Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1925, Síða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1925, Síða 8
34 T í M A R I T V. F. I. 1925. ist bæði vetniskjamar og rafeindir. pegar talað er um brautir er átt við þær, sem rafeindimar fylgja, þegar atómið er í sínu eðlilega ástandi, þá eru raf- eindirnar eins nálægt kjarnanum og hægt er). Næst kemur lithium. þar hefir bæzt við ein ytri rafeind. Spurningin er nú, hvar hún tekur sjer sæti, hvort hún slæst í hóp með þeim tveim, sem fyrir voru í helium- atóminu. Eftir kenningu Bohrs getur hún það ekki. það er ekki rúm fyrir hana þar. Með henni byrjar nýr brautarflokkur lengra í burtu og hún gengur í talsvert aflöngum sporbaug. Stærðfræðilega er hægt að sanna, að þessi rafeind verði miklu lausara bund- in en hinar tvær, sem innar era og í fullu samræmi við það er sú staðreynd, að lithiumatómið er gjamt á að mynda eingilda pósitífa jón1). Ysta rafeind- in getur losnað frá, ef eitthvert efni (atóm), sem getur bætt við sig rafeind. er í nánd. þenna sama eiginleika hefir vetnisatómið. Rafeind þess getur líka losnað frá kjarnanum, en hún er talsvert fastar bundin en yzta lithiumrafeindin. (I þessu atriði er vetni skylt alkalíummálmunum, enda kemur það í sömu línu). Á hinn bóginn reiknast mönnum til að rafeindir heliumatómsins sjeu fastar bundnar en yztu rafeindir nokkurs annars atóms. Sú heild, sem heliumatómið myndar, er sjálfri sjer nóg, vill hvorki missa neitt nje ásælast. í samræmi við þetta era allir eiginleikar heliums. það er ein af hinum óvirku lofttegundum, sem engin efnasambönd mynda, vilja yfirleitt ekkert hafa saman við önnur efni að sælda, að minsta kosti ekki svo mikið að atóm þeirra geti fallist í faðma við önnur atóm til þess að mynda stærri heild. Hin efnin, sem þannig er ástatt með, eru neon, argon, krypton, xenon og niton. það eru þau sem aðgreina raðirnar. öll þessi efni verður maður, samkvæmt áðumefndum eiginleikum að hugsa sjer að hafi sjerlega trausta atómbyggingu, og það fá þau einmitt eftir kenningu Bohrs. Raf- eindir þessara efna eru 2, 10, 18, 36, 54, og 86 að tölu (ytri raf.). Stærðfræðilega má sanna, að með þessum fjölda fáist atóm, sem hvorki vilja missa neitt af ytri rafeindunum nje hafa tilhneigingu til að bæta neinum við sig. (í niton, sem er eitt af geislamögnuðu efnunum getur kjarninn af óþektum ástæðum breyzt, þannig að hann missir heliumatóm, og þá raskast auðvitað alt jafnvægið). Hlutfallslegur atómþungi þriggja fyrstu efna kerfisins er, eftir röð 1, 4 og 7. Næst kemur berylt- lium með þunga 9, ytri rafeindir eru þar 4. Tvær þeirra eru bundnar eins og rafeindirnar í helium. Hinar tvær eru bundnar á svipaðan hátt og ysta rafeindin í lithium. þær eru fastar bundnar en hún, *) Jón (í flt. jónir) kallast atóm- eða sameindarhhitar, sem hlaðnir eru annaðhvort pósitífu eða negatífu raf- magni. en geta þó báðar losnað frá. það er í samræmi við þann eiginleika berylliums að mynda tvígilda pósitífa jón. Næsta efni, bór, bætir við einni ytri rafeind, enda getur þetta efni undir vissum kringumstæðum myndað þrígilda pósitífa jón, við það, að allar þess- ar þrjár ystu rafeindir, sem hafa sömu aðstöðu gagn- vart kjarnanum, geta losnað frá. í kolefninu (C) með atómþunga 12 hefir ein ytri rafeind bæzt við. Allar athuganir og útreikningar benda í þá átt, að þessi sjötta rafeind lendi í sams- konar braut og þrjár yztu rafeindirnar í bóri. Tvær hinar instu halda sínum brautum óbreyttum frá því sem var í helium, en hinar fjórar ganga i sporbaug- um þar fyrir utan. þessar fjórar brautir hafa sjer- staka symmetriska innbyrðis afstöðu. (Kolefnið hefir líka sjerstöðu meðal frumefnanna, myndar langar atómkeðjur og hringa). Næstu 4 rafeindirnar hugsar Bohr sjer að myndi hringa innan áðurnefndra fjögurra sporbauga. Á umferð sinni í sporbaugunum eru rafeindirnar mjög misjafnlega langt frá kjarnan- um (sem er í brennidepli), og þær geta í hinum yztu sporbaugum stærstu atómanna á nokkru svæði kom- ist jafnvel inn fyrir allra instu brautirnar. þegar hjer er komið er neonatómið myndað. þá er lokið öðram brautaflokknum með 8 rafeindum og mynduð traustbygð heild, líkt og heliumatómið. Næsta efni á undan neon er fluor, og hefir það einni rafeind færra. það hefir tilhneigingu til þess að bæta við sig einni rafeind og myndar þá eingilda negatífa jón. þá er rafeindal'jöldinn orðinn sá sami og í neon og byggingin orðin lík. það er eðli efnanna að reyna að ná þeirri byggingu, sem traustust er. þegar komið er að natrium, sem er næsta efni eft- ir neon, byrjar 11. rafeindin á nýjum brautaflokki, lengra burtu frá kjamanum, og þeim flokki er ekki lokið fyr en með argon. þá hafa bæzt við 8 raf- eindir. Um þær er svipað að segja og hinar 8 ystu

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.