Neisti - 15.04.1983, Blaðsíða 2

Neisti - 15.04.1983, Blaðsíða 2
2 NEISTI Kjartan Jóhannsson, alþingismadur og formadur Alþýduflokksins: Alþýduflokkurinn vill nýja stjórnarhætti Margir segjast uppgefnir bæði á pólitíkinni og efnahags- máiunum. Það er ekki nema von, því að hreint vandræða- ástand ríkir á báðum sviðum. Þótt vandræðagangurinn eigi sér langan aðdraganda hefur keyrt um þverbak seinustu misserin. Meginskýringin á ástandinu seinustu mánuðina er jafnteflisstaðan á þinginu. Ríkisstjórnin getur illa eða ekki komið sínum málum fram og er orðin sundurlaus. Reipdrátturinn milli Framsóknar og Alþýðu- bandalagsins birtist í hverju málinu á fætur öðru. Við Alþýðuflokks- menn komum ekki okkar málum fram vegna andstöðu stjórnar- flokkanna og stjórnarandstaðan hefur ekki haft nógu marga þing- menn til að koma ríkisstjórninni frá. Rikisstjórnin ber vitaskuld ábyrgð á þessu ástandi úr því að hún sagði ekki af sér sl. sumar og leyfði þannig myndun nýrrar stjórnar, eins og við Alþýðuflokks- menn lögðum til. Það væru örþrifaráð Sumir virðast halda að það sé ráð við þessar aðstæður að fjölga flokkum, en það mun áreiðanlega einungis gera ástandið verra. Menn hafa reynsluna af hrossakaupum smábrota eins og Eggerts Haukdal og Alberts Guðmundssonar til sannindamerkis um það. Alþýðuflokkurinn selur ekki stefnu sína fyrir ráðherrastóla Annars á núverandi ástand sér langan aðdraganda. Allan sl. ára- tug hefur smám saman verið að halla undan fæti. Þetta tímabil og gott betur, eða 12 ár, hefur Fram- sóknarflokkurinn verið samfellt í ríkisstjórn, ýmis með Alþýðu- bandalagi eða sjálfstæðismönnum. Þessir flokkar hafa því ráðið ferð- inni og fengið að beita sínum að- ferðum. Og alltaf befur verið eins farið að. Þeirra ráð hafa alltaf verið til bráðabirgða. Þeirri blekkingu hefur verið haldið að fólki að eitt- hvert vísitölukrukk mundi öllu bjarga. En árangur hefur enginn orðið. Það er ekki nema von að fólk verði uppgefið á þessum svikum og blekkingum. Það eina ár á þessu 12 ára tímabili, sem Alþýðuflokkur- ilnn átti aðild að ríkisstjórn var reynt að þröngva honum til sömu vinnubragða. Það afþakkaði Al- þýðuflokkurinn, þegar þrautreynt var að ekki næðist fram gerbreytt efnahagsstefna. Við seljum ekki stefnuna fyrir ráðherrastóla, eins og hinir flokkarnir hafa sífellt gert og eru enn að. Lykillinn að breyttri stefnu Aftur nú krefjumst við ger- breyttrar efnahagsstefnu, og í því er Alþýðuflokkurinn einmitt frá- brugðinn hinum flokkunum. Hann erá móti bráðabirgðaaðferðunum, sem hinir flokkarnir hafa beitt all- an undanfarinn áratug. Við viljum að menn séu ábyrgir gerða sinna og orða. Alþýðuflokkurinn var eini flokkurinn sem vildi stöðva óheyrilegan skipainnflutning og hann er eini flokkurinn sem hefur beitt sér gegn offramleiðslu land- búnaðarafurða. Hann er líka eini flokkurinn, sem setur ekki þing- menn í bankaráð viðskiptabank- anna. Lykillinn að einhverri breytingu í landsstjórninni liggur í styrk Al- þýðuflokksins og að hann geti með aðstöðu sinni komið fram nýjum vinnubrögðum í landsstjórninni. Það bjóðast betri leiðir en fylgt hefur verið sl. áratug. Alþýðu- flokkurinn hefur bent á þær og barist fyrir þeim. Nýja atvinnustefnu en ekki uppgjöf Sukkinu í ríkisbúskapnum verður að linna. Það þarf upp- stokkun. Það þarf nýja atvinnu- stefnu, sem byggist á að skapa arð- Könnun á íbúðarþörf Stjórn verkamannabústaða á Siglufirði hefur ákveðið að kanna áhuga á kaupum á eldri íbúðum, sem byggðar hafa verið eftir lögum um verkamannabústaði og kunna að verða boðnar til sölu. Þeir sem áhuga kynnu að hafa á slíkum íbúðakaup- um, með þeim skilmálum sem gildandi lög um verka- mannabústaði heimila, eru beðnir að gefa sig fram við bæjarstjórann á Siglufirði fyrir 15. apríl n. k. Könnun þessi felur ekki í sér skuldbindingar af neinu tagi, en er gerð til að auðvelda ákvarðanatöku um kaup á íbúðum, sem í boði kunna að verða skv. forkaups- réttarákvæðum gildandi laga um verkamannabústaði. Stjórn verkamannabústaða á Siglufirði. bær störf með peningum, sem nú fara í súginn í togarainnflutning, óheyrilegar útflutningsbætur og lán í hallærisrekstur. Afkomu- trygging og samningar um launa- þróun eiga að leysa úrelt vísitölu- kerfi af hólmi. Með þessu móti getum við treyst atvinnuna, komist úr verðbólgufarinu og skapað okk- ur örugga framtíð. Með þessu móti getum við staðið vörð um velferð- arþjóðfélagið, sem alltaf er hætta á að hægri öflin ráðist gegn, einkum þegar að þrengir. Nú þarf breytingu, en hvorki uppgjöf né áframhald á sömu úr- ræðum sömu flokka og þrautreynd hafa verið og eru komin í þrot. Stuðningur við Alþýðuflokkinn er eina leiðin til þess að breyting verði. Fái Alþýðuflokkurinn til þess styrk er hann staðráðinn í að knýja fram nýja stjórnarhætti. Jón Þorsteinsson: Stjórnmálamenn, sem ekki kunna að taka ósigri með æðruleysi, munu aldrei frelsa þessa þjóð. „Á stjórnmálasviðinu ríkir upp- lausn meðal þjóðarinnar. Hér á , landi hafa stjórnmálaflokkarnir löngum verið fjórir talsirn, en nú má búast við 4-8 framboðslistum í mörgum kjördæmum. Auðvitað eiga gömlu flokkarnir engan einka- rétt á framboðum til Alþingis. í lýð- frjálsu landi er öllum heimilt að bjóða sig fram og leita kjörfylgis. En það er kjósendanna að velja og hafna og skipa AJþingi á þann veg, að þar ríki styrk forysta, en ekki stjórnleysi. Af þessum sökum hvílir nú meiri skylda á kjósendum en jafnan áður að vanda val sitt, að gera upp hug sinn í einlægni; að ganga inn í kjör- klefann með góðum ásetningi, en ganga þaðan út með góðri sam- visku. Þeirri kenningu er nú 'haldið á loft, að allir gömlu flokktu-nir séu að heita má eins og úrræði þeirra svipuð. Þess vegna þurfi ný stjóm- málaöfl aö koma til sögunnar. Þessi kenning fær ekki staðizt. Það er að visu rétt, að þegar um samsteypu- stjómir er að ræða, einkum þriggja flokka stjómir, verða skilin á milli stjórnarflokkanna oft óskýr. En við þurfum ekki annað en að lita á hinn mikla mun á stjórn efna- hagsmáta, annars vegar á 7. ára- tugnum og hins vegar á 8. áratugn- um og þeim árum, sem af em hin- um 9., til þess að sjá að kenningin er röng. Raunar ættu stjórnmáladeil- ur undangenginna ára að færa mönnum heim sönnun þess, að því fer fjarri að stjórnmálaflokkarair séu allir sama marki brenndir. Alþýðuflokkurinn er skynsam- legur valkostur fyrir þá kjósendur, sem fyrst og fremst vilja nýta at- kvseðlsrétt sinn til að hafna efna- hagsstefnu og ráðaleysi núv. rikis- stjórnar. Margir óráðnir kjósendur spyr ja, hvort ekki sé rétt að efla stærsta flokk þjóðarinnar, Sjálfstæöis- flokkinn, til forystu á sviði þjóð- mála og forðást þannig glundroða- mátt hinna mörgu framboða. En ég spyr á mótí: Getur flokkur, sem sjálfur býr við forystuvanda- mái, veitt þjóðinni leiðsögn? Er Sjálfstæðisflokknum treystandi til að jafna byrðunnm réttlátlega niður? Sfðast en ekki sizt bendi ég á, að margir af frambjóöendum Sjálfstæðisflokksins eru stuðnings- menn núverandi rfldsatjéranr og þar af leiðancfi ékki mikilla við- horfsbreytinga að vænta frá þeirra hendi. Menn verða að gera sér grein fýrir þtn að klofningsöflin úr Sjálf- stæðisflokknum em enn dl staðar innan flokksins. Þessu er öfugt farið í Alþýðu- flokknum. Þingmaöurinn, sem hvarf úr Alþýðuflokknum, gekk hreint til verks, sagði sig úr flokkn- um og stofnaði ný samtök, sjálfum sér til framdráttar. Þess vegna ríkir nú einlng innan Alþýðuflokksins og einhuga mun hann ganga til þeirrar baráttu, sem framundan er. öngþveitið sem rikt hefur á Al- þingi f vetur á sér tvenns konar or- sakir. Annars vegar aö rikisstjómin lét undir höfuð leggjast að segja af sér á s.l. hausti, þegar hun missti meiri hlutann i neðri deild og gekk þannig á snið viö þingræðisregluna. Hins vegar, að þingflokkamir em nú í reynd 6 talsins, eftir að Banda- lag jafnaöarmanna var stofnað. Þá er jafnframt haft i huga, að Sjálfstæðisflokkurinn skiptist i veruleikanum i tvo þingflokka. Þetta sýnir okkur að tilvist margra þingflokka leiðir til öngþveytis i þjóðmálum og að kenningarnar um aðsldlnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds með þeim hætti að afnema þingræðið, eru vægast sagt varhugaverðar. Það er þjóðamauðsyn að takast á við hinn mikla efnahagsvanda, — þjóðarskömm að láta það ógert. - Mestu máli skiptir, að alþingis- kosningarnar Cæri þjóðinni að nýju trú á sjálfa sig og getu sína tii að mæta örðugleikum. x A

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.