Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1924, Blaðsíða 10
4
TÍMARIT V. F. í. 1924.
í verðlaunaritgerð (Prisopgave) fyrir Dani og ís-
lendinga:
Þess er óskað, að gerð sé grein fyrir því, a) hvern-
ig auðið yrði að tengja iðnefnafræðilegan (teknisk-
kemiskan) iðnað til hagnýtingar á fiskafurðum betur
en nú er við fiskveiðarnar í Danmörku og á Islandi,
b) hvernig fiskveiðar og iðnaður eigi að vinna sam-
an og c) hvernig iðnrekstrinum eða stöðvunum skuli
komið fyrir.
Til verðlauna fyrir bestu úrlausnir hins gefna verk-
efnis, hefir sjóðurinn veitt alt að 4000 kr. upphæð.
Stjórn sjóðsins hefir falið nefnd manna, að dæma
úrlausnir þær, er gefnar verða, og eru í henni þeir:
prófessor Karl Meyer, fiskimálefnastjóri F. W. Mor-
tensen, prófessor dr. phil. Orla-Jensen, forstjóri líf-
fræðis-stöðvarinnar, dr. phil. C. 0. Joli. Petersen,
prófessor P. E. Raaschou,
Úrlausnirnar skulu sendar í síðasta lagi 1. nóvem-
ber 1926 til Den Polytekniske Læreanstalts Fond for
teknisk Kemi, Den polytekniske Læreanstalt, Köben-
havn. Skulu þær helst vera vélritaðar og þá í tveim
eintökum — frumrit og afrit — og sjeu með ein-
kunnarorðum (Motto) eða auðkenni (Mærke) og fylgi
þeim nafn og heimilisfang liöfundar í innsigluðu um-
slagi, auðkendu á sama hátt.
Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að birta hinar
verðlaunuðu úrlausnir að öllu eða nokkru leyti.
Stjórn sjóðsins hefir sótt til danska atvinnumála-
ráðuneytisins um að ríkið vilji Veita nokkura upp-
hæð til þess að hækka verðlaunin, svo að þau yrðu
það ríflegri en auðið væri án þeirrar viðbótar, að
þau hvettu menn, sem hafa kynnu áhuga og þekk-
ingu á málefninu, til þess, að leggja út í úrlausn
verkefnisins.
1000 ára vatnsrenslisathuganir.
Augljós afleiðing veðurfarsins eru þær breytingar,
er verða á vatnsmagni í ám og vötnum. Þessar breyt-
ingar hafa verið mældar í mörgum löndum um all-
langt skeið og rannsakaðar af ýmsum fræðimönnum,
Meðal þeirra eru nokkrir Englendingar, er hafa kom-
ist að þeirri niðurstöðu, sem hér verður skýrð í
aðalatriðunum.
Þeir tóku fyrir mælingar frá þessum stöðum.
Á Suðurhveli jarðar:
Adelaide 1840—1914
Kapstaður 1840—1914
Brisbane 1858—1914
Hobart 1841—1879 og 1883—1914
Melbourne 1841—1850 — 1855—1914
Sidney
Á norðurhveli jarðar:
Padua 1741—1817
Saltvatnið mikla (Utah) 1850—1911
London (Greenwich). . 1726—1914
Reyndu þeir að finna á hve löngum tíma mæling-
arnar endurtaka sig og prófuðu með 11, 13 og 33
ára lotu. H. C. Russel, stjörnufræðingur í nýja Suður-
Wales, reyndi síðan með 19 ára lotu og kemur hún
heim við mælingarnar bæði vel og lengi.
Enski verkfræðingurinn Th. W. Keele hefir auk
þess rannsakað vatnshæðarathuganir í ánni Níl, en
þær eru til frá 1736—1800, eða í 64 ár, ogfrál825
—1909 eða 84 ár, þ. e. 148 ár samtals. Keele komst
að þeirri niðurstöðu, að líklegust lota fyrir Níl væri
annaðhvort 56 eða 114 og jat'nvel 171 ár. (Þ. e. 3,
6 og 9 sinnum 19 ára lota, sem Russel fann fyrir
aðrar ár).
Ensku yfirvöldunum var kunnugt um, að eldri
mælingar á vatnshæðinni í Níl voru til á arabisku,
en það hafði lengi vel ekki tekist að þýða þær, fyr
en nú fyrir skömmu, að Graig, forstöðumaður veður-
athugana komst fram úr þeim. Þá tók Keele aftur
til við að. rannsaka mælingarnar í hlutföllum við
hæðarmælingu 880 cm. ofar en meðalsjávarhæð hjá
Alexandríu. Arabisku mælingarnar ná yfir 811 ár,
svo að alÍ8 eru þá kunnar mælingar í Níl um 959
ára skeið, og komst Keele að þeirri niðurstöðu, að
76 ára lota ætti best við, en það kemur einnig heim
við mælingarnar í Ástralíu.
Nærri liggur að leita skýringa á þessai'i endur-
tekningu og tók Keele eftir því, að hvert skifti, sem
getið er um í annálum, að miklir þurkar hafi geng-
ið, stórflóð eða hallæri hafi verið, er jafnan talað
um halastjörnuna miklu. í vatnshæðarlínum Keeles
fellur mesta lágrensli jafnan um leið og halastjarna
Halleys kemur fram. (Margir núlifandi menn hafa
séð hana og góð lýsing er til af henni í Leipziger
Illustrierter Zeitung nr. 3476 frá 10. febr. 1910, bls.
230—31). Keele fékk þá C. J. Merfield stjörnufræð-
ing, South Yarra, Melbourne, til þees að reikna út
fyrir sig, hvenær halastjarnan hefði verið næst sólu,
síðan 240 árum fyrir Krists burð, en svo lengi var
hægt að rekja gang hennar aftur í tímann. Voru 76
ár þess í milli eða því sem næst. Keele notaði nú
þessa reikninga stjörnufræðingsins og hefir sömu
lotu byrjandi við hæsta hárensli á vatnsrenslislin-
unni frá Sidney, en það er árið 1893. Koma línurn-
ar furðanlega vel heim; t. d. var hægt að rekja mink-
un úrkomunnar árin 1901—1916 í 76 ára lotum alt
til ársins 640 eftir Krists burð, eða nærri 13 aldir.
Keele tekur það fram, að þessir reikningar séu
ekki alveg nákvæmir, en þó nógu nærri lagi til þess,
að telja megi þetta mjög merkilegt.
(Þýtt úr Schweizerische Wasserwirtschaft)
Prentsmiðjan Acta 1925