Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 14
14 LJ ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ 1. Hafið þér áhuga á því hvernig farið er með líkama yðar að yður látnum? 2. Getið þér hugsað yður að tilraunir verði gerðar með líkama yðar eftir dauðann? 3. Mynduð þér óska eftir að lög mæltu fyrir um að óheimilt væri að hreyfa við líkama yðar eftir dauð- ann? 4. Getið þér hugsað yður að lifa eftir dauðann sem „vara- hluti“ í annarri manneskju? 5. Getið þér hugsað yður að ánafna í lifenda lífi hluta af sjálfum yður til slíkra þarfa? 6. Mynduð þér vilja þiggja greiðslu fyrir slíkt? 7. Teljið þér fært að leyfð sé slík „verzlun" með mann- lega varahluti? 8. Mynduð þér vilja arfleiða einhvern að líffærum yðar? 9. Skiptir það yður engu máli hver kynni að fá þessi líf æri ? 10. Vilduð þér setja það sem skilyrði að það væri „góð manneskja?" 11. Væri yður sama þótt manneskja með annan litarhátt fengi liluta af yður? 12. Trúarskoðun? 13. Hvað með dýr? 14. Haldið þér að hjarta yðar flytti með sér persónu- leika yðar? 15. Teljið þér að þér lifið sjálfur ef eitt líffæra yðar gerir það? 16. Væri þá léttbærara að deyja? 17. Teljið þér ósmekklegt að ósæmilegt að lifandi mann- eskja fái líffæri látinnar? 18. Getið þér aðeins hugsað yður að gefa hjarta yðar þeim, sem yður þykir vænt um? 19. Teljið þér möguleika á að læknar stytti sjúklingi ald- ur til þess að geta bjargað öðrum sjúklingi með líf- færi hins látna?

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.