Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1906, Blaðsíða 2

Freyr - 01.11.1906, Blaðsíða 2
126 FREYR að þorga verkafólkinu eins kátt kaup og veita því eins gott viðurværi og alment gjörist, og þó selja afurðirnar með svipuðu verði og hægt er að fá þær fyrir annarstaðar frá, er hann dauðadæmdur: jarðirnar leggjast í eyði en fólkið fiytur í önnur héruð, að öðrum at- vinnnvegum eða til annara landa. En er nú nokkur hætta á ferðum í þessu efni? Já! hættan er yfirvofandi að því, er eg fæ bezt séð. Kaupgjaldið og kröfurnar til lifsins hafa stígið mjög seinustu áratugina, og stíga með svo stórum skrefum, að óhjákvæmi- legt virðist, að ýmsar jarðir hér og þar á landinu og jafnvel heil bygðarlög fari í eyði, nema að verulegar umbætur séu- gjörðar á bú- skaparlaginu og það bráðlega. Þýfð, ógras- gefin tún, snöggar ógreiðfærar útengjar og erfið- ar fjalllendisslægjur borgar sig ekki að slá senn hvað líður. Allar þær jarðir, sem þann- ig eru útbúnar, hljóta að fara i eyði, nema undinn sé bráður bugur að því að slétta, stækka og girða túnin, og koma þeim í góða rækt, En til þess að það sé hægt, verður meða] ann- ars að hirða áburðinn vel, og drýgja eftir föng- um, og nota verzluuaráburð til hjálpar, því öll ræktuu án áburðar er árangurslaus- A meðan að helmingur af öllum áburði fer til spillis, eins og nú er almeut, getur eigi verið um meina stórfelda ræktuu að ræða. — Hestana verður að nota mikið almennara en gjört er, bæði við ræktunina og alla heimilisvinnu, þar sem hægt er að koma þeim við. Með því má spara mjög hið dýra fólkshald. - (xarðyrkjuna verður að stunda almennara og í stærri stýl en nú er gjört, og bæði til manneldis og skepnufóðurs, í þeim bygðarlögum þar sem hún er arðvæn- leg, og mjög áríðandi er, að notuð séu á hverj- um stað rétt afbrigði: þau árvissustu og fram- leiðnustu. — Búpeningsræktina verður að bæta og breyta stórkostlega. Búskapurinn þolir ekki lengur að fjöldi af kúm sé haldinn ár frá ári aðallega til að breyta heyjuuum í áburð, og þetta er því óafsakaulegra, þar sem mikið er til af góðum kúm hér og þar um alt land, sem auðvelt er með skynsamlegum kynbótum að gjöra almennar. Sauðfjárræktin þarf eigi síð- ur umbóta við. Aðaláherzluna ber að leggja á að framleiða harðgjör, hraust og bráðþroska kyn, og alt virðist mæla með þvi að holdaféð eigi framtíðina fyrir sér. Hrossin þurfa um fram alt að fækka, þvi „mange Heste og mange Hunde gör en Herremand tit Bondeul) eins og gamall og góður danskur málsháttur segir. Jafn- framt þarf að fara betur með þau, einkanlega í uppvextinum, nota aðeins góða gripi til undan- eldis, og leggja stund á að framleiða einhæf kyn — reiðhestakyn og áburðar og vagnhesta kyn. Oflugasta meðalið til þess að koma í fram- kvæmd þeim umbótum á búskap vorum, er drepið hefir verið á hér að framan og öðrum breytingum, sem nauðsynlegar eru eða kunna að verða, er samvinna og félagsskapuv. — Eé- lagsskapur sá, er hér er um að ræða, hefir tvær hliðar: að útvega bændum aðstoð og leiðbein- ingar sérfróðra manna, og að þroska pá sjálfa, gjöra þá færari um að hagnýta sér leiðbeining- ar annarra, fá þá tfi að hugsa varidlega um bú- skapinn í heild sinni og hverja einstaka grein hans, og gjörast forgöngumenn nytsamra bún- aðarbóta, er reynsla þeirra hefir sýnt, að öðr- um megi að gagni verða. II. Hvað á félagið að starfa. Tilgangur f'élagsins á að vera, að bæta á allan hátt lífskjör bænda og annara á félags- svæðinu, er landbúnað stunda, gjöra yðju þeirra sem arðsamasta fyrir nútíð og framtíð, og lifs- starf þeirra sem þægilegast og skemtilegast. Eélagið á að ná til allra greina landbún- aðarins, vera frömuður þeirra umbóta og breyt- inga á búnaðinum, sem á hverjum tima eru nauðsynlegar eða gagnlegar. Tilgangi sínum á félagið að ná með því: 1. að gangast fyrir fyrirlestrum og fundar- höldurn um búnaðarmál á fólagssvæðinu og útbreiða ritgjörðir urn búmál meðal fé- (lagsmanna. 2. að gangast fyrir og styðja hverskonar félagsskap á félagssvæðinu, er miðar til eflingar landbúnaðarius. 3. að koma á fót gróðrartilraunum víðsvegar á télagssvæðinu, þar sem gjörðar eru til- 1) Margir hestar og hundar gjöra stórbóndann a8 fátækling.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.