Freyr - 01.01.1907, Blaðsíða 14
10
FEEYR.
Eram undau Hlíðarvatni, milli þess og
:sjávar, er mikill sandfláki, Víðisandur. A litl-
um parti grær þar melur, en hann fær ekki
viðnám vegna vatnságangs. Sjórinn herzt
stundum langt upp á Yíðisand og vatnið helg-
ir lika út á hann þegar það fær ekki framrás
um ósinn.
Það fyrsta og helzta sem hægt er að
gera þessum þremur jörðum til bóta, er, að
halda ósnum opnum. En að öðru leyti, verða
framtíðar horfur fyrir gróðurinn, á öllu þessu
mikla sandflæmi, að byggjast á því, að veru-
leg grózka komi í melgresið.
Mikið yrði það til gagns að lækka mold-
arbörð og þekja með grasrót eða einhverju
öðru sem hindraði uppblástur, ef grasrót væri
ekki til.
Forðast verður að rifa lyng eða aðrar
plöntur sem binda jarðveginn; því mun nú
reyndar vera mikið til hætt, en lyngrif ætti
alls eigi að eiga sér stað, sizt þar sem hætt
er við uppblæstri. Þurfi menn endilega að
fá sér lyng eða víði, ætti að skera það eða
höggva, en alls ekki rífa. Þessar plöntur
vaxa oft aftur þó skornar séu, en trauðla ef
þær eru rifnar upp.
Mundi það ekki viðeigandi, að Stranda-
kirkja, sem vera mun allauðug vegna áheit-
anna, legði eitthvað af mörkum til að vernda
og bæta prestssetrið og kirkjujarðirnar ? Ekki
mundi áheitunum fækka við það, að nokkru
af kirkjufénu yrði varið til jafn-lofsverðs fyrir-
tækis. Annars ætti sýslunefnd Árnessýslu að
gangast fyrir því að eitthvað verði gjört til
þess að græða sandana.
Sauðlauksdalur.
Prestsetrið, Sauðlauksdalur, stendur í dal
samnetndum, sem gengur inn frá Patreksfirði
suður í fjallgarðinn.
Sandfok hefir herjað á þennan dal frá ó-
muna tíð, kemur það frá sjónum og berst
heim á tún og upp í fjallahlíðar, erþaðskelja-
sandur.
Árið 1902 skrifaði eg stutta grein í Bún-
aðarritið um sandfokið í Sauðlauksdal. Þar er
því lýst hvernig það var þá. Síðan hafa ver-
ið gjörðar allmiklar tilraunir með að græða
sandinn með sáningu, hefir Búnaðarfélag Is-
lands lagt fram fé til þess.
Mestu hefir þar verið sáð af melkorni,
bæði innlendu og útlendu, ennfremur nokkru
af hjálmi. Af grasategundum: língresi, strand-
vingli. húsapunti og rýgresi frá Jaðri, enn
fremur smára og lúpínum.
Byrjað var á þessari sáningu vorðið 1902.
Eg hefi ekki komið þangað síðan sumaðir 1901
svo eg get ekki af eigin sjón gert grein fyrir
þeim breytingum eða framförum, sem þar hafa
orðið síðan og get því ekki annað sagt um
þetta en það, sem presturinn í Sauðlauksdal,
síra Þorvaldur Jakobsson, hefir skrifað mér.
í grjótleiti, norðan við bæinn, var sáð
melkorni. Sandur var þar nógur milli stein-
anna og sandauðnir alt í kring um leitið. Ný-
græðingurinn varð fyrir miklum skemdum at
vatnsrensli ofan úr fjallinu og ennfremur varð
hann fyrir troðningi af mönnum og skepnum
„Þrátt fyrir alt þetta“, segir Þ. J., „er nú
leitið óðum að gróa upp. Melgresið er þar að
vísu á strjálingi, en innan um það eru aðrar
jurtir farnar að festa rætur, alstaðar þar sem
grjótlaust er. Ugglaust tel eg, að sáningin
hafi flýtt fyrir þessurn gróðri, þótt ekki sé
hægt að segja að hve miklu leyti hann er
henni að þakka“.
í sandskaflastæðin, rótarlausu, í . túninu
hefir Þ. J. sáð grasfræi og melkorni og grætt
þau mikið á þann hátt. Sandgeilarnar í tún-
jaðrinum hefir hann grætt með moði og
salla.
Vorið 1904 tók hann fyrir sandfláka,
grjótlausann, á bersvæði, skamt utan við túnið
og sáði þar melkorni á rúma dagsláttu, nokk-
urnvegin hæfilega þétt og skýrir hann svo frá
þessu: „Til þess að aftra því að fræið fyki
jafnharðan burtu, lét eg safna miklu af gambur-
mosa og dreifa honum yfir jafnóðum og korn-
inu var sáð. Það var stinningskaldi daginn
sem eg sáði og mosinn fremur þunnur og vildi
því alt fara í veður og vind, þangað til 6g
tók það ráð að ausa sandi í ruosann jafnóðum
og honum var dreift yfir sáðið. Eftir það
haggaðist ekkert, hvorki fyrir veðri né regni.
Eftir nokkrar vikur voru blöðin komin upp í