Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1907, Qupperneq 15

Freyr - 01.01.1907, Qupperneq 15
FREYÍt. 11 gegnum mosaflyksuriiar og ræturnar auðvitað langa leið ofan í sandinn. Þetta er að minni reynslu öruggasta aðferðin við sandgræðslu á bersvæði, með því að mosinn stenzt ótrúlega vel bæði sandfok og vatnsrensli. Sé mosi notaður, þá er engu líkara en að tyrft sé yfir sandinn, en auðvitað er hann betri, með því að hann er svo laus í sér, að jurtaspírurnar kom- ast upp í gegnum hann, en torfið mundi kæfa fræið undir sér. JÞessi sáðblettur stendur — að eg vona héðan af — af sér alla storma og allan usla“. Veturinn eítir þessa sáningu kom hið mesta norðaustanrok sem elztumenn mundu og stóð í marga daga; sandurinn þur og auður og sand- rokið himinhátt. í byrjun hugðu menn, að nú væri búið að vera með Sauðlauksdal, en afleið- ingin af þessu veðri varð ekki verri en það, að sumarið eftir fékst um 60 hesta minni taða af túninu en árið áður, en það náði sér svo aftur í sumar. Um sáninguna segir Þ. J. ennfremur: „Eg hefi af ásettu ráði ekkert minst á aðrar fræ- tegundir en melinn, af öllum þeim fjölda sem þú hefir sent mér, eg hefi litla trú á öðru fræi en melgresi, í berann sand, þar sem eng- inn jurtagróður er fyrir. Aðeins fáar plöntur lifa af hjálminum, en grasfræið hefi eg mest- part brúkað til að græða skellurnar í túninu. Hafi eg sáð því í beran sand og jafnvel inn- an um melfræ, hefir mér ekki sýnst verða neinn árangur af því. Ef vel ætti að vera, þyrfti að taka íyrir í einw alla spilduna hérnamegin við grjótleitið; sá í alla þá staði í senn, sem varist geta vatns- renslinu ofan úr fjallinu og dreifa jafnframt mosa yfir. Þetta væri afar dýrt, því að fyrst og fremst er melur mjög dýr og torfenginn, að minsta kosti íslenzki melurinu, en útlend meltræ mun vera alveg eins gott. I öðru lagi er það talsvert verk að afla mosans og flytja hann heim. Eyrir því hefi eg verið hikandi við að sækja aftur og aftur um styrk frá Bún- aðarfélaginu; eða munduð þið geta útvegað svo sem 5 tunnur af melfræi í einu? Annað fræ vil eg ekki“. í næsta blaði verður nánar rætt um mel- sáningu og þá um leið svarað þessari spurn- ingu. Sira Þorvaldur Jakobsson fluttist að Sauð- lauksdal vorið 1887 og fékk hann þá um sura- arið 145 hesta af túninu; síðastliðið sumar fékk hann af því 240 hesta og er það meira en hann hefir fengið nokkurntíma áður. Hann hefir ætíð gætt þess að láta slá fjærri rótinni; áður var siðurinn sá að slá niðri í sandinum. Telur Þ. J. þetta þýðingarmikið at.riði fýrir sandjarðir. Það sést á því sem hér hefir verið sagt, að Sauðlauksdalur er í góðs manns umsjá, og það mundi alla gleðja ef hægt væri að rétta honum hjálparhönd til að halda áfram því þarfa verki, að endurreisa jörðina, sem hann hefir gert svo góða byrjun að. Auk þess, hve skemtilegt það er, að græða svo mikið af blásnu landi sem framast er kleyft og skynsamlegt er að ráðast i, er það ekki hvað sízt ánægjulegt að leggja rækt við þenna dal, sem minning þeirra er tengd við, ágætismannanna, Björns prófasts Halldórssonar og Eggerts Olafssonar. Niðurl. Einar Helgason. Stóðhestahald. Eg hefi oftsinnis, bæði í ræðu og riti, fært rök að því, að fyrsta og óhjákvæmilega sporið, er vér yrðum að stíga, til þess að beina hrossa- rækt vorri á skynsamlega braut, væri að hafa alla graðhesta í haldi. Með því eina móti er hægt að velja saman þá gripí, er hafa samskonar byggingu og eiginleika — mynda sérstæð kyn. Og á annan hátt verður eigi girt fyrir að þeir tímgist of ungir, til stórskaða fyrir hrossa- ræktina. Nú orðið munu flestir bændur viðurkenna, að það sé rétt, sem hér er sagt, en úr fram- kvæmdunum verður harla lítið; veldur þar um

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.