Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 13
L JO SMÆÐR ABLAÐIÐ 13 Varahlutir Seint í fyrrasumar las ég í Morgunbl. fregn, sem vakti sérstaka athygli mína. Þar var skýrt frá velheppnuðum hjartaflutningi er framkvæmdur var í Houston í Texas. Hjartaþeginn var 6 ára stúlkubarn en hjartagjafinn 10 ára gamall drengur. Sagt var, að foreldrar hans hefðu látið flytja drenginn dauðvona að sjúkrabeði litlu stúlk- unnar, til þess að tryggja svo sem unnt var, að hún mætti lifa. Það var þó niðurlag greinarinnar sem vakti mig til sérstakrar umhugsunar, en það var á þessa leið. Lengi hafði verið leitað að hjartagjafa með hæfilega stórt hjarta fyrir þessa telpu, og lífsvon hennar dvínaði með hverjum deginum sem leið. Loks fundu læknar dreng með hjarta, sem talið var hæfa, en að honum látnum harðneituðu for- eldrar hans að gefa leyfi sitt til hjartaflutnings eða láta skerða lík sonar síns á nokkurn hátt. Er svona skammsýni og miskunnarleysi sérstætt fyrirbæri, eða hver er afstaða manna til slíkra hluta? Skömmu síðar rakst ég á þýzka tímaritsgrein. Þar var ^ent á þá staðreynd að við, sem lifum á slíkum framfara- tímum, verðum að vera reiðubúin að svara ýmsum spurn- 'íigxim og taka afstöðu til mála, sem sumum kunna að þykja óhugnanleg eða fráleit. Enginn veit sína ævina fyrr eh öll er, og læt ég því lesendum Ljósmæðrablaðsnis eftir að hugleiða þær spurningar, sem þetta víðlesna þýzka tímarit lagði fyrir sína lesendur. Spurningarnar eru að h'ínum dómi vel þess virði.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.