Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1926, Qupperneq 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1926, Qupperneq 6
24 TI M A R I T V. F. í. 1926 aflur á bak, þar eð útkoman verður hin sama, hvort /í = 0° eða 180°. Rf nú er gengið út frá, að v sje hraði jarðar á braut sinni verður (-)*=(^-)2 = 10-8 ' c ' -jooooo7 og 1 verður þá að vera 108 '^, til þess að annar geisl- inn verði öldubreidd á undan hinum. Ef nú öldu- breiddin er 0.00000045 m = 45-10-8, þarf armurinn að vera 45 metra langur, til þess að verði heillrar öldu munur. Nú er hægt að mæla hrot úr öldubreidd og hins- vegar var armurinn i hinum síðustu tilraunum gerð- ur 68 metrar, með því að kasta ljósinu oftar fram og aftur. par hefði því vel verið hægt að sjá miklu minni hreyfingu, en hreyfingu jarðarinnar á braut sinni. pessar tilraunir gerði Michelson fyrst 1881 og svo ásamt Morley 1887, en varð ekki var við neina hreyf- ingu, eða rjettara sagt svo litla, að gert var ráð fyrir, að liún stafaði af tilfallandi mæliskekkju. Menn litu svo á, að tilraunirnar hefðu sýnt, að ekki væri með þessu móti unt að finna hreyfingu jarðar i ljósvakanum. Menn reyndu að gera sjer grein fyrir, livernig á þessu stæði, og það varð til þess, að Einstein kom fram með afstæðiskenningu sína, því að með henni var þetta auðveldlega út- skýrt. Árin 1904 og 1905 gerðu Morley og MiIIer sömu tilraun á ný i Cleveland, og niðurstaðan var hin sama, þó að áhöldin hefðu verið endurbætt að sumu leyti. þ>ó datt mönnum i hug, að þetta gæti verið af því, að tilraun var gerð niðri í kjallara, ljósvakavindur- inn næði sjer þar síður. peir fluttu þvi áhöldin haust- ið 1905 upp á Eukilds-hæðir í Cleveland, rúma 90 metra yfir Erie-vatnið, og gerðu þar 5 bráðabirgða- tilraunir, og virðast verða varir við ofurlítil áhrif, svarandi til %o af hraða jarðar um sólina, en urðu þá að hætta þessum tilraunum. Morley er nú dáinn. En prófessor D. C. Miller gerði í mars og apríl árið 1921 þessar sömu til- raunir á ný í stjörnuturninum á Mount Wilson i Californiu í 1730 metra hæð yfir sjó (37° 20’ norð- urbreiddar 121° 33’ vesturlengdar). Hann fann nú, að ljósið var ekki jafn lengi í báðar áttirnar, og tald- ist svo til af mun, sem varð á ljósöldunum, að uppi á Mount Wilson væri ljósvaka-straumur, sem svar- aði til y3 af hraða jarðar á braut sinni kring um sólina. pað var hugsanlegt, að þetta kæmi af þvi, að mæliáhaldið væri eigi gallalaust, eða að eitthvað í mæliaðferðinni gerði þenna mun. pað var þvíámarg- an hátt breytt til með aðferðina, og áhaldið bygt upp að nýju og þá búið 4il úr koparmagnaðri steinsteypu, til þess að hafa hvergi járn, ef verið gæti, að segul- magn þess hefði einhver áhrif. En áhaldið sýndi þrátt fyrir allar breytingar svipaðan Ijósvakastraum. Áhaldið var nú flutt aftur til Cleveland og á tilrauna- stofunni þar gerðar margvíslegar tilraunir með það. En það sýndi nú eins og áður enga breytingu eða um það bil. í júlí 1924 var áhaldið (Interferometer) flutt aftur upp á Mount Wilson og sett þar niður á ný, en á öðrum stað en 1921. Mælingar í apríl 1925 sýndu svo að segja alveg sömu niðurstöðuna og mælingarnar þarna uppi í april 1921. pessar mælingar prófessors Millers virðast ósam- rímanlegar við afstæðiskenningu Einsteins. Eftir mælingunum að dæma, dregur jörðin Ijósvakann með sjer á hreyfingu sinni; niður við yfirhorðið hefir ljós- vakinn því sem næst sömu hreyfingu og jörðin, en þegar hærra kemur frá yfirborði jarðar, verður meiri munur á hreyfingu jarðar og ljósvakans. Um lireyf- ingu jarðar i geimnum, auk snúnings hennar um möndul sinn, hafa menn nokkurt hugboð. í fyrsta lagi hreyfist hún í kring um sólina með 30 km. hraða á sekúndu, en þessi hreyfing breytir um stefnu eftir árstimum; í öðru lagi er talið, að sólin og jörðin með henni, berist meðal hinna sýnilegu stjarna um 20 km. á sekúndu, og í þriðja lagi er hreyfing sólar og þessara stjarna meðal stjörnuhópa geimsins, og er hraði þeirrar hreyfingar talinn 300 km á sek. En ef vjer getum talað um ljósvaka og lireyfingar í honum, þá getur verið, að allur ljósvakinn streymi i einhverja vissa átt, eða að allar þessar sólir og jörðin með þeim, liafi enn þá eina hreyfingu gagn- vart ljósvakanum, og ætti liún þá einnig að koma fram við þessar mælingar Millers. petta sjest cigi glögt af þeim gögnum, sem hirt hafa verið, og jeg hefi sjeð. Miller segir, að áhrifin fari að mestu eftir stjörnutímanum, og bendir það á, að þau gangi í vissa átt í geimnum. Sumir stjörnufræðingar hafa látið þá skoðun uppi, að mælingar Millers komii svo illa heirn við þær hreyfingar jarðar um geim- inn, sem þektar teljast, að þeir álíti, að eitthvað sje hogið við mælingar lians. Á hinn hóginn virðast til- raunirnar eftir lýsingunni að dæma vera gerðar með einstakri umhyggju og nákvæmni, og þær verða því eigi hraktar, þótt sumum kunni að finnast, að þær komi í bága við skoðanir sínar; það eina, sem dugar lil að hrekja þær, eru nýjar samskonar tilraunir, er sýni aðra niðurstöðu og jafnframt veiluna í þess- um tilraunum Millers. Efalaust verður unnið kapp- samlega að því að gera lilraunir Millers á ný, en með enn betri útbúnaði. En nú er svo málum komið, að annarsvegar stend- ur afstæðiskenning Einsteins, en hinsvegar hin gamla tilraun Miclielsons, sem uppliaflega varð til þess, að afstæðiskenningunni var lileypt af stokkunum, en nú í höndum Millers hefir brugðið fæti fyrir hana, svo að ekki er annað sýnilegra, en að annaðhvort verði hún afstæðiskenningunni að falli, eða að mæl- ingar Millers sjeu ónýtar. Áfstæðiskenningin átti framan af örðugt uppdrátt-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.