Neisti - 15.04.1983, Blaðsíða 1

Neisti - 15.04.1983, Blaðsíða 1
2. tölublað Föstudagur 15. apríl 1983 51. árgangur FRAMBOÐSLISTI Alþýðuf lokksins á Norðurlandi vestra Alþýðuflokksmenn gengu endanlega frá framboðslista flokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra á fundi kjördæmisráðs, sem haldinn var á Blöndu- ósi laugardaginn 12. mars s.l. Tekið var tillit til niðurstöðu prófkjörs, svo og til tillagna allra flokksfélaganna í kjördæminu um röðun á listann. 1. sæti listans skipar dr. Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræðingur. Jón Sæmundur er fæddur þ. 25.11.1941 á Siglufirði. Hann lauk hag- fræðinámi 1973 í Köln í Þýska- landi. Hann stundaði há- skólakennslu í Köln, starfaði við sendiráð íslands í Bonn, en frá 1977 hefur hann verið deildarstjóri tryggingadeildar Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins. Hann er eini ís- lenski hagfræðingurinn sem hefur sérhæft sig í lífeyris- og almannatryggingamálum. Vandamál íslensku þjóðarinnar eru fyrst og fremst efnahagslegs eðlis. Menntun Jóns Sæmundar og starfsreynsla gera hann að sérstaklega hæfum fulltrúa þessa kjördæmis á Alþingi. Jón Sæmundur er kvæntur Birgit Henriksen frá Siglufirði og eiga þau eina dóttur. 2. sæti skipar Elín Helga Njálsdóttir, póstafgreiðslumað- ur Skagaströnd.1- Fædd 5.11.1946. Hefur setið í sveita- stjórn Skagastrandar síðan 1978, og á sæti í stjórn verka- mannabústaða. Gegnir ýmsum trúnaðarstörfum á vegum póst- manna. Gift Magnúsi Ólafs- syni. 3. sæti skipar Sveinn Bcnónýsson, bakarameistari, Hvammstanga. Hann fæddist 5. maí 1951. Sveinn er formað- ur Alþýðuflokksfélags Vest- ui-I" 'inavatnssýslu, og var áður ritari ' !}¦ 'ðuflokksfélags Eski- fjarðpr. Hann er kvæntur Svövn Lilju Magnúsdóttur og eiga þau tvö börn. 4. sæti skipar Pétur Váldi- marsson, iðnverkamaður, Sauðárkróki, fæddur 22.07., 1950. Pétur er í stjorn Verka- lýðsfélagsins Fram, og hefur verið varaformaður frá 1978. Hann situr í stjórn verka- mannabústaða á Sauðárkróki. Hann er kvæntur Rögnu Jó- hannsdóttur. 5. sæti skipar Regína Guðlaugsdóttir, íþróttakennari, Siglufirði. Fædd 6. september 1928. Hefur starfað mikið í Al- þýðuflokksfélagi Siglufjarðar og er nú ritari þess. Hefur tekið mikinn þátt í félagsstarfi á Siglufirði. íþróttakennari við Grunnskóla Siglufjarðar í mörg ár. Regína er gift Guðmundi Árnasyni, póst- og símstöðvar- stjóra. 6. sæti skipar Hjálmar Eyþórsson, fyrrverandi lög- reglumaður, Blönduósi. Fædd- ur 4.12.1917. Starfaði sem hér- aðslögreglumaður í Húna- vatnssýslu frá 1958, þar til hann var skipaður lögregluþjónn 1964. Kvæntur Kristínu Helga- dóttur frá Hvarfi í Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu. 7. sæti skipar Axel Hall- grímsson, sjómaður, Skaga- strönd. Axel fæddist 29. júní 1957. Hann er lærður skipa- smiður. Sambýliskona hans er Herborg Þorláksdóttir. 8. sæti skipar Baldur Ing- varsson, verslunarmaður, Hvammstanga. Hann fæddist 19. febrúar 1933. Baldur hefur unnið hjá K.V.H. síðan 1958, fyrst í mjólkurstöð í 14 ár, en síðan við frysti- og sláturhús. Hann er ritari Alþýðuflokksfé- lags Vestur-Húnavatnssýslu og varamaður í kjördæmaráði. Baldur er kvæntur Guðlaugu J. Sigurðardóttur, verkstjóra, og eiga þau þrjú börn. 9. sæti skipar Sigmundur Pálsson, húsgagnasmiður, Sauðárkróki. Hann er fæddur 28.11. 1932. Sigmundur er gjaldkeri Alþýðuflokksfélags Sauðárkróks og hefur verið í stjórn þess í mörg ár. Situr nú í flokksstjórn. Hann hefur auk þess verið virkur í ýmsum fé- lagsmálum t. d. Lionsklúbbi Sauðárkróks. Sigmundur er kvæntur Guðlaugu Gísladóttur frá Ólafsfirði og eiga þau fjórar dætur. 1 10. sæti er Pála Pálsdottir, fv. kennari, Hofsósi. Tók kennara- próf 1933. Var kennari og síðan skólastjóri á Súðavík til 1939. Kennari á Hofsósi frá 1939—1974. Organisti við 3 og 4 kirkjur. Hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum, s. s. form. kvenfélagsins og form. Sam- bands skagfirskra kvenna, setið í sóknarnefnd o. m. fl. Giftist 1940 Þorsteini Hjálmarssyni. Á síðasta ári var Pála sæmd islensku Fálkaorðunni af For- seta Islands fyrir margvísleg störf að menningarmálum. Framboðslisti Alþýðuflokks- ins er skipaður góðu og traustu fólki úr öllum byggðarlögum kjördæmisins. 1 fyrsta skipti í sögu kjördæmisins er Siglfirð- ingur í efsta sæti framboðslista. Enginn annar stjórnmálaflokk- ur býður fram konu svo ofar- lega á lista sem Alþýðuflokkur- inn. Frambjóðendur Bandalags jafnaðarmanna koma mest- megnis úr Alþýðubandalaginu, með smávegis framsóknar- stuðningi. Framsóknarflokkur- inn er klofinn og sundraður. Sjálfstæðisflokkurinn er tví- höfða þurs. Alþýðuflokkurinn er því eini flokkurinn sem gengur óskiptur til þessara kosninga með ferskleika þess, sem tilbúinn er til átaka við vandamál þau, sem gjaldþrota ríkisstjórn skilur eftir sig. Jón Sœmundur Sigurjónsson Elín Helga Njálsdóttir Sveinn Benónýsson Pétur Valdimarsson Regína Guðlaugsdóttir Hjálmar Eyþórsson A xel HaUgrimsson Baldur lngvarsson Sigmundur Púi ;m Pála Pálsdóttir Flokkurinn sem hefur frumkvæðið

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.