Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 6
6 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ bannað að hreinsa til. Aðeins sjúkrahús fengu hjálp her- manna, til að f jarlægja úrgang og annað þaðan. Dvölin í París var lærdómsrík, þótt París sjálf væri leiðinleg og sýndi andlit ofstækis og öfga, sem ásamt öðru verra eyðilagði þá ánægju, er ferðamaðurinn annars getur notið svo ríkulega í þessari fögru og sögufrægu borg. Frá París lá svo leiðin um London, Kaupmannahöfn til Stokkhólms á einum og sama sólarhring, þar sem Norrænt ljósmæðramót var að hef jast. I Stokkhólmi dvaldi ég síðan í 6 vikur og heimsótti margar góðar stofnamr þ. á. meðal Sodersjukhuset, sem ég þekkti vel frá gömlum tíma, Danderyd Sjukhus, Karolinska Sjukhuset, Alm. B. B. Mæðradeildina í Mársta og hið fræga Bláklintshem í Lin- köping. I Stokkhólmi bjó ég allan tímaim í Ljósmæðraskólan- um, sem kom sér einkar vel, því ég var orðin afar lang- þreytt á stöðugum flutningum frá einni stofnun til ann- arrar. Auk þess sýndu þær mér þann sérstaka velvilja, að láta mig ekki greiða eyri fyrir dvöl mína þar, og það kom sér vel fyrir galtóma pyngju. Hvað er það þá, sem ber hæst í minningaheimi mínurn frá þessari dvöl? Það er margt, sem ég minnist þakklát- um huga alveg sérstaklega, en e. t. v. hefur það þó glatt mig allra mest að sjá og heyra, að þrotlaust starf manna eins og Dr. G. D. Read og Dr. F. Lamaze nær stöðugt meiri árangri og fer nú sigurför í huganum og störfuia starfandi lækna og ljósmæðra víða um heim. Hugsjónir og skoðanir þessara manna hafa átt hug minn allan allt frá mínum fyrstu ljósmóðurárum, og því ekki að undra, þótt þetta hefði gleðjandi og uppörvandi áhrif á mig- Eins og öllum er sjálfsagt þegar ljóst, á ég hér við hlið málsins, er snýr að því að efla hjá verðandi mæðruh1 heilbrigða afstöðu gagnvart hlutverki sínu, hjálpa þei111 og hvetja til andlegs og líkamlegs heilbrigðis og hreiu-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.