Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1906, Síða 6

Freyr - 01.07.1906, Síða 6
m FREYR. Grasrækt. „Sá, sem kemur tveiin grasstráum til að gróa þar sem áður greri ekki nema eitt, vinnur œtt- jörðu sinni gagn“. III. Urn undirbúning jarðvegsins undir sáningu I gein þessari er áður getið um, að hér verði að eÍDS rætt um grasrækt með sáningu og geDgið út frá því að breyta holtunum og mýrunum í tún. Það er einatt kveðið svo að orði, að holt- in og gróðarlitlar mýrar séu frjóefnalaus. Þetta er ekki rétt nema að nokkru leyti. Frjóefniu eru í því ásigkomulagi að þau verða ekki jurtagróðrinum að verulegum notum, nema þau taki nokkrum breytingum. Það má ef til vill kveða svo að orði, að frjóefnin liggi í dái eða soíi hinum langa svefni, en að svefninn sé þó ekki fastari en svo, að mannshöndin geti komið þeim í hreyfingu og gert þau nothæt fyrir jurtina, ef þekking og atorka fylgist að. JÞað fyrsta sem þarf að vinna að óræktar landi er að þurka það, sé það ekki þurt áður. Góð og haganlega gjörð framræsla er eitt hið þýðingarmesta atriði í jarðræktinni. Yið þurk- uuina eina saman breytast jarðvegsefnin tals- vert; um leið og vatnið sígur burtu kemur loftið í þess stað og fyllir upp það rúm, sem vatnið hafði áður. Þetta kemur nokkurri efna- breytingu af stað, en nægileg verður hún ekki nema jarðvegurinn sé líka losaður, plægður eða pældur. Plægingarnar eru altaf að færast í vöxt og um leið eru þær nú farnar að verða ódýrari en þær áður voru. Mólendi, grjótlaust, mun mega fá plægt í akkorðsvinnu fyrir 12— 15 kr. dagsláttuna. Plæging í mýrlendi eða seigri grasrót verður dýrari. Ýmsra hluta vegna mun vera heppilegast að plægja óræktarland í fyrsta sinni fyrri hluta sumars. Þá er jarðvegurinn, hér sunn- anlands, hæfilega rakur og þá er fóður hest- anna ódýrast. Auk þess fylgir sá kostur, að grasrótin rotnar nokkuð strax þetta fyrsta sum- ar. Flagið liggur óhreyft til næsta vors, að öðru leyti en því að heppilegast væri að aka á það áburði einhverntíma að vetrinum og dreifa honum yfir um leið. Sé búpenings- áburður ekki til, þá má nota tilbúinn áburð í hans stað, honum er dreift yfir snemma vors. (Preyr nr. 1—3 þ. á.). Um vorið þegar farið er að þíðna, svo að 3 til 4 þumlungar séu þíðir of'an á, en plóg- strengirnir þó fastir í klakanum, en flagið herf- að (frostherfing). Herfið vinnur þá jafnar á strengjunum heldur er ef þítt væri orð- ið og flagið jafnast nokkuð. Þegar komið er fram yfir.miðjan maímánuð og klakinn er far- inn úr, má herfa á ný og þá er sáð byggi eða höfrum, svo miklu, að svari 120 pundum á dagsláttu. Korninu er dreift jafntyyfir með hendinni og herfað svo saman við moldina. Sé moldin mjög rætin og hnausótt, herfast kornið illa saman við; gæti þá verið réttara að fara um flagið með hrifu í staðinn fyrir að herfa það. Að því búnu er valtari dreginn um flag- ið, til þess að jafna mestu hrjónurnar og til að festa moldina. Þá er nú vorvinnan búin. Upp af korn- inu vex nú allgott gras um sumarið, et vel hef- ir verið borið í flagið. Grasið er ágætt til fóðurs. Spretti það illa, eða sé flagið svo ó- slétt að það sé ill-sláandi, er rétt að hafa það til beitar fyrir kýr um sumarið, annars erþað slegið fyrri part september. Grasið er þurk- vant, einkum hafragrasið, en nái það að þorna, er það ágætis-fóður, sem allur búpeningur étur með beztu lyst. Eftir að búið er að slá og hirða af blett- inum er flagið plægt um haustið, borið á það um veturinn og frostherfað um voríð eins og áður. Hvað rækta eigi svo í því um sumarið, er undir því komið hvernig flagið er. Hafi jarðvegurinn verið mýrkendur og sé flagið hnausótt og rætið, verður að sá í það korni eins og fyrsta sumarið. Hafi þetta verið myld- in raóajörð eða sendin, má rækta kartöflur og jafnvel rófur þetta sumar, en þá þarf að plægja flagið um vorið. Sumarhirðingin fer svo eftir því hverju hefir verið sáð og þarf ekki að fjölyrða um það. Um haustið er laudið plægt, það er undir- búningsplæging undir þriðja sumarið, sem

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.