Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1924, Blaðsíða 6
20
T 1 M A R I T V. F. í. 1924.
1. mynd. Landsbankahúsið i Roykjavik.
Landsbankahúsið.
Landsbankahúsið, sem hjer fylgja myndir af, erán
efa vandaðasta húsið, sem reist hefir verið hjer á
landi, enda hefir ekkert verið til þess sparað, að
húsið yrði sem fullkomnast.
1 brunanum 1915 skemdist gamla bankahúsið svo
mikið, að ekki var unt að nota það áfram, flutti
bankinn þá í pósthúsið og nokkru seinna i hús Nathan
& Olsen. Um haustið 1921 ákvað svo bankastjórnin
að reisa nýtt bankahús á sama stað og gamla banka-
húsið stóð.
Um veturinn 1922 var svo unnið að uppdrátt-
unum, og um vorið var boðið út í ákvæðisvinnu, að
koma húsinu undir þak og fullgera það að utan.
Um haustið var húsið fokhelt, og um nýárið var
boðin út öll múrvinna, innanhúss, og var henni lok-
ið á miðju sumri 1923; um sama leyti var byrjað á
tréverki innanhúss, og því iokið í byrjun næsta árs.
Nokkru fyrir áramót var byrjað á málningu, og í
lok febrúar var allri vinnu við bankahúsið lokið. 1.
mars 1924 flutti bnnkinn í húsið.
Alt húsið er úr steinsteypu, veggir, gólf og stig-
ar, en þakið er úr timbri, klætt með þakskífu.
í kjallara hússins er miðstöð, kolageymsla, eldföst
geymsluhólf, herbergi fyrir bækur og almenningsbox.
I almenningsboxi eru um 400 geymsluhólf og er all-
ur frágangur þeirra svo góður, sem frekast er kraf-
ist í nýtísku bönkum erlendis.
A 1. hæð er afgreiðslusalur bankans, herbergi fyrir
eftirlítsmann, og í öðrum endanum uppgangur á efri
hæðirnar.
Allir veggir í afgreiðslusalnum eru klæddir með
„teaku-trés þiljum upp í 1,80 m. hæð frá gólfi, einnig
er stigi úr bankasal og upp á 2. hæð og afgreiðslu-
borð úr „teaku-trje. Allar súlur, plata á afgreiðslu-
borði og gólf í almenningi, er klætt með marmara.
Veggir fyrir ofan þiljur eru olíumálaðir, nema vestur-