki nema að hálf- um notum og sumstaðar miklu minna. Snæfellsnessýsla mun hafa einna beztar samgöngur við Reykjavík, en hana vantar hetri samgöngur innan sýslu og við önnur héruð kringum fjörðinn. Dalasýsla verður miklu ver úti, því ferðir Skálholts og annara skipa í Búð- ardal og á Skarðstöð eru alveg ófullnægjandi og koma sumum hreppum að litlu haldi. En þó kastar tólfunum þegar kemur í Barðastrandar- sýsiu. Þar stendur svo kynlega á, að menn hafa haft meira ógagn en gagn at’ straudt'erð- unum, því þegar tíðar skipaferðir hófust milli Isafjarðar og Norðurlauds, lækkuðu þær vörnr manna, sem seldar voru og eru urn Isafjarðar- djúp, ekki minna í verði en um fimtung og fiskifang varð hæði miklu torfeugnara og drjúg- um dýrara. Þær einu samgönguhætur, sem landhrepp- arnir í Austur-Barðastrandarsýsluhaf'a haft nokk- urt teljandi gagn að, eru gufuhátsferðirnar um ísafjarðardjúp og koma Skálholts á Hólmavík.. En þetta nær skamt, því það er meira en lítið eftir fyrir allflesta, að þurfa að flytja föng sín á hestum frá Arngerðareyri og Hólmavík, þó þau komist þangað með skaplegum kostnaði. Sumt af nauðsynjum sínum fá menn þar úr Elatey og Skarðstöð; er þó að sækja 2—5 mílur á sjó og víðast drjúgan spöl á landi að auki. Hvorttveggja þetta ferðalag verður dýr- ara og torveldara með ári hverju. Hestahald verður dýrara eptir því sem heyskapurinn sök- um fólkseklu gjörist kostuaðarsamari og stund- um rninni. Sama er að segja um sjóferðirnar, Nú er allvíða eigi nema eiun fullorðinn karl- maður á búi nema helzt um sláttinn. Verður því að hafa samtök til sjóferða af ekki öllu

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.