Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1906, Blaðsíða 6

Freyr - 01.11.1906, Blaðsíða 6
130 FREYR. inda merki. Ennfremur keDnir hann það, að plönturnar geti notfært sér óbundið köfnunar- efni úr loftÍDU og að þær taki það ekki með rótunum, heldur gangi það fyrir sér í þeim hluta plöntunnar, sem upp úr jörðu stendur. Líffærum þeim sem taki köfnunarefnið sé var- ið á ýmsan hátt, en oftast séu það hár á ung- um blöðum eða blaðleggjum. Það sé ekki fremur plöutur af ertublómaættinni, en ýmsar aðrar, sem nái köfnunarefninu á þenDa hátt. Hefir J. sýnt þenna eiginleika hjá plöntum af 17 ættum. Nokkrar þeirra þekkjasthér: skurfa vegarfi, músareyra, brenninetla, liestabaunir, flækja, túrnips, gulrætur, bygg, haf'rar, rýgresi, loðgresi, salat, blágresi o. fl. Ekkert er ennþá hægt að segja um það, hvernig þessu kaun að reiða af, en bæði er gaman og fróðlegt að fylgjast með í því. E. H. Fiskiveiöasjóöur íslands. í Frey nr. 3. þ. á. skýrðum vér frá lög- um Fiskiveiðasjóðsins. Nú er skipulagsskrá og reglugjörð fyrir sjóðinn komiu út í A. deild stjórnartíðindanna. Höfuðstól sjóðsins skal varið til lánveit- inga: a. til þess að kaupa og byggja fiskiskip- b til þess að kaupa ný veiðarfæri. e. til hverskyns anDara atvinnubóta við fiskiveiðar og fiskverkun. Af árstekjum sjóðsins má árlega verja alt að 3000 kr. til styrkveitinga og alt að 500 kr. til verðlauna. Styrk má veíta: 1. efnilegum ungum möntium til að kynna sér veiðiaðferð ir, fiskverkun og annað, er lýtur að sjávarút- vegi, meðal erlendra þjóða. 2. til útgáfu tímarits um fiskiveiðar og sérhvað, er að út- gerð og útvegi lýtur. Verðlaun má veita úr sjóðnum fyrir framúrskaraudi atorku og eftir- breytnisverðar nýjungar í fiskiveiðum og með- ferð fiskjar. Lána má úr Fiskiveiðasjóðnum alt að s/6 virðingarverðs gegn fasteiguarveði, alt að helm- ing vátrygðs verðs í gufuskipum og öðrum þil- skipum yfir 16 smálestir, og alt að ‘/3 vátrygðs verðs í 8- 16 smálesta mótorbátum. í vexti skal greiða 3°/0. Lánin mega vera afborgunar- laus 1—3 ár eftir atvikum, og endurborgast á 5—-7 árum. Lán til gufuskipakaupa mega eigi fara fram úr 30,000 kr. til hvers gufuskips yfir 30 smálestir, og eigi fram úr 10,000 kr. sé gufu- skipið undir 30 smálestum. Lán til þilskipa- kaujia mega eigi fara fram úr 5,000 kr. til skips yfir 16 smálestir, og eigi fram úr 2000 kr. til minni þilskipa og mótorbáta. — Hvert veið- arfæralán má ekki fara fram úr 2000 kr. og atvjnnubótalán eigi fram úr 5000 kr. UtaDfar- arstyrkir mega eigi vera lægri en 100 kr. og eigi hærri en 600 kr. Lægri verðlaun en 50 kr. veitast eigi. Beiðnir um styrki og verðlaun úr Fiski- veiðasjóðnum eiga að vera komnar til stjórnar- ráðsins fýrir lok októbermánaðar ár hvert. Lánbeiðendum eru aftur á móti engin tíma- mörk sett. 7ið skipulagsskrána hötum vér það sér- staklega að athuga, að eigi má verja meira en Ca. Y* árstekjnm sjóðsins til styrkveitinga verðlauna o. s. frv. Hitt á að leggjast við höf- uðstólinn. Vér viðurkennum að vísu, að gott sé fyrir eftirkomendurna, að fá sem flesta og stærsta sjóði, en hins viljum vér ekki dyljast, að vér álítum ólíkt meira virði fyrir nútíð og framtíð þjóðfélagsins, að koma á stað skynsam- legurn framkvæmdum, en að nurla saman fé. Reglugjörðin ákveðnr að útlánsvextir Fiski- veiðasjóðsins skuli vera 3°/0 eða ‘/4 lcegri, en útlánsvextir Ræktunarsjóðsins. Þessa ráðstöf- un stjórnarráðsinsfáum vér ekki skilið, þvívænt- anlega lítur það þó ekki svo á, að mótorbátar, þilskip, veiðarfæri o. s. frv., sem gjöra má ráð fyrir að verði úrelt og ÓDýt eftir fá ár, séu fremur til frambúðar fyrir þjóðfélagið en jarða- bætur. Og bágt eigum vér með að trúa, að landsstjórnin sé svo ókunnug atvinnuvegum vorum, að hún álíti, að landbúnaðurinn þoli betur en fiskiveiðarnar að borga háa vexti. Vér álítum þetta atriði þess eðlis, að æski- legt væri, að landstjórnin skýrði frá því hvað

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.