Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1926, Qupperneq 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1926, Qupperneq 8
26 T í M A R I T Y. F. í. 1926 103. fundur V. F. í. var haldinn miðvikudaginn 3. febr. 1926 á Hótel ísland. Fundurinn hófst kl. 7% með venjulegu borðhaldi og sátu }>að 9 fjelagsmenn, auk tveggja gesta fjelagsins, þeirra Ólafs Thors og Björns Kristjánssonar alþingismanna. Varaformað- ur setti fundinn og stjórnaði i fjarveru formanns. Undir borðum skýrði forseti frá því, að formaður hefði skrifað fjelaginu og þakkað fyrir nýárskveðju þá, er send var af síðasta fundi. Að borðhaldi loknu var lesin upp fundargerð síð- asta fundar og samþykt. J?ví næst flutti Björn Krist- jánsson alþingismaður erindi um málmarannsóknir sínar lijer á landi síðastliðinn aldarfjórðung. Skýrði hann frá ástæðum fyrir því, að hann hóf þessar rannsóknir og livers hann hefði orðið vísari. Taldi hann víða gull i jörðu hjer og mundi það að mestu vera bundið í efnasamböndum. Að lokum hvatti hann þing og stjórn að efla rannsólcnarstofuna, svo að hún gæti orðið fær um að taka að sjer þessar rann- sóknir. — Forseti þakkaði ræðumanni erindið og fór nokkrum orðum um þá merkilegu starfsemi og áhuga, er hann hefði sýnt í verki þessu. 104. fundur V. F. I., er var aðalfundur, var hald- inn miðvikudag 24. febr. 1926 á Hótel Island og hófst kl. 7V2 með venjulcgu borðhaldi. 15 fjelagsmenn komu á fundinn og auk þess Bjarni Jósefsson cand. polyt., gestur fjelagsins. Bauð formaður hann vel- kominn og þakkaði fjelaginu jafnframt kveðju- skeyti, er honum hafði verið sent frá l'undinum 13. jan. Guðm. Hlíðdal bauð form. velkominn heim aft- ur og óskaði honum varanlegs bata. Að borðhaldi loknu var lesin upp fundargerð síð- asta l'undar og samþykt. J?á stakk formaður upp á Guðjóni Samúelssyni sem fundarstjóra og var það samþykt með lófaklappi. pví næst flutti formaður skýrslu um starfsemi fjelagsins siðastliðið ár. Fjelagsmenn voru í byrjun ársins 28, en einn hef- ir sagt sig út á árinu, Hjörtur porsteinsson verkfr. 24 fjelagsmenn eru búsettir i Reykjavík, 1 í Kaup- mannahöfn, 1 í pýskalandi og 1 í Aþenuborg. — 7 fundir hafa verið haldnir á árinu og 5 erindi flutt. — N e f n d i r. Steingrímur Jónsson var kosinn i stjórnarnefnd Iðnbókasafnsins og Benedikt Gröndal til þess að taka sæti í nefnd þeirri er semja á reglur um eftirlit með vjelum á landi. J?eir O. Forberg, Geir G. Zoega og Steingrímur Jónsson voru kosnir af stjórninni í nefnd til þess að undirbúa þátttöku af fjelagsins hálfu á fundi norrænna raffræðinga í Osló í sumar. — 9 stjórnarfundir höfðu verið haldnir og hafði meðal annars Steingrimi Jónssyni verið falið að sjá um útgáfu á 1. hefti af orðasafni orðanefnd- arinnar. — Formaður gat þess ennfremur, að frum- varp það um raforkuvirki, er samið var að tilhlut- un fjelagsstjórnarinnar, væri nú komið fyrir þingið og yrði sennilega fyrsta frumvarpið, sem samþykt yrði i ár. Einnig skýrði hann frá, að gerð hefði verið stór og vönduð mynd af stofnendum fjelagsins, sem ekki hefði selst; lagði hann því til, að myndin yrði gefin pjóðminjasafninu og var það samþykt. J?á lagði gjaldkeri fram endurskoðaða reikninga fjelagsins og húsnæðissjóðs; eru þeir birtir á öðrum slað i Tímaritinu, og voru þeir samþyktir án breyt- inga. pá var gengið til stjórnarkosningar. Formaður var kosinn Steingrimur Jónsson með 11 atkv. I stað Steingríms var kosinn í stjórnina til eins árs Finn- bogi porvaldsson með 7 atkv. Úr stjórninni átti að ganga Geir G. Zoega, varaformaður, en var endur- kosinn með 10 atkv. Endurskoðendur fjelagsins, Sig. Thoroddsen og O. Forberg, voru endurkosnir með lófataki. pá mintist fráfarandi formaður á fundahöld fje- lagsins, hvort fjelagsmenn vildu breyta borðhaldi og fundardegi; nokkrar umræður urðu um málið og var síðan samþykt að fresta ákvörðun til næsta fundar. Hinn nýkjörni formaður þakkaði fráfarandi form., Th. Krabbe, fyrir langt og gott starf í þágu fjelags- ins og tóku fjelagsmenn undir. Th. Krabbe þakkaði og óskaði formanni og fjelaginu allra heilla. J?ar næst flutti Geir G. Zoega vegamálastjóri langt og fróðlegt erindi um járnbrautarmálið. Urðu nokkr- ar umræður á eftir, og verður það birt í Tímaritinu. Að lokum þakkaði formaður fundarstjóra góða fundarstjórn. 105. fundur V. F. í. var haldinn fimtudaginn 25. mars 1926 á Hótel ísland og liófst kl. 7% síðdegis með venjulegu borðhaldi. Formaður setti fund og slýrði. 12 fjelagsmenn voru á fundi og auk þess Jón Ófeigsson yfirkennari, Magnús Benjamínsson, skóla- nefndarmaður Iðnskólans, Hannes Arnórsson cand. polyt. og Bolli Thoroddsen cand. polyt., er höfðu ný- lokið verkfræðipról'i í Kaupmannahöfn. Formaður bauð gestina velkomna og óskaði nýju verkfræðing- unum til hamingju. Að loknu borðhaldi var aðalfundargerð lesin upp og samþykt. — pá flutti Jón Ófeigsson yfirkennari fróðlegt erindi um iðnskóla í pýskalandi og er það birt á öðrum stað í Tímaritinu. Nokkrar umræður urðu á eftir erindinu og ræðumanni þakkað. 106. fundur V. F. I. var haldinn fimtudaginn 19. april í Ingólfshvoli, og hófst kl. 7. siðdegis með venjulegu borðhaldi. Formaður setti fund og stýrði. 14 fjelagsmenn sátu fundinn og auk þess 2 gestir, verkfræðingarnir Rasmussen og Maekeprang, er hjer var til þess að athuga skilyrði fyrir olíugeymum, og bauð formaður þá velkomna á fundinn. Að borðhaldi loknu var fundarbók lesin upp og samþykt. J?ví næst flutti porkell porkelsson fyrir- lestur um afstæðiskenninguna og tilraunir Michels-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.