Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1925, Page 10
36
T I M A R IT V. F. 1. 1925.
unni Sýnir það meðal annars, á hversu reikulum
grundvelli þetta hvílir enn þá, að upp á síðkastið er
Bohr farinn að halda því fram, að orkuinnihald at-
ómanna geti breyzt þó rafeindimar flytjist ekki
milli brauta. Áður hefir hann haldið því fram, að
orkan gæti aðeins breyst við slíkan flutning. Sam-
kvæmt hinni nýju viðbót við kenninguna ætti t. d.
vetnisatómið að senda frá sjgr rafsegulöldur með
tvennskonar sveiflutölu, þegar rafeindin er í 3. braut,
sem sje með báðum þeim sveiflutölum, er svara til
flutnings frá 3—2 og 3—1. Ef rafeindin flyzt í
braut nr. 2, byrjar atómið strax að senda frá
sjer öldur með sveiflutölu þeirri, sem svarar til
flutnings 2—1. þegar rafeindin er komin í braut 1,
þ. e. í sitt eðlilega ástand, sendir atómið enga
orku frá sjer, enda mundi af slíkri orkugeislun leiða,
svo sem fyr er sagt, að rafeindin yrði að flytjast
nær og nær kjarnanum, og það er auðsjeð, að slíkt
er útilokað, því það er þó staðreynd, að rafeindabraut-
irnar hafa þverm.,er aldrei fer niður fyrir vissa stærð.
þess má geta, að fylgjendur þessarar nýju kenn-
ingar telja, að strangt tekið gildi orkusetningin ekki
um víxláhrif milli geislaorku og atóma, nema um mik-
inn fjölda af atómum sje að ræða. Annað mál er það,
hvort þetta kemur nokkurn tíma í ljós við tilraunir,
vegna þess, að þar er að jafnaði einmitt unnið með
mikinn fjölda af atómum. þeir hinir sömu telja einn-
ig, að orsakasetningin muni á þessu sviði standa höll-
um fæti; en út í þá sálma skal ekki frekar farið hjer,
með því að þessar tilgátur eru nýkomnar fram.
þess hefir áður verið getið, að röntgengeislar og
gammageislar sjeu sama eðlis og Ijósgeislar. Er því
rjett að minnast á, hvemig talið er, að þessir geislar
myndist.
I sambandi við myndun Ijósgeislanna var aðallega
rætt um vetnispektrið, þ. e. ljós það, sem vetnisatóm-
ið sendir frá sjer. þegar ytri rafeindimar eru margar
og skipa sjer í marga brautaflokka, geta hreyfingar
þeirra orðið á miklu fleiri vegu en í vetnisatóminu,
þar sem aðeins er ein. Rafeindirnar í instu brauta-
flokkunum verða mjög fast bundnar, vegna þess, að
kjarninn er stór og sterklega rafmagnaður. Til að
losa þessar rafeindir þarf mikla orku. En sje búið
að losa einhverja af þeim, svo að autt sæti verði, hafa
rafeindir þær, sem utar eru, möguleika til þess að
flytja sig þangað inn, og við það losnar mikil orka,
er kemur fram sem geislar með harri sveiflutölu,
(sbr. formúluna h . v = Ex -f- E2).
þetta eru röntgengeislar. Sveiflutala þeima er
margaflt minni en ljósgeislanna (öldubreiddin lítil),
en annars eru engin sjerstök takmörk milli þeirra og
útfjólubláu geislanna. þessi atóm, sem gefa þannig
röntgengeisla, geta auðvitað einnig sent frá sjer
ljósgeisla, til þess þarf minni orku og þeir myndast þá
við flutning rafeinda utantil í rafeindakerfinu, en
röntgengeislar við flutning inn í instu brautaflokk-
ana. Hörðustu röntgengeislarnir (þeir sem hafa
hæsta sveiflutölu) fást við flutning inn í allra instu
brautirnar. Sveiflutalan fer vaxandi með atóm-
þunganum.
Öldubreidd gammageislanna er enn minni en
röntgengeisla, en engin ákveðin takmörk eru þar á
milli, frekar en milli röntgengeisla og ultrabláu
geislanna.
Samkvæmt því, sem áður er sagt, eru gammageisl-
arnir orkufrekari en aðrir geislar og skoðun manna
er sú, að þeir eigi að jafnaði rót sína að rekja til
breytinga innan atómkjamans.
Ný og gömul heiti úr sjómannafræðinni,
með þýðingum á ensku, þýsku og dönsku,
Akkerislás — Anchor-lock — Ankerschloss — An-
kerlaas.
Akkerisskeið — haws-hole — Kliisenloch — Klyds.
xisgöng (flt.) — Tunnel — Tunnel — Akselgang.
Atrennulykkja — running nose, ground snare —
Laufdohne — Rendelökke.
Aukavjel — Auxiliary engine — Hiilfsmaschine —
Hjælpemaskine.
Austurop — scupper — Speigat — Spygat.
Austurrenna — waterway eða gutter — Wasser-
gang — Rendesten.
Band, sjá röng.
Bárufleygur — oilbag — Öldámpfer — Oliedæmper.
Bátsugla — boat davit — Bootsdavid — Baaddavid.
Bifari — steamturning engine — Dampfdrehvor-
richtung — Drejemaskine.
Bjargbátur — life boat — Rettungsboot — Red-
ningsbaad.
Bjargbelti — life belt — Rettungsgiirtel — Red-
ningsbælte.
Bjargfleki — life raft — Rettungsfloss — Red-
ningsflaade.
Bjargreip — life-Iine — Rettungsleine — Rednings-
line.