Freyr - 01.01.1907, Blaðsíða 12
8
JTREYR.
i)áð sér fyrir endann á aðalgraslendinu, aust-
an við upptök Hróarslækjar og haldi hún á-
fram óhindruð er mikið í hófi; þar á meðal
Kirkjubæjar og Oddajarðir. I ráði er að gera
timburgirðingu þvert lyrir sandölduna við
grasjaðarinn og nota hér líka aðíerð sem svo
vel hefir gefist á Laudi. Vegna þess að erfitt
er hér að afla grjóts verður timbur notað.
Búnaðarfélag íslands hefir heitið styrk til
þessa fyrirtækis, ef það kemst í framkværad.
Jafnhliða þvi sem girðingunni verður komið
upp, ætti að sá nokkru aí mel í hraunbrún-
ina þar upp af og eins fram með girð-
ingunni.
Brekkur eru nú að kalla eyddar.
Gunnarsholt hefir oft verið fært úr stað,
hagarnir eru eyddir, en engjarnar eru varðar
af Hróarslæk. Túnin verða fyrir miklum
sandágangi, bæði á Gunnarsholti og Reyðar-
vatni, gengur einatt mikil vinna í það á vorin
að aka sandinum burt af túnunum. Þar sem
þau liggja í kvos, mun ekki gjörlegt að verja
þau með görðum. Mun ekki anuað ráð væn-
legra en að hlynna að útbreiðslu melsins í
hrauninu norður af túnunum, þar sem sandur-
inn er mestur.
Annarstaðar í sýslunni er og nokkurt sand-
fok; einkum er það við sjóinn. Melur all mik-
ill vex á söndunum suður af Háfshverfinu.
Þaðan hefir verið fengið melkorn í 3 ár und-
anfarin,til sáningar á Reykjum og í Sauðlauks-
dal. Suður af Þykkvabænum óx áður allmikið
af melgresi, en nú er mjög litið af því þar,
mun það hafa eyðst bæði af því að blaðkan
hefir verið slegin og meljur rifnar. Vatna-
gangur hefir og að líkinduin átt þátt í
hnignun melsins.
Ofan til í Landeyjum er nokkurt sandfok;
melur|óx þar áður að sögn, en er nú að mestu
horfinn, mun það hafa orðið af vötnum og af
mannavöldum. _______________
Árnessýsla.
Tvö eru sandfokssvæðin í þessari sýslu;
á Skeiðum og í Þorlákshöfn og Selvogi. Auk
þess er ioksandur allvíða til nokkurra skemda
á sjávarströndinni milli Olfusár og Þjórsár.
Er nú verið að byggja fyrirþær skemdir með
grjótgörðum; þeir eru mikil og gagnleg mann-
virki; fyrst og ffemst til að hefta sandinn og
auk þess fjölga og stækka kartöflugarðarnir á
bakkanum, landmegin við garðinn.
Skeið. Suður af bugðinni á Laxá, í
Reykjalandi, er allmikill foksandur. Svæðið er
500—600 dagsláttur á stærð. Mestur er sand-
urinn vestur af bænum Reykjum.
Þrátt fyrir þær miklar skemdir, sem sand-
urinn hefir gjört, eru Reykir ennþá allgóð
heyskaparjörð. Þar fást um 700—800 hestar
af útheyi í meðalári.
Norðan til er landið farið að gróa upp,
þó hægt fari; á 300 faðma breiðri spildu
frá ánni. Norðan og vestan til á hinu upp-
blásna svæði er allmikill og samfastur gróður,
nefnist þar Nýjaland. Bóndinn á Reykjum
sagði, að 100 ár mundu vera síðan það fór
fyrst að gróa. Með áveitu hefði mátt gjöra
það að góðu slægjulandi, en það hefir nú ekki
verið gert og er ef til vill örðugt að koma
henni við, en Laxá flæðir um nokkuð af því í
vöxtum og eru þar góðar slægjur. Annarstað-
ar er Nýjaland þýft. Gróðurinn hefir byrjað
þegar fokið var niður i leir. Grastottar hafa
myndast á strjálingi, sandur og leir hefir
safnast í þá og skafist upp úr millibilinu
milli grastottanna. Eftir það gerir svo mosinn
sitt að verkum til að stækka þúfurnar. Þetta
er bara eitt dæmi upp á þúfnamyndun, en þau
gefa auðvitað verið margvísleg, eftir því sem
til hagar á þeim og þeim staðnum.
Þótt þetta sandfokssvæði á Reykjum sé
ekki mikið, í samanburði við þau í Skaftafells
og Rangárvallasýslum, er það þó allgeigvænlegt,
þar sem það liggur að grösugum slægju og
beitilöndum í þéttbýlli sveit. Skemdirnar sýn-
ast ekki vera mjög hraðfara, en þær ganga
þó greiðar en nýgræðslan. Sandaldan stefnir á
Húsatófta og Votumýrarland, í vestur bugðuna
á Þjórsá, en með því að sandurinn leitar líka
til vesturs, getur Þjórsá ekki tept útbreiðslu
hans. Menn hafa því fyrir löngu séð, að hér
þyrfti aðgjörða við, en vandfundinn hefir þótt
heppileg aðferð til að græða þann sand, vatn
næst ekki yfir hann eins og stendur, og ekki