Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1906, Blaðsíða 4

Freyr - 01.11.1906, Blaðsíða 4
128 FREYR. engin ástæða er til að ætla, að Yestlendingum verði gjört lægra undir höíði. IV. A að hafa eitt félag fyrir alt Vesturland, eða er heppilegra að þau séu tvö? Eg get ímyndað mér að skiftar skoðanir kunni að verða um, hvort heppilegra sé að hafa eitt eða tvö búnaðarsamhönd fyrir Vest- urland, og af því þetta er í sjálfu sér mjög þýðingarmikið atriði, álít ég rétt, að athaga það sérstaklega. Hver athugull lesari mun sjá, að félags- skapur með liku fyrirkomulagi og hér er um að ræða, má ekki ná yfir mjög stórt svæði, til þess að koma að tilætluðum úotum, ekki stærra en svo að fulltrúarnir allir geti, án veru- legra útgjalda, sótt fundi íélagsins, og ráðu- naut þess sé kleyft að leysa af hendi leið- beininga- og eftirlitsstarf sitt, eins vel og þörf krefnr. A seinasta amtsráðsfundi Vesturamtsins var rætt um, hvernig ráðstafa skyldi eignum og skuldum amtsins, og kom fram tillaga um, að búnaðarsjóður og búnaðarskólasjóður yrðu látnir ganga óskiftir til búnaðarfélags, er vænt- anlega kæmist á fót í Vesturamtinu, en sýslu- sjóðir héldu áfram að greiða jafnaðarsjóðs- gjaldið, þar til skuldir amtsins væru borgaðar. Hlutaðeigandi sýslunefndum var skrifað um málið, og efast ég ekki um, að þær verði með- mæltar tillögunni, því gjaldendur munar sára lítið um, þótt þeir haldi áfram að 'greiða jafn- aðarsjóðsgjald eins og að undanförnu rúm 2 ár enn (skuldin nú 8,000 kr. jafnaðarsjóðsgjald 3600 kr.), en aftur er það mjög mikill styrkur fyrir væntanleg búnaðarsambönd, að. fá ca. 20,000 kr. stofnsjóð, eða um 10,000 kr. hvort. Um stofnun búnaðarfélags var að öðru leyd ekki rætt, ög þótt sumir amtsráðsmenn muni hafa ætlast til, að eitt búnaðarfélag yrði stofn- að fyrir ált Vesturland, efast ég ekki um, að þeir við nánari athugunjsjái það, að óheppi- legt væri að binda sig við takmörk amtsins, til þess er það alt of stórt og illa lagað til sam- vinnu. Allir, sem til þekkja, sjá líka, að ekk- ert vit væri i, að skilja Mýrasýslu frá Borgar- fjarðarsýslu. J?ær sýslur liggja svo vel saman til allrar samyinnu, sem yfir höfuð er hægt á þessu landi, og hin eðlilegu takmörk Vestur- lands og Suðurlands eru við Hvalfjörð en eigi víð Hvítá. Eg vona að öllum, sem hugsa þetta mál með alvöru, komi saman um að landshættir, samgöngur og atvinnuvegir eigi að ráða stærð og skifting slikra félaga og hér er um að ræða, en eigi úrelt fjórðungaskifting. Eg fyrir mitt leyti er i engum vafa um, að féiögin eigi að vera tvö, annað fyrir Vest- firði að Gilsfirði og Bitru (Barðastrandar- og Isafjarðarsýslur og 5 nyrztu hreppa Stranda- sýslu), en hitt þaðan að Hvalfirði (2 syðstu hreppa Strandasýslu, Dala- Snæfellsnes- og Hnappadals- Mýra- og Borgarfjarðarsýslur). Með þessari skiftingu verða féiögin hvort um sig nokkurn vegin hæfilega stór, og hún kem- ur mjög vel heim við landshætti, samgöngur og atvinnuvegi. Á Vestfjörðum er landbúnað- ur og fiskiveiðar stundað nokkurn veginn jöfn- um höndum, ekkert bygðarlag sem lifir ein- göngu á landbúnaði, en á syðra félagssvæð- inu má heita, að landbúnaður sé eini atvinnu- vegurinn. Sumir kunna ef til vill að hafa það á móti þessari tvískifting, að hvort félagið um sig verði of kraftlítið. En þar til er að svara,. að á Vestfjörðum eru um 12000 manns, og á syðra félagssvæðinu ca. 11000 eða jafn margt og í Austuramtinu öllu. Mér er ljóst, að betra er að öðru jöfnu, að slík félög og hér er um að ræða, séu sem fjölmennust, en hér sem ætíð verða menn að haga sér eftir kringumstæðunum, ef vel á að fara. Og það, sem tekur skarið af í þessu efni er að aliir Vestfirðingar, sem ég mintist á málið við, voru undantekningarlaust með því, að sérstakt félag yrði stofnað fyrir Vestfirði. JÞeir vita vel, að samgöngurnar á Vestfjörðum og milli Vestfjarða og annarra héraða á Vest- urlandi eru svo erfiðar, að ef eitt félag væri sett á stofn fyrir alt Vesturiand, yrðu þeir olnbogabörnin. Að sjálfsögðu væri æskilegt að bæðiþessi félög; sem nefnd hafa verið, kæmust sem fyrst á fót. En einkurn riður þó á að flýta sem mest stofnun Vestfjarðafélagsins, meðal annars venga þess að Landsbúnaðarfélagið getur eigi

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.